Fara í efni

Topp trend hjá skandi­navískum áhrifavöldum

Tíska - 12. júní 2024

Við vorum að koma frá Stokkhólmi, sem mætti vel segja að væri höfuðborg tískutrendanna þegar norðurlöndin eru annars vegar. Hér eru helstu trendin sem skandinavískir áhrifavaldar eru að fíla um þessar mundir, sem við getum vel hugsað okkur að tileinka okkur. Áreynslulaust og smart eru kjörorðin!

Rauðir skór

Norrænar tískudívur eru kannski ekki þekktar fyrir litagleði svona almennt en upp á síðkastið hefur rauði liturinn verið sérlega vinsæll á skóm enda einföld leið til að poppa upp á átfittið.
@emilisindlev
Emili Sindlev sæt í rauðum sokkum og skóm.
@pernilleteisbaek
Pernille í netaballerínum sem eru hámóðins um þessar mundir.
Þóra Valdimars sjóðheit í hárauðum hælum.
@ninasandbeck
Nina Sandbeck í hjartaskónum frá Alaïa.
@matildadjerf
Hin megavinsæla Matilda Djerf í rauðum Chanel ballerínum.
Hér eru nokkrar götutískumyndir frá tískuvikunni í Köben.

Steldu stílnum

Væntanlegir frá Jodis, Kaupfélagið, 24.995 kr.
GS Skór, 28.995 kr.
Zara, 6.995 kr.
Zara, 6.995 kr.
Fáðu stílráð lánað hjá skandí-stelpunum og paraðu hárauða skó við svarthvítt dress.

„Náttbuxna“ trend

Skandinavísku stílstjörnurnar eru þekktar fyrir að hafa þægindin í fyrirrúmi og þar kemur „náttbuxna“ trendið sterkt inn.
Frá tískuviku í Köben. Þessar Rotate-buxur eru sjóðheitar þessi dægrin.
@thoravaldimars
Þóra Valdimars í smart Rotate-dressi enda hæg heimatökin.
Frá tískuviku í Köben.
@annelauremais

Steldu stílnum

Vero Moda, 6.990 kr.
Zara, 5.995 kr.
Galleri 17, 11.995 kr.
Lindex, 8.999 kr.

Sexí skyrta

Hneppt skyrta í hvítu, ljósbláu eða teinóttu er skyldueign í fataskáp hverrar skandí-dívu enda parast hún sérlega vel við allt og ekkert.
@matildadjerf
Klassískt næntís súpermódel lúkk á Matildu.
@thoravaldimars
Flott stæling hjá Þóru Valdimars.
Très Chic á Matildu.
@tineandreaa
Klassískt kombó á Tine Andrea.
Mínimalísk dásemd í Köben á tískuviku.

Steldu stílnum

Vila, 6.990 kr.
Karakter, 17.995 kr.
Vero Moda, 10.990 kr.
Polo Ralph Lauren, Matilda, 24.990 kr.
Anine Bing, Mathilda, 49.990 kr.
Zara, 4.595 kr.

„Vintage“ leðurjakki

Kúl stelpurnar kunna að finna „vintage“ perlur á borð við vel notaða leðurjakka. Þeir mega gjarnan vera í yfirstærð, jafnvel brúnum lit og það er allt í lagi að það sjáist aðeins á þeim. Við minnum á að hægt er að finna flottar, notaðar flíkur í Extraloppunni í Smáralind.
@matildadjerf
Þú finnur „vintage“ perlur í Extraloppunni í Smáralind.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 199.990 kr.
Zara, 45.995 kr.
Galleri 17, 44.995 kr.
@jeanettemadsen
Jeanette Madsen í trufluðum leddara.
@birtahlin
Birta Hlín passar vel inn í danska stílinn í þessum fallega leðurjakka.
@birtahlin
Fagurbrúnn blazer-leðurjakki á Birtu Hlín.
@pernilleteisbaek
Pernille smart að vanda.
@petratungarden
Petra Tungården parar leðurjakka í yfirstærð við rómantískan sumarkjól.
Rallístíll á götum Kaupmannahafnar.
Fullkominn leðurjakki á tískuviku í Köben!
„Vintage“ dásemd á götum Kaupmannahafnar á tískuviku.
„Born to Ride“ á tískuviku í Köben.

„Tæknilegir“ strigaskór

Við urðum heldur betur varar við strigaskó-blætið sem tröllríður heiminum í heimsókn okkar til Stokkhólms á dögunum. Það er ekkert betra en að vera í þægilegum strigaskóm sem lúkka þegar þrammað er um stórborgir heimsins.
@amaka.hamelijnck
Gulir strigaskór eru að koma sterkir inn!
@annabelrosendahl
Þægindi og smartheit eru besta kombóið!

Steldu stílnum

GS Skór, 29.995 kr.
Anine Bing, Mathilda, 49.990 kr.
Útilíf, 24.900 kr.
Kaupfélagið, 24.995 kr.
Útilíf, 23.900 kr.
Air, 21.995 kr.
Air, 20.995 kr.

Minímal bandaskór

Næntís bandasandalar eru að trenda og skandí-stelpurnar kunna svo sannarlega að meta þá.
@hannastefansson
Hanna Stefansson í minímalísku og hámóðins dressi.
@birtahlin
Birta Hlín í einföldum bandasandölum.
@amaliemoosgard
Amalie í smart sandölum við hvítan sumarkjól.
Einfaldleikinn í sinni bestu mynd á tískuviku í Köben.
Götutískan í Kaupmannahöfn.

Steldu stílnum

Zara, 6.995 kr.
Emporio Armani, Mathilda, 13.990 kr.
Zara, 5.995 kr.

Hnésíðar stuttbuxur

Hnésíðar stuttbuxur er eitthvað sem stílstjörnurnar klæðast í sumar og eru vinsælar hjá þeim skandinavísku eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
@emilisindlev
Emili er alltaf með puttann á tískupúlsinum.
Stílstjörnur á tískuviku í Köben.

Steldu stílnum

Zara, 5.995 kr.
Weekday, Smáralind.
Weekday, Smáralind.

Meira úr tísku

Tíska

Í tísku hjá körlunum í haust

Tíska

Hausttískan 2024

Tíska

Topp 20 yfirhafnir fyrir haustið

Tíska

Steldu stílnum frá Jóhönnu Guðrúnu

Tíska

Steldu stílnum frá dönsku stílstjörnunum

Tíska

„Back to School“ með Galleri 17

Tíska

Svona klæddust skvísurnar á tískuviku í Köben

Tíska

Verða skinny-gallabuxurnar með kombakk í haust?