Fara í efni

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free

Fegurð - 1. nóvember 2024

Við erum alltaf eins og krakkar í nammibúð þegar Tax Free-dagar standa yfir í Hagkaup, Smáralind. Hér er það sem förðunarfræðingur HÉR ER er með augastað á og mælir með þessa dagana. (Tax Free jafngildir 19.36% afslætti.)

Áberandi augu

Nú fer að bera meira á augnförðun heldur en hefur verið síðustu misserin þar sem „Clean Girl“-trendið hefur verið hvað mest áberandi. Við uppgötvuðum nýlega Lines Liberated augnblýantinn frá YSL og er hann orðið nýtt uppáhald, sérstaklega í bronze litnum sem fallegt er að nota inn í vatnslínu augnanna.
Lines Liberated er vatnsheldur eyeliner sem gefur þekjandi lit með einni stroku. Um er að ræða nýja augnblýanta frá YSL. Hámarkslitur og blöndun sem endist í allt að 24 klst. Hagkaup, 4.434 kr.
Eyelinerar í allskyns litum eru að trenda en þessi græni kemur einstaklega vel út á hinni brúneygðu Hailey Bieber.
Áberandi augnförðun fer að eiga sinn tíma í sviðsljósinu aftur.

Fullkomin húð

Farðastiftin frá Dior eru komin aftur í verslanir eftir að hafa selst upp á núlleinni! Þessi farði á allt það lof skilið sem hann fær enda bráðnar hann inn í húðina eins og smjör og fullkomnar hana á einfaldan máta.
Ef þú ert á höttunum eftir kremuðum bronzer á borð við þann sem við þekkjum margar frá Makeup by Mario, þá þarftu ekki að leita lengur. Tanning Compact Foundation frá Shieido til bjargar! Hagkaup, 5.240 kr.

Þrusu þrenna á 30% afslætti

Á Tax Free-dögum í Hagkaup býður SENSAI 30% afslátt af þremur „best sellers“ frá þeim sem henta einstaklega vel yfir vetrartímann. Glowing Base, ljómandi farðagrunnur sem er eins og Hollywood-ljómi í flösku, Total Finish „fótósjopp“-púðurfarðinn og Total Lip Treatment Stick sem er einstök varanæring í stiftformi sem unnin er upp úr sömu formúlu og varanæringin þeirra sem slegið hefur í gegn á íslenskum heimilum.
Hagkaup, 5.563 kr. Athugið að askjan er seld sér og kostar 1.889 kr. á Tax Free.
Hagkaup, 5.389 kr.
Total Finish „fótósjopp“ púðurfarðinn frá SENSAI gefur fullkomna áferð á húðina og einstaklega hentugur á ferðinni. Nú á 30% afslætti í Hagkaup á Tax Free-dögum.
Retinol + HPR Ceramide kom, sá og sigraði sem besta retínól serum ársins 2024 á People‘s Beauty Awards. Þessi vinsælu serum „capsules“ eru fyrir alla sem kjósa skjótvirkan og sýnilegan árangur gegn öldrunareinkennum án þess að finna fyrir ertingu í húðinni.
Absolute Silk Micro Essence-In-Lotion er uppbyggjandi rakavatn þar sem nærandi eiginleikar 7,9 trilljón olíuagna og Koishimaru silki koma saman í hverjum dropa. Undirbýr húðina fyrir kremið sem kemur á eftir og þú finnur og sérð mun um leið! Hagkaup, 15.320 kr.
Það selst eitt Double Serum á 4 sekúndna fresti í heiminum en þetta margverðlaunaða tveggja fasa serum er bæði til að fyrirbyggja og koma í veg fyrir fínar línur. Hagkaup, 18.546 kr.
Abielle Royale Honey Treatment frá Guerlain er akkúrat það sem við þurfum til að undirbúa húðina fyrir þennan kulda! Hunangstöfrar og rakabomba í einni vöru.
Ertir retinól húðina þína? Þá er um að gera að kynna sér innihaldsefnið Bakuchiol, þú getur meira að segja notað það tvisvar á dag. Þetta fjölvirka serum með andoxunarefninu Bakuchiol ásamt kollagenpeptíð hjálpar til við að draga úr fyrstu einkennum öldrunar. Prófað af húðsjúkdómalæknum og hentar viðkvæmri húð. Hagkaup, 9.837 kr.

