Fara í efni

Góð ráð stjörnustílista fyrir fermingar­veisluna

Fjölskyldan - 11. febrúar 2025

Stjörnustílistinn Þórunn Högna er föndrari og fagurkeri af guðs náð og okkur þykir einstaklega gott að geta leitað til hennar þegar okkur vantar hugmyndir fyrir veisluhöld. Hér eru nokkur skotheld ráð og hugmyndir frá henni fyrir fermingarveisluna.

Þórunn er dugleg að nota það sem hún á til heima þegar hún dekkar upp borð, sama hvert tilefnið er. „Ég nota gamlar glerkrukkur eins og djús- og pastasósuflöskur og tek miðana af og skreyti þær. Það er til dæmis hægt að binda borða utan um þær, spreyja í skemmtilegum lit, setja glimmer á og hvað sem er. Svo er bara að setja blóm ofan í eða kerti. Svo er ég mjög hrifin af því að nota gjafapappír á veisluborðið, það er ódýr og sniðug lausn en það er frábært úrval af gjafapappír í Søstrene Grene, Tiger, Hagkaup, Pennanum Eymundsson, A4 og H&M Home. Blúndan frá Confetti Sisters er líka alltaf vinsæl á fermingarborðið en hana er hægt að nálgast í Hagkaup í Smáralind. Einnig er ég dugleg við að blanda saman allskonar stærðum og gerðum af kertastjökum og nota mikið allskonar bakka og kökudiska sem ég á, en þeir koma einstaklega vel út á veisluborðinu, það getur verið flott að stafla tveimur saman upp á að fá hæðina,“ segir Þórunn.

Hér má sjá sæta uppröðun á kökudisk þar sem Þórunn hefur notað ýmislegt sem til er á heimilinu og hún hefur föndrað og skreytt.
Blöðruboginn og pappakúlurnar koma einstaklega vel út yfir veisluborðinu.
Blöðrur og blöðrubogar finnst mér alltaf töff og það getur bara verið skemmtileg stund með ferningabarninu að búa til blöðruboga fyrir stóra daginn. Ég mæli með blöðrum frá Confetti Sisters sem fást í Hagkaup, Smáralind.
Blöðrubogi, Hagkaup, 6.799 kr.
Fermingarkertið er annaðhvort hægt að skreyta sjálfur eða panta með áletrun en Þórunni finnst gaman að skreyta sjálf enda mikill föndrari og fagurkeri.
Litaþema getur verið allskonar og fermingarbarnið hefur oft sterka skoðun á því. Það er alltaf vinsælt hjá stelpunum að vera með eitthvað smá bleikt og grænt eða blátt hjá strákunum en svo eru jarðlitirnir að koma sterkir inn og gaman að blanda þeim saman með bæði hvítu og svörtu.
Blóm eru ómissandi í skreytingar, hvort sem það eru afskorin blóm eða gerviblóm en nú er til dæmis hægt að fá mjög falleg gerviblóm í Søstrene Grene, Tiger og Hagkaup.
Søstrene Grene, 664 kr.
Søstrene Grene, 748 kr.
Líf og list, 5.650 kr.
Líf og list, 6.950 kr.

Hægt er að kaupa servíettur með allskonar áletrun eða bara í því litaþema sem er í fermingunni, allt smekksatriði. Það er mjög fjölbreytt úrval af fallegum servíettum til í Søstrene Grene, Hagkaup, Tiger, A4, Pennanum Eymundsson og H&M Home í Smáralind.

DIY flöskur sem Þórunn spreyjaði en hún notar allskonar flöskur og form og blandar saman í borðskreytingarnar sínar sem koma ótrúlega vel út á veisluborðinu.
Matinn, smáréttina og kökurnar er allt hægt að græja í Hagkaup og 17 Sortir eru með svo mikið úrval af allskyns sætindum, makrónum sem hægt er að stimpla fermingadaginn og nafnið á fermingabarninu á, litlar og stórar bollakökur og jú auðvitað fermingakökuna.
Fermingarkaka sem Þórunn Högna bakaði og skreytti.
Veislubakki með 36 blönduðum marsipanbitum og toppum. Hagkaup, 8.999 kr.
24 bita bakki með 2 tegundum af taco. Hagkaup, 11.999 kr.
Subway býður einnig upp á veislubakka sem myndi líklega slá í gegn hjá flestum fermingarbörnum!

Veitingastaðurinn XO í Smáralind býður einnig upp á fjölbreytt úrval veislubakka og gæðamat á góðu verði.

Kjúklingaspjót 25 stk. Xo, 9.990 kr.
20 stk míní hamborgarar, XO, 10.490 kr.
60 stk beikonvafðar döðlur, XO, 9.490 kr.

Flottar hugmyndir frá Þórunni Högna

Meira úr fjölskyldan

Fjölskyldan

Sparidress fyrir mömmurnar

Fjölskyldan

Tískugúrú gefa góð ráð fyrir fermingar­daginn

Fjölskyldan

Fermingartískan 2025 í Galleri 17

Fjölskyldan

Sætar skreytingar fyrir fermingar­veisluna

Fjölskyldan

Fermingar­tískan fyrir stráka 2025

Fjölskyldan

Fermingar­tískan fyrir stelpur 2025

Fjölskyldan

Stjörnustílisti skreytir fermingar­veisluborðið

Fjölskyldan

Bestu gjafa­hugmyndirnar fyrir fermingar­barnið