Fara í efni

Build-A-Bear bangsaverksmiðja opnar í Smáralind

Fjölskyldan - 3. febrúar 2025

Hagkaup opnaði Build-A-Bear bangsaverksmiðju í verslun sinni í Smáralind á dögunum við mikinn fögnuð viðstaddra. Margt fólk lagði leið sína í Smáralind á laugardaginn enda hefur þetta konsept slegið í gegn víða um heim og spennan var greinilega mikil og eftirvæntingin leyndi sér ekki í augum barnanna.

Það var hann Kjartan Flosi, fimm ára sem aðstoðaði lukkudýr Build-A-Bear við að klippa á borðann og opna formlega verksmiðjuna og fékk í kjölfarið að vera fyrstur til að útbúa sinn eigin bangsa í Hagkaup Smáralind.
Í bangsaverksmiðju Build-A-Bear gefst viðskiptavinum tækifæri til þess að búa til sinn persónulega bangsa en mikið er lagt uppúr upplifun og því að skapa minningar sem endast út ævina.

,,Það var mikil spenna hjá viðstöddum sem voru mætt hér í Smáralind allt að klukkutíma áður en við opnuðum. Við erum virkilega þakklát fyrir viðbrögðin og þolinmæðina því viðskiptavinir lögðu á sig töluverða bið eftir því að komast að. Álagið varð að vísu svo mikið um tíma að áfyllingarvélin sem fyllir bangsana bilaði, við þurftum því að handfylla bangsana í smá stund og orsakaði það smá spennu á allan hópinn. Við þurftum aðeins að biðja viðskiptavini að hinkra meðan verið var að greina bilunina en allt gekk upp á endanum og við segjum fall er farar heill.” Segir Lilja Gísladóttir sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup.

Eftirvæntingin fyrir Build-A-Bear var svo sannarlega mikil en þegar starfsfólk Hagkaups opnaði kl.12:00 á sunnudag hafði myndast löng röð fyrir utan verslunina og þar varð annar stór og skemmtilegur bangsadagur í Smáralind.

Starfsfólk Build-A-Bear tilbúið í slaginn!
Hver bangsi fær sitt eigið hjarta.
Langar raðir mynduðust við opnun Build-A-Bear í Hagkaup Smáralind um helgina.
Hér er verið að búa til persónulegan bangsa fyrir börnin.
Bangsaverksmiðja Build-A-Bear verður áfram opin í samræmi við opnunartíma Hagkaups í Smáralind.

Meira úr fjölskyldan

Fjölskyldan

Stílistinn okkar fann gersemar á útsölu

Fjölskyldan

Hugmyndir að bóndadagsgjöf

Fjölskyldan

Tengsl milli ofvirkni í börnum og mataræðis

Fjölskyldan

Allt fyrir skemmtilega skólabyrjun

Fjölskyldan

Sumarmyndin sem allir hafa beðið eftir er komin í bíó

Fjölskyldan

Hugmyndir að mæðradags­gjöf 2024

Fjölskyldan

Bestu gjafa­hugmyndirnar fyrir fermingar­barnið

Fjölskyldan

Fermingar­kvöld Hagkaups