Fara í efni

Sumarmyndin sem allir hafa beðið eftir er komin í bíó

Fjölskyldan - 7. ágúst 2024

Við lásum eina bók í sumarfríinu okkar og það var að sjálfsögðu hin ofurvinsæla It Ends With Us þar sem við gátum ekki annað en verið undirbúnar fyrir forsýningu myndarinnar sem beðið hefur verið eftir í ofvæni. Við skulum bara segja að hún olli okkur ekki vonbrigðum. 

Blómarósin Blake

Blake Lively hefur verið dugleg að nota þema persónunnar í myndinni, Lily Bloom blómasala, sem innblástur þegar hún hefur verið að koma fram til að kynna myndina upp á síðkastið. Hún er þekkt fyrir að vera sinn eigin stílisti og ekki hrædd við að nota liti, mynstur og glingur til að skreyta sig. Svo er hún alger aðdáandi y2k-stílsins enda fædd árið 1987.
Skærbleikt sett frá Dauphinette.
Geggjað Versace-númer þar sem nærfötin eru til sýnis og glitrandi toppurinn fær að njóta sín.
Litríkt leður og blómamynstur í forgrunni hér.
Hlýralaus og heitur Oscar de la Renta.
Blómamynstur frá toppi til táar og blómataska frá Chanel.
Þessar blómabuxur frá Valentino kosta rúmlega 2.6 milljónir, nota bene.
Chanel númer í þemanu.
Blake klæddist svörtum og seiðandi kjól þegar hún kynnti myndina með mótleikara sínum á dögunum.
Annar regnbogalitaður kjóll með fjöðrum frá Dauphinette.

Hér er hægt að vinna miða á It Ends With us, fylgdu Smáralind endilega á Instagram!

Blake og Britney

Blake valdi Versace-kjól sem Britney Spears klæddist árið 2002 fyrir frumsýningu á It Ends With Us en hún þakkaði Britney fyrir að vera fyrirmynd sterkra kvenna sem þora að segja sögu sína og sagði hana hafa haft mikil áhrif á sig þegar hún var að alast upp. „Hún er alger drottning sem fékk okkur til að vilja skína skært og skrifa og deila sögunum okkar. Við sem erum af minni kynslóð eigum öll okkar sögu, augnablik eða ár sem þú gafst okkur innblástur með styrk þínum og gleði og gríðarlegum dugnaði. Þakka þér fyrir framlag þitt til kvenna og fyrir að segja sögu þína. Er svo spennt fyrir ævisögu þinni og öllu sem er framundan hjá þér, “sagði Blake á samfélagsmiðlum.
Blake Lively í Versace á frumsýningu It Ends With Us.
Britney Spears í sama kjól árið 2002.

Bakvið tjöldin

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru bakvið tjöldin við gerð It Ends With Us.
Justin Baldoni leikur eitt af aðalhlutverkunum og leikstýrir myndinni.
Kemistrían á milli Blake og Justin er áþreyfanleg.
Við upptökur á karókíatriði.
Blake Lively og leikkonan Jenny Slate, sem leikur bestu vinkonu Lily í myndinni.
Brandon Sklenar og Blake við upptökur.
Justin Baldoni og Colleen Hoover, rithöfundur It Ends With Us.
Stjarna Blake Lively skín skært í myndinni.
Hann er nú ekkert mjög ófríður hann Justin.

Hér er hægt að kaupa miða á myndina.

Við mælum heilshugar með bíódeiti á It Ends With Us í Smárabíói!

Meira úr fjölskyldan

Fjölskyldan

Tengsl milli ofvirkni í börnum og mataræðis

Fjölskyldan

Allt fyrir skemmtilega skólabyrjun

Fjölskyldan

Hugmyndir að mæðradags­gjöf 2024

Fjölskyldan

Bestu gjafa­hugmyndirnar fyrir fermingar­barnið

Fjölskyldan

Fermingar­kvöld Hagkaups

Fjölskyldan

Stjörnustílisti skreytir fermingar­veisluborðið

Fjölskyldan

Hugmyndir að bóndadags­gjöfum

Fjölskyldan

Jólagjafir fyrir börn og unglinga undir 5.000 kr.