Besta snyrtivara ársins?
Byrjum á vörunni sem var kveikjan að þessari grein: Brow Lift Lamination Gel frá Gosh. Þegar mæðgur slást um afnot af augabrúnageli, vitum við að snyrtivaran er eitthvað spes. Enda hefur hún verið valin vinsælust af áhrifavöldum og tilnefnd sem snyrtivara ársins í Danmörku. Gelið heldur augabrúnunum á þeim stað sem þær eru greiddar á, allan daginn og meira til. Í lokinu eru tvær greiður, sem gott er að nota til að þrýsta hárunum upp að húðinni, til að skapa svokallað laminerað lúkk, sem er svo vinsælt. Gelið var uppselt á tímabili en er mætt aftur í Hagkaup, Smáralind. (Komst að því þegar ég bætti á birgðarnar í gær!)
Augnskuggi á öðru leveli
RMS Beauty er þekkt fyrir náttúrulegar snyrtivörur en nýlega kom á markað ný formúla af kremuðum augnskuggum frá þeim sem eru ÓMÓTSTÆÐILEGIR. Það er bara erfitt að velja á milli litanna. (Ég keypti mér blaze um daginn!) Þeir haldast á allan liðlangan daginn. Ég mæli með því að tríta sjálfa sig með heimsókn í snyrtivöruverslunina Elira í Smáralind.
Lengri, þykkari og dekkri augnhár á nokkrum vikum (í alvöru!)
Þegar kona er búin að vera jafn lengi í bransanum og raun ber vitni þarf mikið til að snyrtivara standi uppúr. Allar reyna þær að selja manni að þær séu að fara breyta lífi manns og oft og tíðum vantar ekki stóru orðin. Augnháraserumið Grande Lash er ein þeirra snyrtivara sem gerir akkúrat það sem hún lofar. Augnhárin verða þykkari, dekkri og lengri á örfáum vikum. (Eini ókosturinn er að ef maður heldur sér ekki við efnið og notar serumið reglulega eftir fyrsta skammt, verða þau aumingjaleg aftur, allavega í mínu tilfelli. Áminning að bæta á lagerinn og taka upp þráðinn!)
Elira, 10.990 kr.
Trylltur maskari
Nýi maskarinn frá YSL, Lash Clash, gerir augnhárin kolsvört, megaþykk og uppbrett. Einn sá besti sem undirrituð hefur prófað!
"Náttúrulegar" augabrúnir
Lift & Snatch frá NYX er augabrúna"túss" sem fer ekki úr snyrtibuddunni minni eftir að ég kynntist honum. Svakalega auðvelt að teikna "hár" með honum, sem endist vel yfir daginn. Mæli 100% með! Aðdáendur Tik Tok eru sammála!
90´s súpermódel varir
Ég rakst fyrir rælni (eða eftir hálftíma brás!) á varablýantinn frá Lancôme í litnum Bronzelle sem er svo bara flottasti næntís-litur (og formúlan er geggjuð!) ever. Ef þú ert að leita að brúntóna varablýanti til að stækka varirnar í anda ofurfyrirsætna tíunda áratugarins, geturðu hætt að leita. Þú getur þakkað mér seinna!
Hinn fullkomni hversdagslitur?
Varalitur þarf að tikka í mörg box til að heilla mig. Nýju Contouring-varalitirnir frá Sensai eru kremaðir, semí mattir og koma í áfyllanlegum umbúðum sem er gott og blessað. Það er hinsvegar liturinn Reddish Nude sem fékk mig til að krýna hann sem minn fullkomna hversdagslit. Ekki of nude, ekki of brúnn, ekki of rauður né bleikur. Bara fullkominn!
Þreföld virkni
Það kemur ööörsjaldan fyrir að húðvara heilli mig við fyrstu ásetningu en nýja serumið frá Lancôme, Renergie H.F.C Triple Serum fékk mig (næstum!) til að vilja parkera farðanum. Serumið er byggt upp með þrefaldri formúlu sem vinnur á fínum línum, dökkum blettum og áferð húðarinnar. Hvet ykkur til að kynna ykkur fræðin og formúlurnar en so far, so gooood!
No makeup-makeup er praktískt lúkk í sumar og þá er nú gott að vera búin að finna húðvörur sem virka vel!
Djúsí varaformúla frá Dior
Dior kom nýverið á markað með Shine Addict-varaformúlu sem er fullkomin blanda af nærandi glossi og varalit. Formúlan er 90% náttúruleg og kemur í áfyllanlegum (og gordjöss!) hátískuumbúðum. Fær fullt hús stiga á þessum bæ!