
Heimaprjónað útlit einkennir barnafötin frá Lil’Atelier. Þessi galli er í uppáhaldi hjá okkur.


Handteiknuð mynstrin eru ómótstæðilega falleg og rómantísk.
Lil´Atelier
Hér má sjá meira úr línunni sem verður til sölu í Name it í Smáralind.

Hversu fallegur er þessi litli skokkur? Litapallettan öskrar haust.
Merkið verður fáanlegt í barnafataversluninni Name í Smáralind frá og með miðvikudeginum 28. október. (Einnig hægt að skoða og kaupa á Bestseller.is)
Náttúran spilar stóra rullu í línunni þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi í efnis- og litavali.