Jakki sem búinn er til úr 23 plastflöskum

Selected bætir við úrval af fatnaði sem hannaður er sérstaklega með sjálfbærni að leiðarljósi. Nýjasta viðbótin er #plasticchanger-jakkinn, sem er úr endurunnu pólýester. Hver jakki er gerður úr 23 plastflöskum úr höfum eða landfyllingum.

Jakki sem búinn er til úr 23 plastflöskum

Selected bætir við úrval af fatnaði sem hannaður er sérstaklega með sjálfbærni að leiðarljósi. Nýjasta viðbótin er #plasticchanger-jakkinn, sem er úr endurunnu pólýester. Hver jakki er gerður úr 23 plastflöskum úr höfum eða landfyllingum.

Jakkinn sjálfur og fóðrið er úr 100% endurunnu pólýester. Með honum vill Selected vekja athygli á plastmengun og auka við úrval fatnaðar úr sjálfbærum og endurunnum efnum. Hluti af ágóða hvers jakka rennur til þessa mikilvæga málstaðar og samtakanna Plastic Change.

Hér má sjá einn af jökkunum úr línunni.

Selected Femme/Homme kynnir með stolti samstarf við dönsku umhverfisverndarsamtökin Plastic Change um að draga úr plastmengun og notkun einnota plasts. Það er liður í skuldbindingu tískumerkisins til að stuðla að sjálfbærni innan geirans.

Jakkinn sem búinn er til úr 23 plastflöskum. Selected, 16.990 kr.

Selected, 15.990 kr.

1950-2017 var 9.2 billjón tonn af plasti framleitt. Það gerir meira en eitt tonn á hverja manneskju á jörðinni.

Plastnotkun og framleiðsla hefur rokið upp úr öllu valdi en meira en helmingur af öllu plasti er framleitt eftir 2005.

Tími til að breyta!

Ráð til að minnka plastnotkun

Ferðastu með eigin kaffibolla.

Ef þú þarft að nota rör, fjárfestu í margnota.

Vertu með margnota vatnsbrúsa á þér.

Með (endur)nýtingu plasts við fataframleiðslu tökum við ábyrgð. Sjálfbærni er meðal grunngilda Selected og hefur tískukeðjan heitið því að gera vörulínur sínar sífellt umhverfisvænni. Með þessu samstarfi er það sýnt í verki. Með samstilltu átaki tekst okkur að draga úr notkun einnota plasts og mengandi áhrifum þess.

Hægt er að kaupa jakkana í verslun Selected í Smáralind og á Bestseller.is

Meira spennandi

Sætar hugmyndir fyrir saumaklúbbinn

Bakaður ostur með pekanhnetum 1 Dala Auður50 g saxaðar pekanhnetur4 msk....

Jogging-gallinn í tísku

Stjörnur á borð við Emily Ratajkowski hafa masterað jogging-trendið. Esprit, 9.995 kr.Galleri 17, 10.995...

Höfum það huggó heima

Sofðu vel Hvað er notalegra en að skríða uppí þegar nýtt er á rúmunum? Rúmfötin...

Tími breytinga hjá breska Vogue

Tískuheimurinn, með tískubiblíuna Vogue fremsta í flokki, hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir að fagna fjölbreytileikanum. Hvítar og horaðar fyrirsætur-og...

Prada-skór pikkfastir á óskalistanum

Hvaða sumartrendum ertu spenntastur fyrir? Ég persónulega elska það sem...

Á óskalistanum fyrir heimilið

Kusintha glerserían frá Bitz er á óskalistanum okkar en hún er framleidd á Spáni úr litum sem passa vel...

Hvaða húðvörur virka og í hvaða röð á að bera þær á?

Margir vita að Hyaluronic-sýra er besti rakagjafinn. Retinol virkar vel á fínar línur og C-vítamín til að fríska húðina við. Sólarvörn er...

Upp um fjöll og firnindi

Almennt er mælt með að klæða sig upp í nokkur lög, svokallað grunnlag, miðlag og ysta lag. Hver og einn þarf að...

Uppáhöld snyrtivöru­merkja­stjóra

Ef þú mættir bara velja 5 hluti í snyrtibudduna, hvað myndum við finna? Ég elska...

Vertu
með
puttann
á púlsinum

Skráðu þig á póstlista HÉR ER. Við drögum út heppinn vin af póstlistanum í hverjum mánuði sem fær 20.000 kr. gjafakort Smáralindar.