Latte förðunartrendið
TikTok á það heldur betur til að kveikja áhuga fólks á förðunartrendum með smellnum nöfnum en nýjasta æðið sem ber nafnið Latte, til heiðurs þeim ágæta kaffidrykk er í raun ekkert annað en brúnt smokey. Klassík með nýju nafni sem við segjum ekki nei við enda eitt það klæðilegasta sem við getum hugsað okkur þegar kemur að förðun. Hér eru þær förðunarvörur sem tilvaldar eru til að framkalla þetta kaffibrúna lúkk.
Hvort sem þú fílar litað dagkrem með léttri þekju eða fullþekjandi farða getum við heilshugar mælt með þessum.
Latte augnförðun
Latte-trendið snýst um að nota brúntóna augnskugga allt í kringum augun en úr nægu er að velja þegar kemur að slíkum tónum. Hér eru nokkrar tilvaldar pallettur til að framkalla Latte-lúkkið.
Rammaðu augun inn með góðum, dökkbrúnum augnblýanti. Þessi frá Sweed fær bestu meðmælin!
Rammaðu varirnar inn með brúntóna varablýanti á borð við Oak frá MAC og settu svo glæran gloss yfir til að fullkomna lúkkið.
Fullkomnaðu förðunina með því að setja farðann á t-svæðinu með lausa púðrinu frá Sensai, sem er eitt það allra besta í bransanum.