Kinnalitaæði
Miðað við þær snyrtivörur sem keppast við að koma á markað þessa dagana verðum við að segja hlutina eins og þeir eru! Nú ríkir kinnalitaæði yfir gjörvallri heimsbyggðinni og allir og amma þeirra eru að koma út með nýja og spennandi liti og formúlur. Hér eru nokkrir kinnalitir sem voru að koma í verslanir Hagkaups og það sem förðunarfræðingurinn okkar hefur um þá að segja.
Kinnalitir voru einnig áberandi á tískusýningarpöllunum stærstu tískuhúsa heims.
Brúnn maskari
Síðastliðin misseri hefur augnförðun svolítið setið á hakanum og margar tileinkað sér trendið að nota brúnan maskara, enda náttúrulegra og í stíl við að leyfa húðinni að tala sínu máli.
Le Stylo eyelinerinn frá Lancôme og Diorshow Stylo koma í fallegum brúnum tónum sem auðvelt er að bera á augnháralínuna og formúlan endist einstaklega vel. Fullkomnir fyrir náttúrulegt lúkk.
Djúsí varir
Varaolíur, litaðir varasalvar og nærandi formúlur með glossað útlit er vara-varan sem allir eru að missa sig yfir þessi dægrin.
Eitthvað fyrir alla
Hvort sem þú fílar ljóma eða matta húð erum við með meðmæli fyrir þig.
Réttu tólin
Við höfum notað Real Techniques-förðunarburstana síðan förðunarfræðingurinn og Youtube-erinn Sam Chapman gekk til liðs við vörumerkið fyrir meira en áratug síðan. Við getum heilshugar mælt með þeim enda gæðaburstar á geggjuðu verði. Fjórir nýir burstar hafa bæst við safnið og hver og einn hefur skapað sér sess í okkar förðunarrútínu.
Nýir og kynþokkafullir ilmir
Gosh Copenhagen er alltaf með puttann á púlsinum og kemur reglulega út með spennandi og nútímalegar snyrtivörur á frábæru verði. Fengu nýverið dönsku snyrtivöruverðlaunin í hnappagatið!