Það er ekki verra að hafa veðurguðina með sér í liði en það má komast langt með Pikknikk körfu og notalega ábreiðu.
Fullkomin pikknikk karfa fyrir ferðalög. Hægt er að brjóta hana saman þegar hún er ekki í notkun.
Bastkörfur eru alltaf klassískar með endalaus notagildi - og þarf ekkert sumar til þess.
Það er ástæðulaust að fara með fínu teppin í stofunni út. Lautarteppi með vatnsfráhrindandi baki og geymslupoka með rennilás er málið. Auðvelt að brjóta saman og rúlla upp.
Notalegar ábreiður/teppi setja punktinn yfir i-ið ekki bara á íslenskum sumarkvöldum heldur allan ársins hring. Öll viljum við örlítið meiri hlýindi.
Borðbúnaðarlína frá Kartell. Hönnuð úr plasti. Tilvalin í lautarferðina, húsbílinn, hjólhýsið, sumarbústaðinn, á veröndina og alls staðar þar sem ungir og/eða eldri eru að leik.
Kampavín, djús eða gosdrykkur?
Stílhrein kampavínsglös gerð úr akrýlplasti. Þola ferð, flug og allmargar skálar.
Oyoy kökustandur - Dúka - Smáralind
Elvira viskastykkin eru úr 100% lífrænni bómull sem draga vel í sig bleytu.
Svo má ekki gleyma því að hafa gaman og safna skemmtilegum minningum.