Rammaðar varir

Dekkri varablýantur sem rammar varirnar inn með ljósari tón í miðjunni hefur verið að trenda. Hér eru þeir varablýantar sem við mælum með.
Guerlain Contour varablýantur í lit númer 02 Beige Praline.
Stunning Nude varablýanturinn frá SENSAI er alltaf til í veskinu okkar enda fullkominn til að ramma inn varirnar dagsdaglega.
Hér eru nokkrir klassískir frá MAC en Stone er einnig góður ef þú ert á höttunum eftir kaldtóna skyggingarlit.
Vel innrammaðar varir hjá tískuhúsinu Off White haustið 2024.
Glossaðar varir eru vinsælar sem aldrei fyrr eins og sjá má hér á Hailey Bieber, drottningu þessa útlits.

Glossaðar varir

Lip Oil Balm frá Clarins eru æðislegir glossaðir varasalvar sem koma í fallegum litatónum. Hagkaup, 3.789 kr.
Sagan segir að Peptide Lip Gloss frá Gosh sé „dupe“ af varaglossunum hennar Hailey. Eru líka á mjög góðu verði í Hagkaup.
Natural Lip Perfector frá Clarins þarf alltaf að vera til á okkar heimili. Nærandi, gefur fallegan lit og gljáa og lyktar unaðslega. Hagkaup, 2.982 kr.
Love Shine Candy Glase hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum og gefa vörunum djúsí útlit. Hagkaup, 6.047 kr.

Bjútífúl brúnir

Ef þú ert að leita að góðum snyrtivörum til að fullkomna augabrúnirnar erum við með ráðleggingar fyrir þig!
Augabrúnirnar ramma inn andlitið, eins og við vitum og þá er gott að vera með réttu vörurnar í verkið!
Brow Power Micro frá It Cosmetics er einstaklega góður og örmjór augabrúnablýantur sem býr til strokur sem líkjast hárum.
Lift & Snatch er augabrúnatúss frá NYX sem við kaupum alltaf aftur og aftur og helst á Tax Free. Gerir einstaklega náttúrulega áferð á „hárum“.
Brow Lift Lamination Gel-ið er alltaf til í snyrtibuddunni okkar enda heldur það augabrúnunum á sínum stað allan daginn. Nú fæst það líka í tveimur litum.

Heitir hyljarar

Góður hyljari er gulls ígildi en við erum alltaf á höttunum eftir hinum fullkomna!
Förðunarmeistarinn Katie Jane Hughes, sem við berum mikla virðingu fyrir, kallaði þennan Synchro Skin Self Refreshing hyljara frá Shiseido þann allra besta sem hún hefur prófað. Við erum miklir aðdáendur farðans í sömu línu og verðum að prófa þennan!
Studio Radiance 24h Luminous Lift er nýr hyljari frá MAC sem hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum. Við erum spenntar að prófa þennan!
Ef þú ert að leita að augnháraserumi sem virkar þá mælum við með Grande Lash. 6 vikna skammtur er á 4.434 kr.

Púður til að setja farða

Það er mikilvægt að velja vel þegar púður er annars vegar og nú er sérlega vinsælt að eiga fínlega malað púður til að setja hyljara undir augum. Hér mælum við með tveimur lúxuspúðrum í sérflokki og einu í ódýrari kantinum sem minnir um margt á hið sívinsæla Givenchy-púður sem hefur gert allt vitlaust á samfélagsmiðlum.
Future Solution LX Total Radiance Loose Powder frá Shiseido er sérlega fíngert lúxuspúður sem hentar einstaklega vel undir augun til að birta yfir augnumgjörðinni. Hagkaup, 13.707 kr.
Laust og einstaklega fínlegt púður sem inniheldur dýrmætt silki sem nærir og verndar húðina. Festir þann farða sem notaður er hverju sinni og er til í „kittum“ margra förðunarfræðinga enda lætur það húðholurnar virka minni og gefur húðinni „fótósjoppað“ útlit. Hagkaup, 5.643 kr.
Bake'n Set frá Gosh Copenhagen er náttúrulegt og létt púður sem auðveldar þér að „baka“ og festa farða en halda þó í ljómandi yfirbragð. Fáanlegt í tveimur litum eftir því hver undirtónn þinn er. Minnir á púðrið frá Givenchy! Hagkaup, 2.579 kr.
Ef þú leitast eftir fullkominni áferð á húðina mælum við með því að nota laust púður og leyfa því að „sitja“ í nokkrar mínútur áður en það er dustað af. Þvínæst er gott að nota farðasprey á borð við Fix+ frá MAC eða All Nighter frá Urban Decay og dúmpa húðina með rökum farðasvampi.

