Eva Ruža
„Börnin mín eru að fara að fermast í ár og ég sýndi þeim myndirnar úr fermingunni minni og sagði að ég væri að stefna á svipað lúkk með þau,“ segir Eva og skellir upp úr.
„Fermingardagurinn: Dagurinn þar sem ég reyndi greinilega að púlla Amy Winehouse hárgreiðslu - með skrauti. Amy Winehouse var reyndar ekki komin á kortið þá en ég gæti trúað að hún hafi mögulega rekist á fermingarmyndirnar mínar og fengið innblástur. Mig langar líka til að benda á fallega klippta toppinn sem liggur yfir ennið. Það loftaði vel um ennið þar sem ég vildi bara þunnan „topp“ - og perluspennu sem hélt aðeins toppnum til hliðar. Það er í raun magnað að skoða alla nákvæmnina sem var lögð í greiðsluna. Svo mikið búið að nostra við mig þarna,“ segir Eva Ruža um fermingarmyndina af sér.
Linda Ben
„Það hefur mikið breyst síðan ég fermdist enda komin „örfá“ ár síðan og ég þroskast mikið, en það sem ég rek augun í þegar ég pæli í outfittinu mínu er að ég hef greinilega áttað mig snemma á stílnum mínum. Það var mikið um hvíta blúndukjóla í tísku þegar ég fermdist. Ég fílaði það ekki svo ég leitaði uppi mest einfalda „beige“ litaða kjólinn, sem ég fann í SMASH - af öllum búðum. Ég fílaði kjólinn mjög vel þá og ég geri það enn. Alveg klassískur, ekta Lindu Ben kjóll og ég myndi örugglega klæðast honum aftur í dag ætti ég hann.“
Það er ekki annað að heyra en að Linda sé sátt.
„Ég var alveg ágætlega ánægð með fermingarmyndirnar, eins ánægð og 13 ára unglingar geta verið með myndirnar af sér held ég bara. Það er reyndar ólíkt mér að vera ekki meira brosandi en ég var mjög meðvituð um spangirnar sem ég var nýkomin með á þessum tíma og vildi ekki sýna þær á myndunum. Þessi mynd var að minnsta kosti inn í stofu á æskuheimilinu mínu og leyfði ég henni alveg að vera þar.“
Ég fílaði kjólinn mjög vel þá og ég geri það enn. Alveg klassískur, ekta Lindu Ben kjóll og ég myndi örugglega klæðast honum aftur í dag ef ég ætti hann.
Vilhelm Anton Jónsson
Þegar fermingarmyndirnar komu aftur frá Palla ljósmyndara, var ég með svo krumpað enni á þeim öllum, sem þótti víst ekki töff, að ég þurfti að fara aftur í myndatöku.
Birgir Steinn Stefánsson
Ég fermdist í Digranesskirkju árið 2006. Veislan var síðan haldin á Kaffi Reykjavík. Ég man að Hildur Vala og Jón Ólafs tóku lagið og mér fannst það geggjað.
Ragnhildur Þórðardóttir
Kjóllinn var saumaður af ömmu minni, Ingibjörgu Þórðardóttur. Amma var stórkostlega hæfileikarík í saumaskap.
Ég var með frunsu þennan dag sem var auðvitað heimsendir fyrir óörugga 14 ára unglingsstúlku. Svo ég juðaði á mig þykku lagi af varalit til að fela þennan ófögnuð,“ segir Ragga þegar hún virðir fyrir sér fermingarmyndina af sjálfri sér. „Kjóllinn var saumaður af ömmu minni, Ingibjörgu Þórðardóttur. Þetta var hnésíður, beinhvítur satínkjóll með blúnduermum og ég valdi sjálf efnið og lét ömmu vita hvernig hann ætti að vera í sniðinu. Amma var stórkostlega hæfileikarík í saumaskap.“
Ragga segir fermingardaginn hafa verið sólríkan og fagran pálmasunnudag. „Veislan var haldin heima hjá okkur í einbýlishúsi í Fossvoginum. Man ekki alveg eftir veitingunum, svo ég var greinilega ekki sami matarperrinn þá og ég er í dag. Það var spiluð félagsvist og riggað upp fullt af briddsborðum á neðri hæðinni fyrir gestina sem í minningunni voru alveg ótrúlega margir.“
Og ekki skemmdu fermingargjafirnar fyrir. „Ég fékk steríógræjur frá ömmu og afa og heilan hest frá foreldrunum, en framinn sem knapi tók snöggan endi þremur árum síðar þegar ævintýri unglingsáranna í borg óttans urðu mikilvægari en að ríða út á hrossi í Víðidalnum,“ lýsir Ragga og kímir.
„Ég fékk ekki mikinn pening í gjafir, en þeim mun meira af skrautskriftarpennum, ljóðabókum, skartgripum og fleira sem ég notaði skömmustulega aldrei.“
Snjólaug Lúðvíksdóttir
Nei, svona hárgreiðslur voru ekki í tísku. Stelpur fermdust með slöngulokka en mér fannst geggjað að vera með heyböggla, vöfflur, fléttur og slaufur á hausnum!
María Birta Bjarnadóttir
Ég gæti ekki verið ánægðari með myndirnar mínar. Pabbi tók þær af mér í kirkjunni rétt eftir ferminguna.
Úlfar Viktor Björnsson
Ég man að ljósmyndarinn bað mig um að ímynda mér að ég væri í Dressmann-auglýsingu og þetta var útkoman.
„Hárprúður og með hettustrípur. Ég man að ljósmyndarinn bað mig um að ímynda mér að ég væri í Dressmann-auglýsingu og þetta var útkoman. Ætli ég hafi ekki fengið þessi hræðilegu jakkaföt að láni frá pabba mínum. Ég fékk einhverja pílu í hausinn um að vera í hvítum jakkafötum en móðir mín sló það út af borðinu - mér til mikillar ánægju í dag.
En þetta bindi... ég held að ég myndi ekki láta sjá mig með bindi í dag þótt ég fengi borgað fyrir það. En þessi strákur á þessari mynd var pikkfastur inni í skápnum og skíthræddur við að takast á við raunveruleikann og það sem mig langar mest að gera er að knúsa hann og segja að þetta verði allt í lagi,“ segir Úlfar.
Myndi hann breyta einhverju ef hann væri að fara að fermast í dag?
„Já, ýmsu. Fyrir það fyrsta myndi ég persónulega ekki láta ferma mig í dag. Ég myndi ekki fá mér þessar hettustrípur og þessi teinóttu jakkaföt og þetta bindi kæmi alls ekki til greina. Í dag færi ég í Kölska og myndi láta þá drengi sérsníða á mig falleg jakkaföt í einhverjum fallegum litatónum.
Á þessum tíma fannst mér ég samt flottastur og það er kannski það eina sem skiptir máli þegar uppi er staðið. Ég man hvað ég var sáttur við myndirnar mínar og í dag sé ég bara eitthvað krútt í fötum sem „klæddust hann“, frekar en í fötum sem hann klæddist. Ef þú skilur hvað ég meina.“
Guðmundur Birkir Pálmason
Ég verð bara að segja það að ég er bara nokkuð sáttur með lúkkið. Það hafa verið stærri tískuslys en þetta á fermingarmyndum landans!
Ólafur Egill Egilsson
Síðan datt einhverjum í hug að þegar við fermingarárgangurinn gengjum inn Hallgrímskirkjugólfið væri sniðugt að raða hópnum eftir stærð, minnstir fyrst, svo ég þurfti að ganga fyrstur inn, og mér fannst allir stara á þennan litla sminkaða bólugrís!