Fara í efni

Förðunar­fræðingurinn okkar mælir með nýjum og spennandi snyrtivörum á Tax Free

Fegurð - 5. september 2024

Hér eru nokkrar mega spennandi, nýjar snyrtivörur sem voru að koma í verslanir Hagkaups sem förðunarfræðingurinn okkar hefur ýmislegt að segja um. Ekki er verra að þær eru allar á Tax Free-afslætti sem jafngildir 19.36% til 11. september.

Kinnalitaæði

Miðað við þær snyrtivörur sem keppast við að koma á markað þessa dagana verðum við að segja hlutina eins og þeir eru! Nú ríkir kinnalitaæði yfir gjörvallri heimsbyggðinni og allir og amma þeirra eru að koma út með nýja og spennandi liti og formúlur. Hér eru nokkrir kinnalitir sem voru að koma í verslanir Hagkaups og það sem förðunarfræðingurinn okkar hefur um þá að segja.
Þegar förðunarfræðingurinn okkar, sem hefur nota bene prófað, notað og skrifað um snyrtivörur í tugi ára, segir að þetta sé ein besta formúlan á markaðnum, þá hlustum við. Glow Play Blush frá MAC er komin í enn betri formúlu og við höldum varla vatni! Kremaðurinn kinnaliturinn er svo dásamlegur á húðinni og gefur náttúrulegan ljóma, eins og þú sérð í alvörunni að roðna. Uppáhaldsliturinn okkar og við mælum með ef þú ert að leita að nútral lit dagsdaglega heitir Blush, Please. Fimm stjörnur af fimm mögulegum! MAC, 6.210 kr.
Instagram:@melissa.hurkman
Ljómandi kinnalitir eru að trenda eins og þessi mynd er gott dæmi um og yngri kynslóðin hefur ekki verið jafn óhrædd við litsterka kinnaliti síðan á níunda áratugnum.
Hailey Bieber ber að miklu leiti ábyrgð á kinnalitaæðinu sem er að gera allt brjálað um þessar mundir.
Buttermelt-kinnalitirnir frá NYX hafa heldur betur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Við höfum ekki prófað jafn litsterka kinnaliti á ævinni! Ef þú ert óhrædd við „statement“ lit á kinnarnar, eru þessir málið! Gefa einnig fallega sanseringu sem er mjög „on trend“.
Í Buttermelt-línunni er einnig að finna sólarpúður í mörgum litatónum sem eru örlítið sanseraðir og mjög litsterkir. Þeir hafa selst eins og heitar lummur og því spurning hvort þú finnir rétta litinn fyrir þig, en hafið augun opin!
Fyrir þær sem elska elegansinn og lúxusvörurnar þá var Chanel einnig að koma út með kinnaliti, Joues Contraste Intense, sem er með kremaðri púðuráferð sem verður eins og flauel á húðinni.
Kinnalitirnir frá Chanel koma í fimm fallegum litatónum fyrir haustið og eru komnir í Hagkaup, Smáralind.
Make Me Blush er ný fljótandi kinnalitaformúla úr smiðju YSL sem auðveldlega er hægt að byggja upp og stjórna hversu litsterk er. Hún er með „blörrandi“ eiginleikum og helst vel á húðinni yfir daginn. Vert að skoða ef þú ert á höttunum eftir fljótandi kinnalit.
Fallegt litaúrval YSL á Make Me Blush-kinnalitunum.
Ef þú vilt fá ómótstæðilegan ljóma efst á kinnbeinin og blanda við kinnalitinn þá mælum við með Forever Glow Maximizer frá Dior. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Ef þú vilt fylgja trendinu og fá bæði lit og ljóma þá slær Dior aldreiii feilnótu þegar kemur að förðunarvörum. Rouge Blush Colour & Glow er ný vara sem slær tvær flugur með einu höggi. Gordjöss kinnalitur og einstakur og náttúrulegur Hollywood-ljómi í einni vöru.
Rouge Blush Colour & Glow frá Dior á módeli.
Kinnalitir voru einnig áberandi á tískusýningarpöllunum stærstu tískuhúsa heims.

Brúnn maskari

Síðastliðin misseri hefur augnförðun svolítið setið á hakanum og margar tileinkað sér trendið að nota brúnan maskara, enda náttúrulegra og í stíl við að leyfa húðinni að tala sínu máli.
Idôle-maskarinn vinsæli frá Lancôme kemur nú einnig í brúnum lit sem á án efa eftir að vekja lukki hjá stórum hópi aðdáenda maskaranna frá Lancôme.
Gosh Copenhagen heldur áfram að heilla okkur með góðum vörum á enn betra verði. Nú er líka hægt að fá Catchy Eyes-maskarann í brúnum tón.

Le Stylo eyelinerinn frá Lancôme og Diorshow Stylo koma í fallegum brúnum tónum sem auðvelt er að bera á augnháralínuna og formúlan endist einstaklega vel. Fullkomnir fyrir náttúrulegt lúkk.

