Augu sálarinnar
Augnskuggapalletturnar í línunni eru tvær: önnur inniheldur tvo fjólutóna, grænan og gulbrúnan en hin er öllu klæðilegri með mjög fallegum brúnum og ferskulitum sem klæða alla augnliti vel. Chanel augnskuggarnir blandast fallega og eru ekki of litsterkir, nákvæmlega eins og Chanel-konan vill hafa þá. Þau sem vilja fylgja trendinu og prófa sig áfram með litaðan maskara gleðjast án efa yfir þessari línu þar sem maskarinn er einmitt fagurfjólublár. Brún, græn og blá augu njóta sín vel með þessum lit!
Djúpir og áhugaverðir tónar í formúlu sem endist
Rouge Allure Liquid Velvet er varalitaformúla sem er í uppáhaldi hjá okkur þegar okkur vantar varalit sem endist vel. Haustlínan inniheldur marga áhugaverða tóna en ef þú ert á höttunum eftir fallegum vínrauðum fyrir haustið og veturinn mælum við t.d með Séduisante, sem er eins og nafnið gefur til kynna, einstaklega hrífandi.
Nett naglalökk
Ef þú ert á höttunum eftir nettu naglalakki með áhugaverði tvisti eru litirnir Phénoméne sem er grágrænfjólublár litur og Spirituelle sem er terracotta-brúnn góð hugmynd!
Dáleiðandi og dulúðleg lína sem hvetur mig til að framkalla djúp og flauelsmött lúkk og leika mér með ólíka litatóna.