Bestu stundirnar
Lýsum upp skammdegið
Spilakvöld
Gömlu, góðu borðspilin standa alltaf fyrir sínu. Ólsen Ólsen eða vist fyrir lengra komna. Frábært tilefni til að bjóða ömmum og öfum á spilakvöld fjölskyldunnar.
Bingó!
Gamla góða bingóið stendur alltaf fyrir sínu. Bingóstjórnandi er valinn, hann sér um að draga númer og tilkynna þau hátt og snjallt og setja þau á númeraspjaldið sitt. Leikmenn nota bingóflögur til þess að setja yfir tölu sem kölluð er upp. Sá leikmaður sem fyrstur nær 5 bingóflögum í röð kallar Bingó!
Skák og mát!
Skákin sameinar kynslóðir. Ungur nemur og gamall temur. Svo er bara eitthvað við það að draga til drottningu, riddara og hrók á voldugu taflborði og leika leik sem hefur verið til í næstum 1500 ár. Skák og mát!
Píla
Svo má fara í aðeins slakari gír, klæða sig í stuttermabol og joggingbuxur og æfa pílukast í stofunni, jafnvel með breska popptónlist sem undirspil. Bara muna að gæta fyllsta öryggis og að allir séu réttum megin þegar pílunni er kastað.
Brilljant borðspil
Skrafl er frábært orðaspil fyrir málfræðinörda og orðheppna tíu ára og eldri og hið klassíska Lúdó stendur alltaf fyrir sínu.
Til dundurs
Púsluspil eru hin fullkomna afþreying fyrir allan aldur því þau eru til í öllum stærðum og gerðum og með mismunandi erfiðleikastig. Þau þjálfa m.a einbeitingu, skerpa á athygli, fínhreyfingum og sjónminni.
Segjum sögur
Í stað þess að lesa bók fyrir háttinn má slökkva ljósin, kveikja á þessu vasaljósi og sjá hvernig ævintýrin birtast. Ævintýri sem allir þekkja: Rauðhetta, Þrír litlir grísir og Birnirnir þrír.
Bíó og popp
Bíóferð er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Enda er það allt önnur upplifun að sitja saman í niðamyrkri og upplifa litaflóð á skjánum, sjá hetjurnar sínar í sjöfaldri stærð og njóta tónlistar og tals í bestu gæðum.
Dans- og söngvamyndin Abbababb, eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var frumsýnd í haust og hefur notið mikilla vinsælda. Myndin er byggð á samnefndum söngleik eftir Dr. Gunna. Algjör lita- og gleðisprengja, tilvalin fyrir alla fjölskylduna.
Kalli káti krókódíll
Stórskemmtileg gamanmynd byggð á samnefndum metsölubókum um söngelska krókódílinn Kalla sem býr í New York.
Alan litli
Þegar foreldrar Alan skilja neyðist hann til að flytja í glænýjan bæ með föður sínum. Þar kynnist hann Helga sem er mikill áhugamaður um fljúgandi furðuhluti. Geimveran Margrét nauðlendir á leikvellinum hjá Alan og með þeim myndast mikil vinátta. Alan er staðráðin í að hjálpa Margréti að komast aftur til síns heima.
Listasmiðja í stofunni heima
Það má alltaf taka föndrið upp á næsta stig og gera borðstofuborðið að vinnustöð fyrir smáa jafnt sem stóra. Það er jafnvel hægt að vera með snemmbúið jólaföndur sem hægt er að gefa ömmum og öfum á aðventunni. Kannski ekki jólatónlist undir samt … ekki alveg strax. En hressandi ballöður virka vel með glimmeri og lími.
Kryddið í tilverunni
Svuntur í stíl gera nokkurn veginn það sama fyrir eldamennskuna og náttföt í stíl á jólunum, tilveran verður skemmtilegri!
Step Up-trappan frá Nofred styður við þroska barnins og gerir því kleift að taka þátt í daglegum athöfnum heimilisins óháð hæð eins og t.d matreiðlsu, bakstri og öðrum frágangi.
Og ef eitthvað klikkar...
Viggó er kominn í vetrarfrí. En það er mamma alls ekki. Hún hefur engan tíma til að leika við Viggó heldur vill bara vinna, sussa og skammast. Þá væru góð ráð dýr fyrir flesta krakka. En ekki fyrir Viggó!
Umfram allt njótum samverunnar og höfum gaman. Gleðilegt vetrarfrí!