Fara í efni

Fermingartískan 2025 í Galleri 17

Fjölskyldan - 12. febrúar 2025

Galleri 17 hefur heldur betur haslað sér völl þegar fermingartískan er annars vegar og margar kynslóðir sem hafa fermst í fötum úr versluninni. Hér er fermingartískan úr Galleri 17 árið 2025.

Pelsar eru eitt stærsta trendið þessa dagana og smellpassa yfir fermingardressið!
Gazelle-skórnir frá Adidas í þessum bleika lit eru tilvaldir við fermingardressið og Diesel-taskan ekki af verri endanum!
Hér er flott dæmi um að fermingarfötin þurfa alls ekki að vera hefbundin jakkaföt. Hvítu strigaskórnir eru líklega vinsælasti fylgihluturinn hjá fermingarbörnunum í ár.
Flott úrval af fermingarjakkafötum úr Galleri 17.
Blúndukjólar, satínkjólar og pastellitir eru klassík þegar kemur að fermingarkjólunum.
Gróf stígvél eru kúl við hvítan blúndukjól.
Ljósmyndari @arnapetraphotography / Hár @birgittahair / Stílisering @sigurlaugstefans @jonbreki @atlisnr / Umsjón @iriseinarsd @ylfaaa @margret_steinthors
Fagur fermingarhópur dressuð í Galleri 17 frá toppi til táar @solrestaurant.is.
Töffaralegir fermingarstrákar, sjáið hvað leðurbomberjakkinn er smart.
Látlaus og náttúruleg fermingarförðun þar sem ljómandi húð, léttur kinnalitur og gloss er í aðalhlutverki. Förðunarvörurnar eru frá Gosh sem fást á viðráðanlegu verði í Hagkaup, Smáralind. Förðun eftir @saraeiriks.

Meira úr fjölskyldan

Fjölskyldan

Sparidress fyrir mömmurnar

Fjölskyldan

Tískugúrú gefa góð ráð fyrir fermingar­daginn

Fjölskyldan

Góð ráð stjörnustílista fyrir fermingar­veisluna

Fjölskyldan

Sætar skreytingar fyrir fermingar­veisluna

Fjölskyldan

Fermingar­tískan fyrir stráka 2025

Fjölskyldan

Fermingar­tískan fyrir stelpur 2025

Fjölskyldan

Stjörnustílisti skreytir fermingar­veisluborðið

Fjölskyldan

Bestu gjafa­hugmyndirnar fyrir fermingar­barnið