Fara í efni
Kynning

Ómót­stæðilegar nýjungar frá Guerlain

Fegurð - 26. febrúar 2025

Margar af okkar uppáhaldssnyrtivörum koma úr smiðju hins goðsagnakennda snyrtivöruframleiðanda Guerlain. Við kynntum okkur nýjungarnar frá þeim sem gera okkur extra spenntar fyrir vorinu.

Nýr ljómandi farði

Við vorum ekkert lítið spenntar þegar við heyrðum af komu Terracotta Le Teint Glow á markað því upprunalegi farðinn (með sama nafni mínus glow-hlutinn) er á topplista okkar yfir bestu farða allra tíma. Skemmst er frá því að segja að hann olli ekki vonbrigðum. Ljóminn í honum er æðislegur, ekki glansandi heldur ljómandi og áferðin gefur svipaða blörrandi áferð og sá upprunalegi. Hann veitir miðlungsþekju og er mjög náttúrulegur á húðinni en við sjáum fyrir okkur að þroskaðar konur, og fólk á öllum aldri sem elskar ljóma eða er með þurra húð muni hreinlega elska þennan.
Hér má sjá upprunalega Terracotta Le Teint og Terracotta Le Teint Glow-útgáfuna sem er ný.
Það komast fáir farðar með tærnar þar sem Terracotta Le Teint frá Guerlain er með hælana. Hinn fullkomni farði að okkar mati, með satín mattri áferð sem helst ótrúlega vel á húðinni og hentar hvaða húðgerð sem er.
Förðunarfræðingur Guerlain mælir með að nota nokkra dropa af Youth Watery Oil seruminu út í farða fyrir extra raka og ljóma.
Vinsæla serumið Youth Watery Oil hefur fengið „glow up“! Guerlain hefur þróað nokkrar mismunandi formúlur í gegnum tíðina, en nýjasta útgáfan er hápunktur 15 ára rannsókna og níu einkaleyfa sem undirstrika kraft hunangs í húðumhirðu. Líkt og aðrar vörur í Abeille Royale-línunni nýtir nýja serumið næringarríkt hunang svarts býflugnastofns ásamt drottningarhunangi. Það inniheldur þrenns konar hunang, þar sem hver tegund hefur sérstakt hlutverk í endurbættri formúlunni sem gefur ljómandi og nærða húð.
Terracotta Concealer er hyljari sem hylur vel þrátt fyrir að þú finnir ekki fyrir honum á húðinni, sem er líklega ástæðan fyrir skjótum vinsældum. Hann hentar vel með þekjandi farða en líka fyrir þau sem vilja náttúrulega áferð á húðina en hylja bauga. Í miklu uppáhaldi förðunarfræðinga og vel þess virði að prófa.

Fyrsta sólarpúður heims og sívinsælt!

Síðan 1984 hefur Terracotta verið vinsælasta sólarpúðrið á markaðnum. Terracotta bronserarnir eru auðveldir í notkun, blandast vel inn í húðina með náttúrulegri áferð og litatónarnir eru geggjaðir! Þú færð náttúrulega heilbrigðan ljóma allt árið um kring með þessum.
Guerlain kom fyrst á markað með sólarpúður og hefur haldið vinsældum sínum alla tíð síðan enda í heimsklassa.
Svona líta umbúðirnar út á nýja Terracotta Light-sólarpúðrinu út. Trés chic!
Terracotta kinnalitirnir eru einstaklega notendavænir og koma í fallegum litatónum þar sem allir ættu að finna lit við hæfi. Auðvelt að byggja upp litinn og þeir haldast vel á húðinni yfir daginn.

Guðdómleg vorlína

Nýja augnskuggapallettan frá Guerlain kemur í einstaklega klæðilegum litatónum sem henta jafnt dagsdaglega og við fínni tilefni. Mjúk formúlan rennur yfir augnlokin og sest ekki í fínar línur. Mælum 100% með!
Kisskiss Bee Glow eru litaðir og mjög nærandi varasalvar sem eru í miklu uppáhaldi hjá ritstjórn HÉRER.is.
Pearly Dahlia er brúntóna bleikur sem er fullkominn litur til að nota dagsdaglega.
Pearly Blossom er ekta „your lips but better“ litur.
Sígildu Météorites-púðurperlurnar eru nú með léttari áferð en nokkru sinni fyrr! Nú samanstendur þessi einstaka formúla í fyrsta sinn af 95% náttúrulegum innihaldsefnum, sem gefa húðinni silkimjúka og fullkomnandi áferð. Météorites festir förðunina, leiðréttir húðlit, gefur fallega matta áferð í allt að 8 klukkustundir og jafnar húðtóninn með einstökum litaleiðréttandi perlum.
Rouge G varalitirnir frá Guerlain eru draumur snyrtivöruunnandans en þar stjórnar þú ferðinni þar sem hægt er að velja mismunandi hulstur og lit. Kemur í ótal fallegum litatónum og bæði með mattri og satínáferð.

Þú færð Guerlain í Hagkaup Smáralind!

Meira úr fegurð

Fegurð

Kylie með nýjan sjóðheitan og sexí ilm

Fegurð

Heitast í hári 2025

Fegurð

Goðsagna­kenndu næntís varalitirnir frá MAC með endurkomu

Fegurð

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð

Marg­verðlaunaða augnhára­serumið RevitaLash fæst á Tax Free

Fegurð

Nýjar og spennandi lúxus brúnkuvörur

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free

Fegurð

Nýi ilmurinn hennar Kylie er kominn til landsins!