Fara í efni

Þessi trend voru út um allt á tískuviku í París

Tíska - 11. mars 2025

Það er fátt skemmtilegra en að fylgjast með stílstjörnunum á tískuviku í París, þar sem klassíkin mætir nútímanum og nýjustu straumar fæðast. Hvort sem það er á tískusýningarpöllunum eða götum borgarinnar, þá er París óþrjótandi uppspretta innblásturs – fullkomið tækifæri til að fá nýjar hugmyndir og leika sér með eigin stíl!

HÉRER heldur áfram að fjalla um nýjustu tísku beint frá tískuvikunum á meginlandinu en hér eru nokkur trend frá París sem voru áberandi og heilluðu okkur.

Smjörgulur og fölbleikur

Það er engum blöðum um það að fletta að pastellitirnir koma sterkir inn með hækkandi sól en tveir verða einstaklega áberandi á næstu misserum; smjörgulur og fölbleikur.
Zara, 15.995 kr.
Gina Tricot, 9.195 kr.
Gina Tricot, 5.595 kr.
Mathilda, 26.990 kr.
Selected, 16.990 kr.
Selected, 10.990 kr.

Kjút klútar

Hálsklútar eru með massívt kombakk þessi dægrin og stílstjörnurnar leika sér með þennan fylgihlut á skemmtilegan hátt. Nú er gamli, góði hálsklúturinn ekki eingöngu notaður á klassískan hátt um hálsinn heldur líka fléttaður í hárið, yfir höfuðið, sem skraut á handtöskunni eða utan um mittið.
Boss, Mathilda, 19.990 kr.
Vila, 1.495 kr.
Zara, 2.995 kr.
Anine Bing, Mathilda, 26.990 kr.
Lindex, 3.599 kr.
Ralph Lauren, Mathilda, 12.990 kr.
By Malene Birger, Karakter, 17.995 kr.

Beltabrjálæði

Nú fá belti heldur betur sinn tíma í sviðsljósinu þar sem þeim er skellt yfir allt og ekkert og jafnvel nokkur pöruð saman í einu. Belti yfir blazera, kápur og kjóla undirstrika mittið á fallegan hátt og gerir heilmikið fyrir heildarlúkkið.
Zara, 11.995 kr.
Zara, 7.995 kr.
Galleri 17, 19.995 kr.
Lauren Ralph Lauren, Mathilda, 22.990 kr.

Höfuðföt

Hattar eru einn ferskasti fylgihluturinn á tískukrádinu þessa tíðina.

Ílangar töskur

Svokallaðar „east west“-töskur eða ílangar í anda Alaïa eru heitustu týpurnar í dag og allir og amma þeirra senda frá sér útgáfur með þessu sniði.
Galleri 17, 22.995 kr.
Zara, 7.995 kr.
Gina Tricot, 7.395 kr.

Ljóst og lekkert

Það voru ófá átfittin á tískuviku sem gáfu okkur innblástur fyrir fataskáp vorsins því með hækkandi sól sækjumst við óneitanlega í ljósari og léttari klæðnað.
Zara, 7.995 kr.
Selected, 16.990 kr.
Mathilda, 39.990 kr.
Kaupfélagið, 44.995 kr.
Miu Miu, Optical Studio, 84.200 kr.
Kaupfélagið, 21.995 kr.
Boss, Mathilda, 64.990 kr.
Vero Moda, 10.990 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Steldu stílnum af smörtustu konum heims á tískuviku í París

Tíska

Val stílista á Tilboðsvöku í Smáralind

Tíska

Trendin sem við viljum tileinka okkur frá tískuviku í New York

Tíska

Kíkt í pokann hjá Patreki Jaime

Tíska

Hátískan í París

Tíska

Götutískan í Köben

Tíska

Kíkt í pokann hjá Sölku Sól

Tíska

Flottustu karlarnir á tískuviku