Nýtt frá Royal Copenhagen á stærstu hönnunarhátíðinni

Ein stærsta hönnunarhátíð heims, 3 Days of Design, fór fram í Kaupmannahöfn dagana 16.-18.september síðastliðinn. Á hátíðinni kynntu helstu hönnunarhús Danmerkur nýjungar sínar fyrir gestum og gangandi og þar á meðal var Royal Copenhagen sem við Íslendingar þekkjum vel.

Nýtt frá Royal Copenhagen á stærstu hönnunarhátíðinni

Ein stærsta hönnunarhátíð heims, 3 Days of Design, fór fram í Kaupmannahöfn dagana 16.-18.september síðastliðinn. Á hátíðinni kynntu helstu hönnunarhús Danmerkur nýjungar sínar fyrir gestum og gangandi og þar á meðal var Royal Copenhagen sem við Íslendingar þekkjum vel.

Konunglegar verur

Royal Copenhagen kynnti nýja línu í samstarfi við dansk-ítalska hönnunarparið GamFratesi sem ber heitið Royal Creatures. GamFratesi var stofnað árið 2006 af danska arkitektinum Stine Gam og hinum ítalska arkitekt Enrico Fratesi og er stúdíóið þeirra staðsett í Kaupmannahöfn. Parið hefur í gegnum árin hannað fyrir þekkt hönnunarhús líkt og Gubi, HAY, Louis Poulsen, Fredericia, Lignet Roset, Kvadrat og Swedese svo eitthvað sé nefnt. Árið 2019 hönnuðu þau línu fyrir Royal Copenhagen sem bar heitið Út í bláinn við góðar undirtektir.

Royal Creatures frá Royal Copenhagen

Nýja línan er einstakt augnayndi.

Órjúfanlegur þáttur í menningunni

Roal Copenhagen hefur allt frá stofnun verið órjúfanlegur þáttur í danskri menningu. Hafið og danska flóran hefur verið þeirra helsti innblástur í gegnum tíðina enda flestum Dönum mjög hugleikin. Blá handmáluð mynstur á hvítum postulínsgrunni er einkennistákn fyrirtækisins og er sem rauður þráður í gegnum sögu fyrirtækisins.

Ævintýraheimur fyrir alla fjölskylduna

Nýja línan sem GamFratesi hannaði mætti þýða sem konunglegar verur og inniheldur hún níu gripi sem mynda heildstætt kvöldverðarsett. Allskyns dýr sem tengja má við danska strönd, hafið og grunn vötn eru í aðalhlutverki, fallega handmáluð í bláu á hvítum grunni sem viðheldur rótgrónum hefðum Royal Copenhagen. Með þessu segist parið vera að færa villta náttúru og dýralífið nær manneskjunni en á sama tíma skapa ævintýraheim sem býður upp á samræður og skemmtilegar samverustundir með fjölskyldunni þar sem allir geta tekið þátt, jafnt fullorðnir sem börn. Vörurnar frá Royal Copenhagen fást í Líf og list í Smáralind.

Royal Copenhagen-vörurnar fást í Líf og list í Smáralind.

Allskyns dýr sem tengja má við danska strönd, hafið og grunn vötn eru í aðalhlutverki, fallega handmáluð í bláu á hvítum grunni sem viðheldur rótgrónum hefðum Royal Copenhagen.

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.