Nýr ljómandi farði
Við vorum ekkert lítið spenntar þegar við heyrðum af komu Terracotta Le Teint Glow á markað því upprunalegi farðinn (með sama nafni mínus glow-hlutinn) er á topplista okkar yfir bestu farða allra tíma. Skemmst er frá því að segja að hann olli ekki vonbrigðum. Ljóminn í honum er æðislegur, ekki glansandi heldur ljómandi og áferðin gefur svipaða blörrandi áferð og sá upprunalegi. Hann veitir miðlungsþekju og er mjög náttúrulegur á húðinni en við sjáum fyrir okkur að þroskaðar konur, og fólk á öllum aldri sem elskar ljóma eða er með þurra húð muni hreinlega elska þennan.
Fyrsta sólarpúður heims og sívinsælt!
Síðan 1984 hefur Terracotta verið vinsælasta sólarpúðrið á markaðnum. Terracotta bronserarnir eru auðveldir í notkun, blandast vel inn í húðina með náttúrulegri áferð og litatónarnir eru geggjaðir! Þú færð náttúrulega heilbrigðan ljóma allt árið um kring með þessum.
Guðdómleg vorlína
Nýja augnskuggapallettan frá Guerlain kemur í einstaklega klæðilegum litatónum sem henta jafnt dagsdaglega og við fínni tilefni. Mjúk formúlan rennur yfir augnlokin og sest ekki í fínar línur. Mælum 100% með!
Þú færð Guerlain í Hagkaup Smáralind!