„Barn jacket“
Seint á 19. öldinni í Frakklandi sáum við fyrst svokallaða barn jacket sem voru fyrst og fremst hugsaðir sem slitsterkur vinnufatnaður og hannaður með þarfir verkamanna og sveitafólks í huga, sem þoldi bæði álag og erfiðisvinnu. En þessi praktík lagði grunninn að sígildum stíl sem má kalla klassík í dag og er heldur betur að trenda hjá tískukrádinu á meginlandinu.
Sportlegir anorakkar
Frá ísilögðum víðáttum norðurslóða til iðandi stórborga - anorakkurinn hefur sannarlega átt sér ótrúlega vegferð. Þetta er meira en bara jakki; bakvið hönnunina er saga um harðgerða lifnaðarhætti, nýsköpun og tískubyltingu. Upphaflega var anorakkurinn hannaður af Inúítum til að verjast grimmilegu veðri en hefur þróast yfir í ómissandi fatnað í nútímafataskápum og varð meira að segja partur af herbúningi ýmissa þjóða. Stílstjörnurnar hafa tekið anorakkinn opnum örmum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Bomber
„Bomber-jakkinn“ eins og við þekkjum hann í dag, var upphaflega kallaður flugjakki og var hannaður af fatahönnunarnefnd bandaríska flughersins árið 1917. Markmiðið var að halda flugmönnum fyrri heimsstyrjaldar hlýjum í óeinangruðum, opinberum stjórnklefum fyrstu orustuþotanna. Bomberinn góði er nú heldur betur búinn að stimpla sig inn í fataskáp tískusinnaðra einstaklinga víða um heim.
Stundarglas
Nú eru kápur sem teknar eru saman í mittið og með ýktu sniði yfir mjaðmirnar vinsælar sem framkallar kynþokkafullt stundarglasaform á þeim sem klæðist þeim. Eins eru kápur og blazerar í yfirstærð gjarnan teknir saman í mittið með einu ef ekki fleiri beltum til að undirstrika mittið.
Rykfrakkar og leðurkápur
Rykfrakkinn er skyldueign í fataskáp hverrar konu en leðurkápa gefur hvaða átfitti sem er ákveðinn kúl faktor.
XL
Blazerar og kápur í yfirstærð eru ekki á förum í bráð.
Innblástur
Hér eru þær tískudrottningar sem heilluðu okkur hvað mest á götum Parísarborgar á nýafstaðinni tískuviku.