
Rómantískir blúndukjólar halda velli í fermingartískunni og perlur og pastellitir eru alltaf viðeigandi.
Myndir: Íris Dögg Einarsdóttir

Perlufylgihlutir eru enn hámóðins. Takið líka eftir því hversu falleg förðunin og hárgreiðslan er. Náttúrulegt og næs, ekkert eitís hárlakk hér!
Förðun og hár: Ingunn Sigurðardóttir og Viktoría Sól Birgisdóttir.
Klassískir jakkafatajakkar, gallabuxur og strigaskór eða Dr. Martens er klassískt kombó fyrir fermingardrengi.


Hér sést hversu vel allskyns skótau passar við litla, hvíta dressið. Nudelitaðir hælaskór, Dr. Martens og strigaskór.


Fylgihluturnir fullkomna svo útlitið á fermingardaginn!
Næntís taska frá Adax Copenhagen.