,,Það var mikil spenna hjá viðstöddum sem voru mætt hér í Smáralind allt að klukkutíma áður en við opnuðum. Við erum virkilega þakklát fyrir viðbrögðin og þolinmæðina því viðskiptavinir lögðu á sig töluverða bið eftir því að komast að. Álagið varð að vísu svo mikið um tíma að áfyllingarvélin sem fyllir bangsana bilaði, við þurftum því að handfylla bangsana í smá stund og orsakaði það smá spennu á allan hópinn. Við þurftum aðeins að biðja viðskiptavini að hinkra meðan verið var að greina bilunina en allt gekk upp á endanum og við segjum fall er farar heill.” Segir Lilja Gísladóttir sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup.
Eftirvæntingin fyrir Build-A-Bear var svo sannarlega mikil en þegar starfsfólk Hagkaups opnaði kl.12:00 á sunnudag hafði myndast löng röð fyrir utan verslunina og þar varð annar stór og skemmtilegur bangsadagur í Smáralind.
Bangsaverksmiðja Build-A-Bear verður áfram opin í samræmi við opnunartíma Hagkaups í Smáralind.