Fara í efni

Nýi ilmurinn hennar Kylie er kominn til landsins!

Fegurð - 22. október 2024

Snyrtivörumógúllinn og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner kom nýlega með dáleiðandi ilm á markað og að vanda varð allt vitlaust! Nú er Cosmic lentur í Hagkaup, Smáralind og við gætum ekki verið spenntari.

Cosmic er hlýlegur blómailmur sem umvefur þig um leið. Hann er gómsætur en á sama tíma fágaður og þú getur verið með hann hvort sem það er á daginn eða á kvöldin. Ilmurinn er mjög persónulegur fyrir mér og er orðinn partur af daglegu rútínunni minni.
„Við vildum hafa flöskuna eins og listaverk. Ég vildi að hún myndi njóta sín á baðherberginu eða svefnherberginu þínu eða hvar sem þú geymir ilmvötnin þín," segir Kylie um hönnunina á flöskunni.

Viltu vinna ilminn?

Taktu þátt á Instagram og þú gætir unnið Cosmic frá Kylie fyrir þig og vin eða vinkonu!
Það gleður mig alltaf að horfa á flöskuna mína. Ég vildi hafa hana fágaða og mér líður eins og hún sé frekar einföld en samt allt öðruvísi en allt annað sem ég hef séð á markaðnum.
Að vinna að Cosmic var allt öðruvísi en þegar ég vann með Kim að KKW. Með Kim hafði ég bara ákveðið mikið til málanna að leggja. Ég valdi mitt uppáhalds og svo leyfði ég henni að sjá um rest, því ég treysti henni og hún var með meiri reynslu en ég, það var meira samstarf á milli okkar. Ég hafði miklu meira að segja varðandi Cosmic og fór í gegnum 15 mismunandi ilmi áður en við duttum niður á þann fullkomna. Ég elskaði að læra meira um ilmvatnsheiminn og var 100% „involveruð“ í ferlinu.

Kylie segist hafa verið dugleg að leyfa vinum sínum að prófa ilminn áður en hún setti hann á markað. „Ég gaf öllum vinum mínum Cosmic til að prófa og í hvert skipti sem við fórum út þá voru þau með hann á sér. Ég vildi svo mikið að hann væri fullkominn og vildi höfða til eins margra og ég gæti. Við vinirnir bókstaflega drekktum okkur í ilminum og fórum svo út á lífið og þegar við komum heim spurðum við hvert annað hvort einhver hefði hrósað ilminum af okkur. Ég þurfti mikið á því að halda að fá viðurkenninguna frá öðrum. Þegar vinir mínir og fjölskylda fóru að sækjast í að nota Cosmic og elskuðu hann þá vissi ég að við vorum með rétta ilminn í höndunum.„

Mamma mín, sem ilmar alltaf best af öllum, er alltaf með einhverskonar blómailm á sér. Ég held að það hafi pottþétt veitt mér innblástur því blómailmir eru mjög mikil nostalgía fyrir mér.

Koma Cosmic á markað markar nýtt tímabil í lífi mógulsins unga og mun ilmurinn án efa brúa bilið milli kynslóða og höfða til breiðs aldursbils. Cosmic er lent í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr fegurð

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free

Fegurð

Dulúðleg og grípandi haustlína Chanel 2024

Fegurð

Förðunar­fræðingurinn okkar mælir með nýjum og spennandi snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Nýtt frá Chanel

Fegurð

Þetta er klippingin sem allar kúl stelpurnar verða með á næstunni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með frá MAC

Fegurð

Best í brúnku! Nýjar og ljómandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð

Sjóðheitir sumarilmir