Djúsí varir

Varaolíur, litaðir varasalvar og nærandi formúlur með glossað útlit er vara-varan sem allir eru að missa sig yfir þessi dægrin.
Glowplay Tendertalk er nýr litaður varasalvi frá MAC sem breytir um lit miðað við þínar einstöku varir. Megadjúsí formúla og náttúrulegir litir. Hagkaup, 4.588 kr.
Fat Oil Slick Click er glossuð formúla frá NYX sem kemur í pennaformi og er einstaklega litsterk.
Uppáhaldsliturinn okkar úr línunni heitir Link In Bio. Hagkaup, 2.737 kr.
Íslenskar konur þekkja margar hverjar og geta ekki án Total Lip Treatment frá Sensai verið, sem hefur einstaklega nærandi eiginleika. Nú er þessi geggjaða formúla komin í varastiftaform sem nærir, eykur blóðflæði og gerir varirnar fallegri smám saman. Frábær einn og sér eða undir varaliti. Hagkaup, 6.208 kr.

Eitthvað fyrir alla

Hvort sem þú fílar ljóma eða matta húð erum við með meðmæli fyrir þig.
CC+ Cream Natural Matte frá It Cosmetics er mergjuð, ný og endurbætt formúla með „blörrandi“ eiginleika. Með nánast fulla þekju og fullkomin formúla fyrir blandaða eða olíukennda húð, jafnvel normal. Við mælum með að nálgast allavega prufu af þessum í Hagkaup, Smáralind en CC-kremin frá It Cosmetics eru ein mest selda farðavara heims. Hagkaup, 6.289 kr.
Lumi Glotion hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og er loksins komið til landsins. Þessi ljómandi ljómavara kemur í þremur litatónum sem hægt er að nota eitt og sér, undir farða eða sem highlighter og gefur rándýran ljóma á húðina. Hagkaup, 2.418 kr.
Notaðu Lumi Glotion undir farða fyrir náttúrulegan Hollywood-ljóma.
CC+ Cream Natural Matte frá It Cosmetics býr til náttúrulega, matta áferð á húðina og heldur olíumyndum í lágmarki yfir daginn.

Réttu tólin

Við höfum notað Real Techniques-förðunarburstana síðan förðunarfræðingurinn og Youtube-erinn Sam Chapman gekk til liðs við vörumerkið fyrir meira en áratug síðan. Við getum heilshugar mælt með þeim enda gæðaburstar á geggjuðu verði. Fjórir nýir burstar hafa bæst við safnið og hver og einn hefur skapað sér sess í okkar förðunarrútínu.
Real Techniques-burstarnir fást í Hagkaup, Smáralind.
Under Lash-aðferðin þar sem stök gerviaugnhár eru notuð undir augnháralínuna hafa verið vinsæl enda skapa þau náttúrulegt útlit. Eyelure var að koma með þau á markað sem eru lent í Hagkaup, Smáralind.

Nýir og kynþokkafullir ilmir

Libre frá YSL hefur lengi verið í uppáhaldi hjá okkur en sá nýjasta í þeirra línu ber nafnið Libre Flowers & Flames og gefur þeim upprunalega ekkert eftir. Mælum með þef-testi ef þið eigið leið framhjá snyrtivörurekkunum í Hagkaup.
Ofurfyrirsætan Gigi Hadid er andlit nýja ilmsins Million Gold frá Rabanne sem er eitthvað annað ávandabindandi. Mælum einnig með að kynna sér þennan.
Michael Kors kemur ekki út með ilmi á hverjum degi en þessi nýja Pour Femme er með rándýrt og fágað yfirbragð.
Chanel Sport Homme Superleggera er nýkomin í verslanir Hagkaups í takmörku upplagi. Ekta kynþokkafullur og sportlegur ilmur eftir ræktina.
Savage eau forte er ný útgáfa af þessum klassíska frá Dior sem er með vatn sem innihaldsefni í stað alkóhóls. Þessi er sexí!

Gosh Copenhagen er alltaf með puttann á púlsinum og kemur reglulega út með spennandi og nútímalegar snyrtivörur á frábæru verði. Fengu nýverið dönsku snyrtivöruverðlaunin í hnappagatið!

Dönsku Beauty-verðlaunin fóru til Gosh Copenhagen í ár.
Spennandi nýjungar frá Gosh Copenhagen. Vörurnar fást í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr fegurð

Fegurð

Nýi ilmurinn hennar Kylie er kominn til landsins!

Fegurð

Dulúðleg og grípandi haustlína Chanel 2024

Fegurð

Nýtt frá Chanel

Fegurð

Þetta er klippingin sem allar kúl stelpurnar verða með á næstunni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með frá MAC

Fegurð

Best í brúnku! Nýjar og ljómandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð

Sjóðheitir sumarilmir

Fegurð

Nýjar og spennandi snyrtivörur á Tax Free