Ljómandi og vel varin húð
Múltítasker frá Chanel
Þetta kremaða stifti lætur kannski ekki mikið á sér bera en ef þú ert að leita að djúsí, sólkysstri, sexí og jömmí húð er Baume Essentiel frá Chanel málið. Gefur ómótstæðilegan ljóma á kinnbeinin og hægt að nota á varir og augu líka.
Sólkysst án sólar
Okkar besta fegrunarráð er að mæta til sólarlanda með brúnku frá St. Tropez og taka svo ábót með, ef ferðalagið er í lengra lagi. Þá þurfum við ekki að mæta eins fölar og raun ber vitni út við sundlaugarbakkann fyrstu dagana og sleppum við stressið við sólböðun- og allt það óæskilega sem þeim fylgir.
Djúsí varir
Hvort sem þú ert að leita að djúsí og nærandi glossi eða varalit sem endist, erum við meðidda!
Nærandi eftir sólina
Hver man ekki eftir hinum goðsagnakennda ilmi Light Blue frá Dolce & Gabbana? Nýja útgáfan, Summer Vibes, er jafnvel betri en sú upprunalega og færir man á stundinni á ítalskar sólarstrendur í huganum.