Við erum vandræðalega spenntar fyrir nýju „highlighter“ stiftunum frá L´oréal en þau eru algert „dupe“ fyrir uppáhalds Baume Essentiel-stiftin frá Chanel. Þau koma í Glow og Glass-útgáfu en Glass-útgáfan gefur ótrúlega eðlilegan og svolítið „blautan“ ljóma á meðan Glow-útgáfan er meira sjimmeruð. Persónulega fílum við þann fyrrnefnda betur en það er vissulega tilefni fyrir þá báða.
Gosh var að koma með Peptide varagloss á markað og við verðum eiginlega að prófa! Litirnir Nougat og Brownie eru á óskalistanum okkar!
Paradise Le Shadow Stick frá L´oréal eru hrikalega spennandi nýjung sem minna óneitanlega á dýrari útgáfur á borð við augnskuggapennana frá Laura Mercier. Koma í svo fallegum litatónum, renna mjúklega yfir augnlokið og haldast mjög vel á yfir daginn. Hægt að nota eina og sér eða undir púðurskugga. Mælum með!
Ilmandi nýjungar
Ef þú ert að leita að nýju ilmvatni hefur úrvalið sjaldan verið jafn fjölbreytt og spennandi, hér er brot af því besta sem hægt að ilma af og fá á Tax Free-afslætti í Hagkaup, Smáralind.