Rauðir skór
Norrænar tískudívur eru kannski ekki þekktar fyrir litagleði svona almennt en upp á síðkastið hefur rauði liturinn verið sérlega vinsæll á skóm enda einföld leið til að poppa upp á átfittið.
Hér eru nokkrar götutískumyndir frá tískuvikunni í Köben.
Steldu stílnum
„Náttbuxna“ trend
Skandinavísku stílstjörnurnar eru þekktar fyrir að hafa þægindin í fyrirrúmi og þar kemur „náttbuxna“ trendið sterkt inn.
Steldu stílnum
Sexí skyrta
Hneppt skyrta í hvítu, ljósbláu eða teinóttu er skyldueign í fataskáp hverrar skandí-dívu enda parast hún sérlega vel við allt og ekkert.
Steldu stílnum
„Vintage“ leðurjakki
Kúl stelpurnar kunna að finna „vintage“ perlur á borð við vel notaða leðurjakka. Þeir mega gjarnan vera í yfirstærð, jafnvel brúnum lit og það er allt í lagi að það sjáist aðeins á þeim. Við minnum á að hægt er að finna flottar, notaðar flíkur í Extraloppunni í Smáralind.
„Tæknilegir“ strigaskór
Við urðum heldur betur varar við strigaskó-blætið sem tröllríður heiminum í heimsókn okkar til Stokkhólms á dögunum. Það er ekkert betra en að vera í þægilegum strigaskóm sem lúkka þegar þrammað er um stórborgir heimsins.
Steldu stílnum
Minímal bandaskór
Næntís bandasandalar eru að trenda og skandí-stelpurnar kunna svo sannarlega að meta þá.
Steldu stílnum
Hnésíðar stuttbuxur
Hnésíðar stuttbuxur er eitthvað sem stílstjörnurnar klæðast í sumar og eru vinsælar hjá þeim skandinavísku eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.