Fara í efni

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun - 19. september 2024

Það er fátt sem toppar góðan nætursvefn - og þar á ekki bara val á vönduðu rúmi vinninginn. Hér eru leynitips stílistans að svefnherbergi sem lítur út eins og ljúfur draumur.

Löngun í jarðtengingu

Að velja róandi jarðliti í svefnrými, er ákveðin löngun til að tengjast náttúrunni. Hér er tilvalið að blanda saman græntóna rúmfötum með mjúkum púðum. Viðarhúsgögn og fylgihlutir í brúnu eða appelsínugulu, setja rétta tóninn - sem og lifandi grænblöðungar.

Bómullarver frá Home & You - 9.990 kr.
Röndótt sængurver frá HAY. Penninn Eymundsson - 14.999 kr.
Sængurföt úr 100% Jaquardofinni bómull. Líf og list - 15.320 kr.
Náttborð er alfa og omega svefnherbergisins. Passið að náttborðið sé í sömu hæð og rúmið, svo auðveldara sé að leggja hluti frá sér og snooza vekjaraklukkuna er hún hringir.

Náttborð er alfa og omega svefnherbergisins. Passið að náttborðið sé í sömu hæð og rúmið, svo auðveldara sé að leggja hluti frá sér og snooza vekjaraklukkuna.

@trævarer.dk
Smart náttborð í ljósum við, gefur rólegt yfirbragð í svefnherbergið.
@Jensen-beds

Fágun fer aldrei úr tísku

Það snýst ekki allt um djarfa liti þegar við viljum gera huggulegt í kringum okkur. Margir kjósa meiri einfaldleika í svefnherbergið og þá er tilvalið að hjúfra sig í kringum ljósa, þykka kodda með fínlegu mynstri. Hér skiptir lýsingin einnig miklu máli og hana ber að velja vel.

Hversu friðsælt! Þeir hjá Auping, vita hvernig góður nætursvefn fæst - en Epal er endursöluaðili Auping hér á landi.

Það skapar ákveðna ró að velja rúmteppi í stíl við sængurverin. Nema þú veljir teppi í dökkum lit eða með mynstri, þar sem teppið verður skrautlegur þáttur í heildarútlitinu.

Úr haustlínu H&M Home.
Úr haustlínu H&M Home.
Úr haustlínu H&M Home.

Stílhreint og lekkert hjá H&M Home. Takið eftir ljósa viðarpanelinum á veggnum og sængurverunum sem bíða eftir að faðma mann að sér inn í nóttina. Gólfmottan og plantan setja svo punktinn yfir i-ið.

Góð lýsing er mikilvæg, þó að svefnrýmið eigi ekki að ljóma allan sólarhringinn. Fallegt loftljós skiptir höfuðmáli sem og náttlampar. Passið að lýsingin sé mjúk og hlý, til að viðhalda rólegu og notalegu andrúmslofti.

Flowerpot lampinn er klassísk hönnun frá Verner Panton.
Lampinn, VP3, er gullfallegur á náttborðið.
Flowerpot kom nýverið í nýrri útgáfu sem veggljós, sem hentar fullkomlega fyrir svefnherbergið. Flowerpot ljósin fást í Epal.
Úr svefnherbergislínu Ferm Living, sem ávallt er með puttann á púlsinum.
Fallegar krukkur frá Ferm Living sem innihalda ilmkerti.
Fatastandur er hentugur í herbergi þar sem skápapláss er af skornum skammti. Þessi er frá Ferm Living.

Aukahlutir eiga sitt hlutverk

Við verjum það miklum tíma í svefnherberginu, þó iðulega með lokuð augun - en það er engin afsökun til að gera herbergið ekki notalegt. Reyndu að halda góðri röð og reglu í herberginu, hvað varðar aukahluti - sem oftar en ekki gera herbergið eins kósí og við viljum hafa það.

@Garant
@Georg Jensen

Gardínur eru mikilvægur þáttur í svefnherberginu, þá ekki aðeins til að loka af dagsbirtuna - heldur skapa þær huggulegt andrúmsloft og sannkallaða hótelstemningu sem margir sækjast eftir.

Járn herðatré fyrir fínar flíkur. Søstrene Grene - 324 kr.
Skartgripaskrín með glerloki. Søstrene Grene - 1.660 kr.
Vekjaraklukka frá Karlsson. Líf og list - 10.840 kr.
Hliðarborð úr eik, 40 cm. Søstrene Grene - 13.680 kr.
Hringspegill, 70 cm. Søstrene Grene - 8.140 kr.

Þeir sem kjósa dramatík í svefnherbergið, ættu að horfa á liti sem minna á litríka gimsteina - stóra spegla og ögrandi listaverk. Og fyrir þá sem vilja ganga skrefinu lengra, þá er „metallic“-áferð alltaf að fara bæta við glamúrinn.

DOTS snagarnir frá Muuto eru vinsælir í hvaða rými sem er og fást í ótal litum í Epal.
@Georg Jensen Damask
@Georg Jensen Damask

Þeir sem hafa prófað rúmfötin frá Georg Jensen Damask - vita hvað þeir vilja. Það er draumi líkast að sofa undir sængurverunum sem finnast í ýmsum litum og stærðum. 

Hvað er betra en lavender angan í svefnherberginu. Penninn Eymundsson - 5.899 kr.
Ilmkerti frá Skandinavisk. Epal - 3.300 kr.
Kerti með angan af myntulaufum og basil. Home & You - 3.090 kr.
@Auping

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home

Heimili & hönnun

Heimilistrend á góðum díl

Heimili & hönnun

Stílistinn mælir með þessu á pallinn í sumar

Heimili & hönnun

Gjafa­hugmyndir fyrir útskriftar­nemann

Heimili & hönnun

Persónuleg ráð frá reyndum innanhúss stílista