Bomber jakki
Tískugúrúar heimsins virðast á einu máli um það að bomber-jakkinn sé kominn aftur og heitari sem aldrei fyrr! Mörg stærstu tískuhús heims á borð við Prada, Givenchy og Isabel Marant sendu töffaralegar útgáfur af stílnum niður tískusýningarpallinn. Við á HÉR ER fögnum þessu klæðilega trendi.
Steldu stílnum
Næntís mínimalismi
Svo virðist sem besti parturinn af næntís-tískunni sé að fá sinn tíma í sviðsljósinu. Áreynslulaus stíll í anda Gwyneth Paltrow á tíunda áratugnum er málið. Mikið sem það gleður þær okkar sem voru næntís-unglingar og fylgdust með í fyrsta sinn sem stíllinn var að trenda. Það jafnast fátt á við góða nostalgíu.
Steldu stílnum af Gwyneth Paltrow
Áreynslulaus stíll í anda Gwyneth Paltrow á tíunda áratugnum er að trenda. Það jafnast ekkert á við góða nostalgíu!
Steldu stílnum
Mótorhjólastíll
Leðuræði ríkir og jakkar, pils, buxur og stígvél í mótorhjólastíl koma sterk inn með haustinu.
Steldu stílnum
Mótorhjólastígvél
Steldu stílnum
XL
Vinsældir blazera í yfirstærð eru aldeilis ekki að dvína og ekki kvörtum við enda fátt einfaldara til að framkalla kúlfaktor á núlleinni.
Steldu stílnum
Litasprengja
Þeir sem eru ekki að fíla mínimalismann og vilja eitthvað örlítið hressara eiga úr nægu að velja í hausttískunni því svo virðist sem allir heimsins litir hafi fengið að skína á pöllunum.
Steldu stílnum
Steldu stílnum
Glimmer, gleði og glans
Við tengjum glimmer og pallíettur gjarnan við jól og áramót en það má gjarnan leika sér með meira glimmer og gleði restina af árinu. Miuccia Prada styður það að minnsta kosti þessa árstíðina en hún sendi glitrandi stíla niður pallinn bæði fyrir Prada og Miu Miu.
Steldu stílnum
Dýrlegt eðli
Tígrísdýra, hlébarða, snákaskinns, sebra. Öll dýramynstrin verða vinsæl enn á ný í haust.
Steldu stílnum
Síðpils
Ein af lykilflíkunum í fataskápnum í haust verða síðpils, þið heyrðuð það hér!
Steldu stílnum
Working Girl
Það voru ófá tískuhúsin sem sendu tilvalin Girl Boss-dress niður pallinn í haust. Klæðskerasniðnar dragtir, fallegar skyrtur, geggjaðar kápur og jafnvel bindi til að toppa lúkkið.