Fara í efni

Dulúðleg og grípandi haustlína Chanel 2024

Fegurð - 21. október 2024

Gabrielle Chanel var heilluð af spásagnarlist og því yfirnátturulega sem leiðbeindi henni að hinum eina sanna meistara sköpunarkraftsins sem var hennar eigið innsæi. Cécile Paravina sótti innblástur í spásagnarlistina fyrir sína fyrstu förðunarvörulínu fyrir Chanel sem er bæði dulúðleg og grípandi þar sem ólíklegir litatónar spila saman. En örvæntið eigi-hér er líka hægt að finna klassísku og klæðilegu haustlitina sem við flest föllum fyrir á hverju ári um þetta leyti.

Augu sálarinnar

Augnskuggapalletturnar í línunni eru tvær: önnur inniheldur tvo fjólutóna, grænan og gulbrúnan en hin er öllu klæðilegri með mjög fallegum brúnum og ferskulitum sem klæða alla augnliti vel. Chanel augnskuggarnir blandast fallega og eru ekki of litsterkir, nákvæmlega eins og Chanel-konan vill hafa þá. Þau sem vilja fylgja trendinu og prófa sig áfram með litaðan maskara gleðjast án efa yfir þessari línu þar sem maskarinn er einmitt fagurfjólublár. Brún, græn og blá augu njóta sín vel með þessum lit!
Augnskuggapalletturnar í haustlínu Chanel og fjólublái maskarinn.
Við erum spenntastar fyrir þessari pallettu úr línunni.
Hér má sjá fjólubláu pallettuna í aksjón á ítölsku þokkagyðjunni Vittoria Ceretti.
Litaðir maskarar eru hámóðins um þessar mundir, ef þú þorir ekki alla leið þá gætirðu prófað þig áfram með að nota litinn á neðri augnhárin!

Djúpir og áhugaverðir tónar í formúlu sem endist

Rouge Allure Liquid Velvet er varalitaformúla sem er í uppáhaldi hjá okkur þegar okkur vantar varalit sem endist vel. Haustlínan inniheldur marga áhugaverða tóna en ef þú ert á höttunum eftir fallegum vínrauðum fyrir haustið og veturinn mælum við t.d með Séduisante, sem er eins og nafnið gefur til kynna, einstaklega hrífandi.
Fallegir hausttónar í formúlu sem endist einstaklega vel á vörunum.
Liturinn Séduisante er fullkominn haustlitur.
Hér má sjá kinnalitina sem fylgja línunni, þeir koma í flauelsáferð og ljóslillabláum og appelsínuferskjutón.

Nett naglalökk

Ef þú ert á höttunum eftir nettu naglalakki með áhugaverði tvisti eru litirnir Phénoméne sem er grágrænfjólublár litur og Spirituelle sem er terracotta-brúnn góð hugmynd!
Liturinn Phénoméne er áhugaverður og minnir okkur á Club augnskuggann frá MAC sem var svo vinsæll í denn.
Spirituelle myndi njóta sín best á dekkri húðtón.
Dáleiðandi og dulúðleg lína sem hvetur mig til að framkalla djúp og flauelsmött lúkk og leika mér með ólíka litatóna. 
Þú færð haustlínu Chanel í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr fegurð

Fegurð

Förðunar­fræðingurinn okkar mælir með nýjum og spennandi snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Nýtt frá Chanel

Fegurð

Þetta er klippingin sem allar kúl stelpurnar verða með á næstunni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með frá MAC

Fegurð

Best í brúnku! Nýjar og ljómandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð

Sjóðheitir sumarilmir

Fegurð

Nýjar og spennandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð

Sumartrendin í förðun og Gosh á 20% afslætti