Viltu vinna ilminn?
Að vinna að Cosmic var allt öðruvísi en þegar ég vann með Kim að KKW. Með Kim hafði ég bara ákveðið mikið til málanna að leggja. Ég valdi mitt uppáhalds og svo leyfði ég henni að sjá um rest, því ég treysti henni og hún var með meiri reynslu en ég, það var meira samstarf á milli okkar. Ég hafði miklu meira að segja varðandi Cosmic og fór í gegnum 15 mismunandi ilmi áður en við duttum niður á þann fullkomna. Ég elskaði að læra meira um ilmvatnsheiminn og var 100% „involveruð“ í ferlinu.
Kylie segist hafa verið dugleg að leyfa vinum sínum að prófa ilminn áður en hún setti hann á markað. „Ég gaf öllum vinum mínum Cosmic til að prófa og í hvert skipti sem við fórum út þá voru þau með hann á sér. Ég vildi svo mikið að hann væri fullkominn og vildi höfða til eins margra og ég gæti. Við vinirnir bókstaflega drekktum okkur í ilminum og fórum svo út á lífið og þegar við komum heim spurðum við hvert annað hvort einhver hefði hrósað ilminum af okkur. Ég þurfti mikið á því að halda að fá viðurkenninguna frá öðrum. Þegar vinir mínir og fjölskylda fóru að sækjast í að nota Cosmic og elskuðu hann þá vissi ég að við vorum með rétta ilminn í höndunum.„
Koma Cosmic á markað markar nýtt tímabil í lífi mógulsins unga og mun ilmurinn án efa brúa bilið milli kynslóða og höfða til breiðs aldursbils. Cosmic er lent í Hagkaup, Smáralind.