Highlighter

Highlighter er með mikið kombakk, þó með örlítið öðru sniði en árið 2016. Nú má hann gjarnan vera í kremuðu eða fljótandi formi til að verða eitt með húðinni.
Náttúrulegur highlighter er mál málanna í dag.
Forever Glow Maximizer eru sjúklega fallegir highlighterar frá Dior sem koma í mörgum litatónum. Mælum með!
Lumi Glotion frá L´Oreal Paris hafa slegið í gegn en hægt er að nota þá undir farða eða yfir sem highlighter á kinnbeinin, niður nefið og fyrir ofan efri vör fyrir súpermódel ljóma. Hagkaup, 2.418 kr.

Tími rauða varalitsins

Nú fer tími rauðra vara að renna upp þegar niðurtalningin að jólum er byrjuð.
Hárauðar og vínrauðar varir voru áberandi á hausttískusýningarpöllunum en hér má sjá ofurfyrirsætuna Irina Shayk baksviðs hjá Ferrari.
Það er fátt sparilegra en varalitirnir frá Guerlain en umbúðirnar sjálfar eru listaverk og eilífðareign sem hægt er að velja útfrá smekk og stíl hvers og eins.

Heitt í hári

Til að framkalla fullkominn snúð eða þegar þú vilt taka hárið frá andlitinu eða hemja litlu barnahárin þá er gott að eiga „Styling Stick“.
Hold. me frá Design.me er frábært styling stick til að hemja litlu barnahárin eða þegar framkalla á fullkomnar greiðslur með hárið tekið frá andlitinu. Hagkaup, 3.224 kr.
Til að fá lyftingu í hárið mælum við með tvennskonar hárvörum sem gera gæfumuninn!
Puff.me er froða sem við mælum með að nota í hárið áður en það er blásið fyrir extra lyftingu. Hagkaup, 1.853 kr.
Puff.me Dry texture spray-ið gefur instant rokk og ról lyftingu í hárið, mælum 100% með. Hagkaup, 1.853 kr.

Gjafaöskjur í jólapakkann

Nú er tíminn til að gera góð kaup á fallegum gjafaöskjum fyrir jólin.
Shave It Off & Take It Off gjafaaskja inniheldur raksápu, andlitshreinsi og andlitskrem fyrir herra fyrir mýkri og heilbrigðari húð. Hagkaup, 5.643 kr.
Við elskum förðunarburstana og svampinn frá Real Tecniques og höfum notað þá síðan árið 2012! Frábær jólagjöf fyrir förðunaráhugafólkið! Hagkaup, 3.869 kr.
Nailberry naglalökkin eru í uppáhaldi hjá okkur og án 12 skaðlegustu efnanna, vegan, næra neglurnar og leyfa þeim að anda og hleypa í gegn raka og súrefni. Þau hafa hlotið hina kærkomnu vottun PETA og eru “cruelty free”. Hagkaup, 8.063 kr.
Hagkaup, 3.789 kr.
Hagkaup, 4.998 kr.
Age-Defying Essentials gjafaaskjan frá Kiehl´s inniheldur þrjár áhrifaríkar vörur sem vinna á öldrunareinkennum. Hagkaup, 14.514 kr.
Glæsilegt gjafasett frá Maybelline sem inniheldur Lash Sensational Sky High maskara og Lifter Gloss í litnum 02 Ice. Hagkaup, 2.982 kr.
Divine Eau de Parfum frá Jean Paul Gauliter 50ml og Bodylotion 75ml gjafasett. Hagkaup, 17.094 kr.
Hero EDT frá Burberry 100ml/Shower Gel 75ml/Penspray 10ml. Hagkaup, 15.320 kr.
Við elskum Goddess frá Burberry sem er ávanabindandi vanilluilmur! Hagkaup, 16.722 kr.
Boss-ilmirnir eru sívinsælir hjá körlunum. Boss Bottled gjafakassi inniheldur EDP 100ml, EDP 10ml og shower gel 100ml. Hagkaup, 16.933 kr.
Jóladagatölin eru mætt í verslun Hagkaups í Smáralind og þetta frá NYX er extra djúsí! Hagkaup, 15.720 kr.
Tax Free stendur yfir í Hagkaup Smáralind til 6. nóvember!
Jólalína Guerlain er einstaklega hátíðleg í ár og fæst í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr fegurð

Fegurð

Nýi ilmurinn hennar Kylie er kominn til landsins!

Fegurð

Dulúðleg og grípandi haustlína Chanel 2024

Fegurð

Förðunar­fræðingurinn okkar mælir með nýjum og spennandi snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Nýtt frá Chanel

Fegurð

Þetta er klippingin sem allar kúl stelpurnar verða með á næstunni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með frá MAC

Fegurð

Best í brúnku! Nýjar og ljómandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð

Sjóðheitir sumarilmir