Fara í efni

Trendin sem við viljum tileinka okkur frá tískuviku í New York

Tíska - 13. febrúar 2025

Þau eru sko fjölmörg trendin sem við spottuðum á tískuviku í New York sem við erum spenntar fyrir. Hér eru nýjustu tískustraumarnir beint í æð.

Hér sjáum við tvö mjög stór trend, „stud“-ana sem við sjáum á töskum og skóm og stóru „vintage“ lokkana sem Yves Saint Laurent kynnti meðal annars til sögunnar nýlega. Nú er um að gera að fá að kíkja í skartgripaskrínið hjá mömmu eða ömmu!
Zara, 6.995 kr.
Skór, Zara, 8.995 kr.

Pæjulegir pelsar

Ef við ættum að giska myndum við segja að um 80% kvenna sem tóku þátt í tískuviku í New York hafi klæðst pels og virðast vinsældirnar alls ekkert vera að gefa eftir eftir sterka innkomu síðasta haust.
Zara, 19.995 kr.
Weekday, Smáralind.
Zara, 8.995 kr.

Dýrðlegt dýramynstur

Það er ekkert verið að gera upp á milli dýranna í skóginum þegar kemur að mynstrum þegar nýjasta tískan er skoðuð. Hvort sem það er sebra, slanga, krókódíll eða hlébarði, þá er það sjóðheitt trend.
GS Skór, 34.995 kr.
Gina Tricot, 5.595 kr.
Zara, 9.995 kr.
Zara, 5.995 kr.
Karakter, 7.995 kr.
GS Skór, 52.995 kr.
Lindex, 7.299 kr.
Kaupfélagið, 24.995 kr.

Lokkandi litasamsetningar

Gulur og grár, vínrauður og ljósblár, lillablár og brúnn...nefndu það, við sáum ótreljandi fallegar og frumlegar litasamsetningar á tískuvikunni í New York.

Vænlegur vafningur

Önnur hver tískudíva er með peysu yfir öxlunum þessa dagana.
Áberandi armbönd í þessum anda eru eitt heitasta trendið þessi misserin.

Bráluð belti

Við sáum þetta líka í Kaupmannahöfn, belti eru með þvílíka endurkomu og spennandi stílisering er að skjóta upp kollinum þar sem mörg ólík belti eru notuð á sama tíma, helst yfir blazera eða kápu. Eins erum við að sjá buxur með tveimur röðum fyrir belti og mjög þykk mittis- og mjaðmabelti í anda aldamótatískunnar.
Eitt stærsta beltatrendið þessa dagana er að nota mörg mismunandi belti saman, sérstaklega yfir kápur eða blazera eins og sést hér.

Heit hárbönd

Það verða allir og amma þeirra með svona hárbönd á næstunni, þið lásuð það hér!
Blazerar og kápur með stundarglasasniði þar sem mittið er ýkt er mál málanna í dag.
Zara, 29.995 kr.

Djúsí drengjakollur

Hér er heitasta hártískan, minnir okkur óneitanlega á Lindu Evangelistu á tíunda áratugnum. Elskum!
Moonboots á tískuviku í New York en þau fást í Mathilda í Smáralind.
Moonboots, Mathilda, 49.990 kr.

Truflaðar tuðrur

Nú koma töskurnar í XL! Tískuprik í kladdann fyrir þau sem skella henni undir handarkrikann!
Gina Tricot, 9.195 kr.
Lindex, 18.999 kr.
Marni, Mathilda, 69.990 kr.
Zara, 7.995 kr.
Sokkabuxur í lit eru að koma sterkar inn hjá tískukrádinu.

Meira úr tísku

Tíska

Kíkt í pokann hjá Patreki Jaime

Tíska

Hátískan í París

Tíska

Götutískan í Köben

Tíska

Kíkt í pokann hjá Sölku Sól

Tíska

Flottustu karlarnir á tískuviku

Tíska

100 hugmyndir að flottu vinnudressi

Tíska

Loksins fær persónulegur og líflegur stíll að njóta sín

Tíska

Stílistinn okkar er með augastað á þessu á útsölu í ZARA