Að viðhalda sólkysstri ásýnd húðarinnar nýtur stöðugt aukinna vinsælda og er hluti af daglegri húðrútínu fólks. Við vildum því ekki einungis veita viðskiptavinum brúnkuvörur, heldur lúxus húðvörur sem samhliða veita fallegan bronslitaðan ljóma. Þannig voru líkamskrem okkar og andlitsserum hönnuð fyrst og fremst með húðumhirðu í huga. Vörur okkar passa inn í lífsstíl þinn og hjálpa við að uppfylla þarfir húðar þinna auk þess sem þær veita glæsilega bronslitaða húð.
Sólböð eru sem betur fer á undanhaldi. Við viljum fræða heiminn um það hvernig útfjólubláir geislar eyðileggja húðfrumur þínar og flýta fyrir sýnilegum öldrunarmerkjum. Rannsóknir sýna að útfjólubláair geislar eru ástæðan á bak við 80% af öldrun húðar þinnar. Það versta af öllu er að sólböð geta leitt til húðkrabbameins. Það er staðreynd. Það er ekki til neitt sem heitir örugg eða heilbrigð brúnka, ef hún kemur eftir útsetningu húðar fyrir sólargeislum.
Vöruúrvalið
Azure Tan er með breitt vöruúrval lúxus brúnkuvara, hvort sem þú fílar krem, serum eða froðu og í mismunandi litastyrkleikum og tveimur litaundirtónum sem framkallar náttúrulega brúnku og ljómandi og nærða húð. Azure Tan-vörurnar fást í Hagkaup í Smáralind.