Listaverk eftir Veru Hilmars er okkar gjöf til þín

Vera Hilmars, listakona og fyrirsæta hefur alla tíð haft áhuga á sálarlífi og huga mannsins en það má með sanni segja að það endurspeglist í verkum hennar. Við tókum hana tali og erum stolt að tilkynna að póstlistavinir HÉRER.IS geta eignast verk eftir Veru í boði okkar.

Listaverk eftir Veru Hilmars er okkar gjöf til þín

Vera Hilmars, listakona og fyrirsæta hefur alla tíð haft áhuga á sálarlífi og huga mannsins en það má með sanni segja að það endurspeglist í verkum hennar. Við tókum hana tali og erum stolt að tilkynna að póstlistavinir HÉRER.IS geta eignast verk eftir Veru í boði okkar.

Áhuginn á myndlist vaknaði snemma hjá Veru en hún man eftir sér ung að árum þar sem hún dundaði sér við að teikna myndir við sögur í bókum sem hún las. Hún var ekki há í loftinu þegar hún ákvað að verða sálfræðingur eða myndlistakona en hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á sálarlífi og huga mannsins en það má með sanni segja að það endurspeglist í verkum hennar.

Ef andlit Veru er kunnuglegt er líklegt að þú kannist við hana úr auglýsingaherferðum eða tískuþáttum því hún hefur um árabil starfað sem fyrirsæta. Hún flutti til Mílanó eftir menntaskóla þar sem hún reyndi fyrir sér í fyrirsætubransanum. Lífið leiddi hana heim aftur tíu mánuðum síðar þegar hún hitti ástina í lífi sínu en þau Stefán, kærasti hennar, eignuðust sitt fyrst barn, Miró, í júní síðastliðnum.

Vera útskrifaðist af myndlistabraut Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum með BA í myndlist. Þau hjúin fluttust búferla til Berlínar þangað sem ferill hans leiddi hann en á meðan nýtti Vera tækifærið til að öðlast reynslu og fór í skiptinám í ljósmyndun við The University of Applied Sciences Europe í Berlín þar sem þau Stefán bjuggu í fjögur ár. Í kjölfar heimsfaraldursins ákváðu þau að flytja heim aftur og eiga Miró á Íslandi.

En okkur leikur forvitni á að vita hvaðan innblástur að myndinni sem Vera deilir með lesendum HÉRER.IS kemur?

Hér er - Vera Hilmars

Ég er mjög hrifin af línunni yfir höfuð. Þegar ég teikna myndast flæði sem mér finnst koma fram í verkunum. Portraitið er miðill sem ég hef lengi verið hrifin af og notast við í myndlistinni. Oft er hægt að lesa mikið í það því við mannfólkið leitumst mikið í andlitið sem myndform og það er líka það sem við reynum að lesa hvað mest í í daglegum samskiptum. Myndin sem ég og teymið hjá HÉRER.IS völdum í sameiningu er stílhreint, í anda portraitmyndarinnar og höfðar því til margra.

En hvaða listamenn-og konur eru í uppáhaldi hjá Veru?

„Þeir sem eru í uppáhaldi eru meðal annars Jennifer Guidi og Louis Fratino. Jennifer gerir sandverk sem minna á einfaldar mandölur og spilar litur og ljós stærstan part í verkum hennar, mér finnst þau búa yfir einstakri ró og dulúð. Verk Louis eru mjög persónuleg þar sem hann málar augnablik úr eigin lífi og fólk sem hann elskar bæði á erótískan og hversdagslegan máta. Mér finnst verkin hans svo yndislega saklaus og hversdagsleg og ást hans á viðfangsefninu skín svo vel í gegn.”

Vera segir að hugur mannsins og það andlega veiti henni mestan innblástur í listinni. „Ég pæli mikið í orku mannsins og því ósýnilega. Það sem ég reyni að framkalla í verkum mínum er framhald af líkama okkar, mörk þess efnislega og orkunnar.“
„Verkin mín má finna bæði á instagraminu mínu @verahilmars_art og heimasíðunni minni www.verahilmars.com. Þar sel ég original verk. Svo er ég líka að selja eftirprent af nokkrum verkum á Postprent.is. Mér finnst líka ótrúlega skemmtilegt að fá fyrirspurnir um sérstök verk, fólk er þá oftast að byðja um aðra útgáfu af teikningu sem ég hef áður gert eða þá stærri verk,“ segir þessi hæfileika listakona að lokum.
Hér er - Vera Hilmars

Vera segir mikinn heiður fylgja því að eiga listaverk sem prýða heimili landans. Sjálf hefur hún mikinn áhuga á innanhússhönnun og að skapa hlýlegt umhverfi og segist þess vegna vera sérstaklega þakklát fyrir það að fólk hafi áhuga á listaverkum hennar.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.