Okkur finnst jólafatatíska krakkanna í ár extra sæt. Kannski af því mörg dressin eru míníútgáfa af okkar.
Jólafatalína krakkanna í Zara sameinar allt sem við elskum við tískuna í kringum hátíðarnar. Rauði liturinn, pallíettur, blúndur og slaufur koma að sjálfsögðu við sögu.
Strákatískan er einnig mjög klassísk fyrir þennan árstíma. Stakir blazerjakkar, skyrta, bindi eða slaufa er eitthvað sem aldrei klikkar. Við verðum samt að segja eins og er að fallegar prjónapeysur eru einnig að heilla okkur. Jafnvel við flauelsbuxur í fallegum lit og strigaskó. Þægileg (en smart!) kósíjól-það er eitthvað!