Fara í efni

Hvað tekur förðunarfræðingur með sér í sumarfrí? Allt á Tax Free!

Fegurð - 3. júlí 2023

Förðunarfræðingur HÉR ER borgaði hugsanlega yfirvigt vegna snyrtivaranna sem hún ferðaðist með sér í sumarfríið til sólarlanda, en allt fyrir rannsóknarvinnu, sjáiði til. Hér eru þær snyrtivörur sem eru mest notaðar af förðunarfræðingi með yfirmáta áhuga á snyrtivörum þessa dagana en góðu fréttirnar eru að allt fæst þetta nú á Tax Free afslætti í Hagkaup, Smáralind til. 5. júlí.

Ljómandi og vel varin húð

Eins óspennandi og sólarvörn er, þá er hún víst nauðsynleg. Þessi frá Shiseido hefur verið sú besta á andlitið því hún smýgur fljótt inn í húðina, er olíulaus og gengur einnig vel undir farða. Toppeinkun! Hagkaup, 4.676 kr.
Við vitum ekki alveg með 4 in 1-merkinguna á þessari snyrtivöru en elskum að nota hana sem ljómandi primer eða sem náttúrulegan highlighter á andlit og líkama. Gott Charlotte Tilbury-dupe. Hagkaup, 2.337 kr.
Re-Boost frá myclarins er litað, gelkennt dagkrem sem tikkar í öll boxin. Fullkomin sumarvara fyrir ferskt útlit á sólríkum dögum. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Þessi farði fór með okkur út til sólarlanda og er í uppáhaldi yfir sumartímann. Gullfallegur, léttur og ljómandi farði frá Sensai sem verður eitt með húðinni. Hagkaup, 6.127 kr.
Við þreytumst ekki á að tala um þennan All Over-hyljara frá Lancôme, hann er hreinlega fullkomnun! Möst að hafa þegar hylja þarf meira en hann lúkkar alltaf jafn náttúrulega á húðinni. Hagkaup, 4.595 kr.
Við erum með hárréttu snyrtivöruna til að framkalla þetta french girl-glow eins og sést hér á Jeanne Damas.

Múltítasker frá Chanel

Þetta kremaða stifti lætur kannski ekki mikið á sér bera en ef þú ert að leita að djúsí, sólkysstri, sexí og jömmí húð er Baume Essentiel frá Chanel málið. Gefur ómótstæðilegan ljóma á kinnbeinin og hægt að nota á varir og augu líka.
Baume Essentiel frá Chanel í litnum Rouge Frais. Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Sólkysst án sólar

Okkar besta fegrunarráð er að mæta til sólarlanda með brúnku frá St. Tropez og taka svo ábót með, ef ferðalagið er í lengra lagi. Þá þurfum við ekki að mæta eins fölar og raun ber vitni út við sundlaugarbakkann fyrstu dagana og sleppum við stressið við sólböðun- og allt það óæskilega sem þeim fylgir.
Þetta andlitssprey frá St. Tropez er besti vinur okkar allt árið um kring en líka fullkominn ferðafélagi á hlýrri slóðir. Gefur sólkysstan ljóma án skaðlegra geisla sólarinnar. Hagkaup, 4.353 kr.
Luxe Body Serumið frá St. Tropez varð fljótt uppáhaldsbrúnkuvaran okkar. Smýgur fljótt inn í húðina, gefur einstakan lit, smitar ekki út frá sér og lyktar vel. Hvað er ekki að elska?

Djúsí varir

Hvort sem þú ert að leita að djúsí og nærandi glossi eða varalit sem endist, erum við meðidda!
Varaolían frá Clarins hefur heldur betur slegið í gegn þar sem allir og amma þeirra, á TikTok, Youtube og úti í hinum almenna, stóra heimi er að missa sig yfir þeim. Snyrtivara sem á lofið skilið!
Lip Comfort Oil frá Clarins, Hagkaup, 3.547 kr.
Varalitaglossinn frá Maybelline sem heitir Vinyl Ink helst endalaust lengi á vörunum, sem er alltaf kostur! Við elskum litina Peachy og Cheeky en nýtt uppáhald er brúntóna næntís litur sem heitir Punchy. Hagkaup, 2.257 kr.

Nærandi eftir sólina

Sól, salt og sjór þurrkar óneitanlega húðina. Þá er gott að eiga nærandi líkamskrem eins og þetta frá Dior.
The After Sun Balm frá Dior fæst í Hagkaup, Smáralind.

Hver man ekki eftir hinum goðsagnakennda ilmi Light Blue frá Dolce & Gabbana? Nýja útgáfan, Summer Vibes, er jafnvel betri en sú upprunalega og færir man á stundinni á ítalskar sólarstrendur í huganum.

Light Blue Summer Vibes frá Dolce & Gabbana fæst í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr fegurð

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free

Fegurð

Nýi ilmurinn hennar Kylie er kominn til landsins!

Fegurð

Dulúðleg og grípandi haustlína Chanel 2024

Fegurð

Förðunar­fræðingurinn okkar mælir með nýjum og spennandi snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Nýtt frá Chanel

Fegurð

Þetta er klippingin sem allar kúl stelpurnar verða með á næstunni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með frá MAC

Fegurð

Best í brúnku! Nýjar og ljómandi snyrtivörur á Tax Free