Fara í efni

Sumartrendin í förðun og Gosh á 20% afslætti

Fegurð - 26. apríl 2024

Á dögunum var haldið danskt sumarkvöld með Gosh Copenhagen í Hagkaup í Smáralind þar sem förðunarfræðingurinn Sara Björk Þorsteinsdóttir kynnti nýjungar frá vörumerkinu. Hér förum við yfir það sem sérfræðingarnir telja að verði heitustu trendin á komandi misserum en snyrtivörurnar frá Gosh Copenhagen eru á 20% afslætti út 28. apríl og við mælum heilshugar með þeim!

Ballerínustíllinn

Sara fór yfir skemmtileg trend á borð við „balletcore makeup“ og næntís augabrúnir og- varir sem  hafa verið vinsæl á samfélagsmiðlum upp á síðkastið. Litagleði verður einnig stór partur af sumartískunni í ár og fengu gestir að kynnast vörumerkinu Gosh Copenhagen sem er alltaf með puttann á púlsinum hvað trendin varðar og því auðvelt að endurskapa heitustu stíla og stefnur heima með vörum frá þessu ferska snyrtivörumerki frá kóngsins Köben.

Ballerínustíllinn hefur heldur betur verið að trenda á samfélagsmiðlum síðustu misserin.

Steldu stílnum

Lip Line'n Coat frá Gosh í litnum Brown Sugar, Hagkaup, 2.699 kr.
Lip Filler-varagloss frá Gosh, Hagkaup, 3.399 kr.
Blush Up-kinnalitur frá Gosh, Hagkaup, 3.099 kr.
Boom Boombastic Volume-maskari frá Gosh, Hagkaup, 1.999 kr.
Contour'n Strobe Kit frá Gosh, Hagkaup, 3.799 kr.

Næntís brúnir

Augabrúnir í anda tíunda áratugsins hafa verið áberandi í förðunartískunni að undanförnu og því um að gera að nota til þess mjóan augabrúnablýant til að framkalla lúkkið.
Náttúrulegar og þunnar augabrúnir í anda tíunda áratugsins á tískusýningarpallinum hjá Jean Paul Gaultier fyrir vor/sumar 2024.

Steldu stílnum

Ultra Thin Brow Pen frá Gosh, Hagkaup, 1.999 kr.

Litagleði

Sumarið er tíminn til að leika sér með liti og eyelinerar og maskarar koma í öllum regnbogans litum. Úrvalið frá Gosh er extra gott þegar kemur að þessu og verðið sanngjarnt.
Litadýrðin ræður ríkjum í sumar og sérstaklega þegar kemur að eyelinerum og möskurum.

Steldu stílnum

Boombastic Crazy maskari í bláu frá Gosh, Hagkaup, 1.999 kr.
Mineral Waterproof augnskuggapenni frá Gosh, Hagkaup, 1.999 kr.
Þú færð eyelinera í öllum regnbogans litum frá Gosh Copenhagen á sanngjörnu verði.
Kremaður, bleikur kinnalitur sem nær hátt upp á kinnbeinin er mál málanna í vor og sumar.
Bleikir hyljarar hafa einnig verið að trenda enda geta þeir birt vel upp á augnsvæðið. Gosh er að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og sendi einn slíkan frá sér á dögunum.
Lip Stain og Lip Glaze eru spennandi varanýjungar frá Gosh.
Við höfum verið að prófa okkur áfram með förðunarnámskeið í bland við aðra viðburði hér í Hagkaup og okkur finnst þetta virkilega skemmtileg viðbót við þá þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum okkar. Námskeiðið var gestum að kostnaðarlausu og mikil ánægja með kennsluna hjá Söru, segir Lilja Gísladóttir markaðsfulltrúi Hagkaups.
Förðunarfræðingurinn Sara Björk Þorsteinsdóttir sýndi fallega förðun á módeli á Dönsku sumarkvöldi með Gosh Copenhagen í Hagkaup, Smáralind á dögunum.
20% afsláttu er af Gosh Copenhagen út 28. apríl í Hagkaup, Smáralind.
Áhugasamir viðskiptavinir.
Frískleg sumarförðun í dönskum anda.

„Við stukkum á tækifærið að vera með á Dönskum dögum. GOSH er danskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir mjög stóran hluta af sínum vörum í Kaupmannahöfn. Fyrirtækið hefur um árabil framleitt frábærar förðunarvörur og frumsýndum við nýjar húðvörur frá merkinu sem við erum virkilega spennt að kynna betur fyrir Íslendingum,“ segir Natalie Kristín Hamzehpor vörumerkjastjóri GOSH á Íslandi.,„Við erum virkilega þakklát okkar viðskiptavinum fyrir viðtökurnar á þeim viðburðum sem við höfum haldið síðustu misseri og þetta er klárlega eitthvað sem við munum gera meira af í framtíðinni,“ segir Lilja ánægð með vel heppnað kvöld.

Dönskum dögum lýkur formlega í Hagkaup 28. apríl, en þangað til eru allar vörur frá Gosh á 20% afslætti í verslunum Hagkaups og á hagkaup.is.

Meira úr fegurð

Fegurð

Nýi ilmurinn hennar Kylie er kominn til landsins!

Fegurð

Dulúðleg og grípandi haustlína Chanel 2024

Fegurð

Förðunar­fræðingurinn okkar mælir með nýjum og spennandi snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Nýtt frá Chanel

Fegurð

Þetta er klippingin sem allar kúl stelpurnar verða með á næstunni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með frá MAC

Fegurð

Best í brúnku! Nýjar og ljómandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð

Sjóðheitir sumarilmir