Uppröðunin skiptir miklu máli og þarf þá fyrst og fremst að huga að því hvar best er að staðsetja rúmið. Þá þarf til dæmis að skoða afstöðu þess í rýminu með tilliti til glugga. Birtustigið í rýminu skiptir miklu máli til þess að nætursvefninn verði sem bestur og þar koma gluggatjöld sterk inn og skiptir miklu máli að geta myrkvað herbergið alveg. Gluggatjöld geta einnig gefið rýminu aukna dýpt, gert það mun notalegra en líka bætt hljóðvist.

Litir skipta máli
Til að skapa rólegt andrúmsloft er mikilvægt að litavalið sé gott. Róandi, dempaðir litatónar eru bestir en mismunandi litir geta kallað fram ólíkar tilfinningar. Grænir og bláir litatónar ásamt dempuðum jarðlitum eru vinsælir í svefnherbergi enda hafa þeir róandi áhrif sem getur bætt nætursvefn.

Lýsing
Rétt lýsing er lykilatriði. Að hafa dimmer er góð hugmynd svo hægt sé að stilla birtuna eftir hentisemi. Snjallperur eru einnig góður kostur en þeim er til dæmis hægt að stýra með appi. Á morgnana í mesta skammdeginu er þá hægt að líkja eftir sólarupprásinni, tímastilla perurnar og láta birtustigið í svefnherberginu aukast hægt og rólega sem auðveldar mörgum að vakna.

Smart lampar eru líka góð lausn.
Søstrene Grene, 9.448 kr. Dúka, 22.900 kr. Dúka, 33.990 kr. Líf og list, 24.990 kr. Dúka, 16.900 kr.
Efnisval
Sængurföt úr náttúrulegum efnum líkt og bómull og hör hafa verið gríðarlega vinsæl undanfarin misseri. Áferðin er náttúruleg og falleg og gefur rýminu sérstaklega notalegt yfirbragð. Efninu er þá leyft að vera í sínu náttúrulega formi, ekkert straujárn hér! Hör temprar hita sérstaklega vel og hefur þar forskot á önnur efni en það er líka mjög umhverfisvænn kostur þar sem ræktunin skilur eftir sig minna kolefnisspor en gengur og gerist.
H&M Home er með gríðarlega gott úrval af rúmfötum og rúmteppum úr bómull og hör.
H&M Home, Smáralind.
Hvað er betra en að skríða upp í eftir langan dag í nýuppábúið rúm?
Kay Bojesen, Dúka, 8.490 kr. Líf og list, 16.990 kr. H&M Home, Smáralind. H&M Home. Dúka, 18.990 kr.

Søstrene Grene, 6.998 kr. Søstrene Grene, 3.998 kr.
Fallegir púðar í smart litasamsetningum setja punktinn yfir i-ið inni í svefnó.

Fleiri fallegir úr H&M Home.
H&M Home, Smáralind.
Smart smáhlutir
Náttborð, Dúka, 29.900 kr. Søstrene Grene, 17.540 kr. Søstrene Grene, 10.880 kr. H&M Home. H&M Home. H&M Home. H&M Home. H&M Home. H&M Home.


Plöntur gera heilmikið fyrir andrúmsloftið í svefnherberginu og eru mikið augnayndi. Þetta fallega hengi fyrir plöntur kemur úr smiðju HAY.
Penninn Eymundsson, 5.999 kr.