Ballerínustíllinn
Sara fór yfir skemmtileg trend á borð við „balletcore makeup“ og næntís augabrúnir og- varir sem hafa verið vinsæl á samfélagsmiðlum upp á síðkastið. Litagleði verður einnig stór partur af sumartískunni í ár og fengu gestir að kynnast vörumerkinu Gosh Copenhagen sem er alltaf með puttann á púlsinum hvað trendin varðar og því auðvelt að endurskapa heitustu stíla og stefnur heima með vörum frá þessu ferska snyrtivörumerki frá kóngsins Köben.
Steldu stílnum
Næntís brúnir
Steldu stílnum
Litagleði
Steldu stílnum
Við höfum verið að prófa okkur áfram með förðunarnámskeið í bland við aðra viðburði hér í Hagkaup og okkur finnst þetta virkilega skemmtileg viðbót við þá þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum okkar. Námskeiðið var gestum að kostnaðarlausu og mikil ánægja með kennsluna hjá Söru, segir Lilja Gísladóttir markaðsfulltrúi Hagkaups.
„Við stukkum á tækifærið að vera með á Dönskum dögum. GOSH er danskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir mjög stóran hluta af sínum vörum í Kaupmannahöfn. Fyrirtækið hefur um árabil framleitt frábærar förðunarvörur og frumsýndum við nýjar húðvörur frá merkinu sem við erum virkilega spennt að kynna betur fyrir Íslendingum,“ segir Natalie Kristín Hamzehpor vörumerkjastjóri GOSH á Íslandi.,„Við erum virkilega þakklát okkar viðskiptavinum fyrir viðtökurnar á þeim viðburðum sem við höfum haldið síðustu misseri og þetta er klárlega eitthvað sem við munum gera meira af í framtíðinni,“ segir Lilja ánægð með vel heppnað kvöld.
Dönskum dögum lýkur formlega í Hagkaup 28. apríl, en þangað til eru allar vörur frá Gosh á 20% afslætti í verslunum Hagkaups og á hagkaup.is.