Sumarævintýri með Múmínfjölskyldunni

Sumarlína Moomin er nú komin í sölu. Línan er byggð á bók Tove Jansson, Múmínfjölskyldan á Rívíerunni, sem kom fyrst út á ensku árið 1955.

Sumarævintýri með Múmínfjölskyldunni

Sumarlína Moomin er nú komin í sölu. Línan er byggð á bók Tove Jansson, Múmínfjölskyldan á Rívíerunni, sem kom fyrst út á ensku árið 1955.

Línan inniheldur bolla, diska og skeiðar. Myndskreytingarnar og litirnir eru í anda sumarlínunnar sem kom út árið 2019 og ber sú lína heitið Evening Swim. Myndirnar í nýju línunni sýna Múmínpabba verja sumardögunum í að leggja kapal á meðan Múmínmamma útbýr crepes og Snorkstelpan dýfir sér í lestur góðrar bókar.

Nýja Moomin-línan er einstaklega sumarleg og sæt en vörurnar fást í Líf og list og Dúka í Smáralind.


Múmínfjölskyldan á Rivíerunni


Bókin Múmínfjölskyldan á Rívíerunni fæst í Pennanum Eymundsson og inniheldur hún ekta sumarævintýri sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Söguþráður bókarinnar er spennandi og um hann segir:

Múmínfjölskyldan fer í frí á frönsku Rívíerunni. Þar sem Snorkstelpan vinnur pening í spilavíti getur fjölskyldan látið fara vel um sig á lúxushóteli. Þegar peningurinn klárast er fjölskyldan rekin af hótelinu og neyðist til að tileinka sér bóhemískan lífsstíl og finna sér næturstað undir bátnum sínum. Múmínpabbi kynnist auðugum aðalsmanni sem dreymir um líf sem fátækur listamaður. Þau bjóða honum að gista með þeim undir bátnum en hann fær þó fljótt leið á fyrirkomulaginu. Múmínálfarnir geta ekki búið að eilífu undir bát svo þau ákveða að sigla aftur heim í Múmíndal.

Sögur Tove Jansson eru fyrir löngu orðnar að algerri klassík sem margar kynslóðir barna um allan heim hafa notið og vinsældir Múmínfjölskyldunnar hafa sjaldan verið meiri. Skelltu þér með þeim í ógleymanlegt sumarævintýri!

Meira spennandi

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 15.000 kr. gjafakort Smáralindar.