Pæjulegir pelsar
Ef við ættum að giska myndum við segja að um 80% kvenna sem tóku þátt í tískuviku í New York hafi klæðst pels og virðast vinsældirnar alls ekkert vera að gefa eftir eftir sterka innkomu síðasta haust.
Dýrðlegt dýramynstur
Það er ekkert verið að gera upp á milli dýranna í skóginum þegar kemur að mynstrum þegar nýjasta tískan er skoðuð. Hvort sem það er sebra, slanga, krókódíll eða hlébarði, þá er það sjóðheitt trend.
Lokkandi litasamsetningar
Gulur og grár, vínrauður og ljósblár, lillablár og brúnn...nefndu það, við sáum ótreljandi fallegar og frumlegar litasamsetningar á tískuvikunni í New York.
Bráluð belti
Við sáum þetta líka í Kaupmannahöfn, belti eru með þvílíka endurkomu og spennandi stílisering er að skjóta upp kollinum þar sem mörg ólík belti eru notuð á sama tíma, helst yfir blazera eða kápu. Eins erum við að sjá buxur með tveimur röðum fyrir belti og mjög þykk mittis- og mjaðmabelti í anda aldamótatískunnar.
Heit hárbönd
Það verða allir og amma þeirra með svona hárbönd á næstunni, þið lásuð það hér!
Djúsí drengjakollur
Hér er heitasta hártískan, minnir okkur óneitanlega á Lindu Evangelistu á tíunda áratugnum. Elskum!
Truflaðar tuðrur
Nú koma töskurnar í XL! Tískuprik í kladdann fyrir þau sem skella henni undir handarkrikann!