Fara í efni

Nýtt og spennandi á Tax Free

Fegurð - 28. febrúar 2025

Uppáhaldsdagarnir okkar eru í gangi til 5. mars í Hagkaup, Smáralind. Hér er það sem er nýtt og spennandi í snyrtivörubransanum!

Við erum vandræðalega spenntar fyrir nýju „highlighter“ stiftunum frá L´oréal en þau eru algert „dupe“ fyrir uppáhalds Baume Essentiel-stiftin frá Chanel. Þau koma í Glow og Glass-útgáfu en Glass-útgáfan gefur ótrúlega eðlilegan og svolítið „blautan“ ljóma á meðan Glow-útgáfan er meira sjimmeruð. Persónulega fílum við þann fyrrnefnda betur en það er vissulega tilefni fyrir þá báða. 

Hagkaup, 2.579 kr.
Lumi Le Liquid Blush eru fljótandi, sanseraðir kinnalitir í anda þeirra frá Charlotte Tilbury og koma í fallegum litatónum, blandast vel á húðinni og gefa frísklegan ljóma. Hagkaup, 2.418 kr.
Kendall Jenner með nýja kinnalitinn frá L´oréal.
Buttermelt Glaze frá NYX er litað dagkrem með spf 30 sem við sjáum fyrir okkur að verði sjúklega vinsælt og sérstaklega í vor og sumar. Gefur einstaklega fallegan ljóma og lit og jafnar húðlitinn léttilega. Hagkaup, 2.899 kr.
Lip I.V Hydrating Gloss Serum er mjög skemmtileg nýjung frá NYX. Um er að ræða nærandi gloss sem skilur eftir sig „stain“ á vörunum. Mælum með! Hagkaup, 2.334 kr.
Nýr og spennandi farðagrunnur frá NYX sem kemur í svona skemmtilegum umbúðum. Hannaður til að halda farðanum á allan daginn! Hagkaup, 1.850 kr.
Paradise Big Deal er nýr maskari úr smiðju L´oréal sem gefur augnhárunum einstaklega fallegt yfirbragð, maskarinn er með sílíkongreiðu sem greiðir vel úr augnhárunum. Hagkaup, 3.224 kr.
Við höfum notað Real Techniques-burstana frá því þeir komu fyrst á markað fyrir meira en áratug en þessir voru að koma út-í yfirstærð og okkur klægjar í puttana að prófa! Hagkaup, 1.934 kr.
Lítill fugl hvíslaði því að okkur að þessi nýi augnhárabrettari frá Real Techniques væri málið! Hagkaup, 1.128 kr.

Gosh var að koma með Peptide varagloss á markað og við verðum eiginlega að prófa! Litirnir Nougat og Brownie eru á óskalistanum okkar!

Liturinn Nougat í Peptide Lip Gloss frá Gosh Copenhagen.
Liturinn Brownie. Hagkaup, 2.015 kr.
Við vorum ekkert lítið spenntar þegar við heyrðum af komu Terracotta Le Teint Glow á markað því upprunalegi farðinn (með sama nafni mínus glow-hlutinn) er á topplista okkar yfir bestu farða allra tíma. Skemmst er frá því að segja að hann olli ekki vonbrigðum. Ljóminn í honum er æðislegur, ekki glansandi heldur ljómandi og áferðin gefur svipaða blörrandi áferð og sá upprunalegi. Hann veitir miðlungsþekju og er mjög náttúrulegur á húðinni en við sjáum fyrir okkur að þroskaðar konur, og fólk á öllum aldri sem elskar ljóma eða er með þurra húð muni hreinlega elska þennan.
Paradise Le Shadow Stick frá L´oréal eru hrikalega spennandi nýjung sem minna óneitanlega á dýrari útgáfur á borð við augnskuggapennana frá Laura Mercier. Koma í svo fallegum litatónum, renna mjúklega yfir augnlokið og haldast mjög vel á yfir daginn. Hægt að nota eina og sér eða undir púðurskugga. Mælum með!
Hagkaup, 2.418 kr.
Skin Illusions heitir nýr farði frá Clarins sem lofar fullri þekju, fallegri áferð og góðri endingu. Við höfum ekki prófað en hann lofar góðu! Hagkaup, 6.934 kr.
Snyrtivörurnar frá Dr. Irina Eris eru hrikalega spennandi, hágæðasnyrtivörur sem við kynntumst fyrir tilviljun í einni Duty Free verslunarferð fyrir ekki svo löngu síðan. Þessi fallega skyggingar- og ljómapalletta er á óskalistanum okkar en áferðin minnir svolítið á Hourglass, ef þið þekkjið púðrin frá þeim. Hybrid Face & Eye Palette er hönnuð til að farða andlit, augu og bringu. Formúlan blandast vel inn í húðina og inniheldur arganolíu og magnólíuþykkni sem lagar sig að hverjum og einum. Hagkaup, 8.063 kr.
Nýi maskarinn frá Dr Irena Eris lengir ekki aðeins, þykkir og veitir fallegan lit, heldur nærir og styrkir augnhárin með peptíðum. Hagkaup, 4.353 kr.
RefectoCil var að koma með sniðuga nýjung á markað sem heitir Two Go sem eru augabrúnalitunarpennar sem lita augabrúnirnar á þremur mínútum.
Vital Perfection-línan frá Shiseido er einstök ef þú ert á höttunum eftir virku og góðu andlitskremi. Hagkaup, 18.143 kr.
Double Serumið frá Clarins þekkja margir en það er talið algert undaefni þegar kemur að því að halda fínum línum í skefjum. Extra-Firming kremið er fullkomin viðbót og skotheld tvenna. Hagkaup, 14.111 kr.
Dásamlega falleg augnskuggapalletta úr smiðju Guerlain en litirnir eru einstaklega klæðilegir og formúlan rennur mjúklega yfir augnlokið.

Ilmandi nýjungar

Ef þú ert að leita að nýju ilmvatni hefur úrvalið sjaldan verið jafn fjölbreytt og spennandi, hér er brot af því besta sem hægt að ilma af og fá á Tax Free-afslætti í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr fegurð

Fegurð

Marg­verðlaunaða augnhára­serumið RevitaLash fæst á Tax Free

Fegurð

Ómót­stæðilegar nýjungar frá Guerlain

Fegurð

Nýjar og spennandi lúxus brúnkuvörur

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free

Fegurð

Nýi ilmurinn hennar Kylie er kominn til landsins!

Fegurð

Dulúðleg og grípandi haustlína Chanel 2024

Fegurð

Förðunar­fræðingurinn okkar mælir með nýjum og spennandi snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Nýtt frá Chanel