Ljómavörur
Dior kom nýverið á markað með tvær ljómavörur sem við vitum að eiga eftir að slá í gegn. Forever Glow Star Filter er farðagrunnur í anda Hollywood Flawless Filter frá Charlotte Tilburry en með enn meiri ljóma og helst betur á húðinni yfir daginn, ef þú spyrð okkur.
Forever Glow Maximizer frá Dior er nýr highlighter sem gefur húðinni extra „bling“!
Guerlain er þekkt fyrir fallega áferð á sólarpúðrunum sínum og Métériories-púðrið er einstakt „setting“-púður frá þeim sem litaleiðréttir og framkallar settlegan ljóma á húðina. Hver perla er handgerð og með mismunandi litatón sem jafnar húðlitinn á fallegan hátt. Ekki skemma umbúðirnar fyrir sem eru að sjálfsögðu endurnýtanlegar.
Kinnalitur er inni
Chanel kom nýverið á markað með N°1 De Chanel Lip and Cheek Balm sem gerir kinnar og varir extra „djúsí“. Litatónarnir eru einstaklega fallegir og formúlan gefur kremaða áferð sem er svo falleg, ekki skemma innihaldsefnin fyrir en varan inniheldur olíur rauða kamelíu-blómsins sem hefur nærandi áhrif og húðin fær frísklegt yfirbragð.
Guerlain heldur áfram að vinna með vinningsformúlu og sendi frá sér kinnaliti í dásamlegum litatónum fyrir sumarið.
Glossaðar varir
Clarins á vinninginn þegar kemur að varaolíum en snyrtivörugúrúar á samfélagsmiðlum halda vart vatni yfir Lip Comfort Oil. Varaolían nærir, gefur smávegis lit og glossaða áferð án klístursins sem við flest viljum forðast.
Honey Tint Lip-olíurnar frá Guerlain koma í mörgum fallegum litatónum og gefa vörunum hrikalega djúsí útlit.
Sólkysst útlit
Við erum með augun á nýja sólarpúðrinu frá YSL, hvernig er annað hægt, eruð þið að sjá umbúðirnar? Að öllu gamni slepptu, þá höfum við ekki prófað snyrtivörur frá þeim sem við fílum ekki. Þessi fer kannski, líklega í innkaupakörfuna okkar á Tax Free.
Nýjar og spennandi húðvörur
Japanirnir kunna þetta þegar kemur að húðvörum! Peeling púðrið frá SENSAI veitir húðinni bæði raka og sefar á meðan það endurnýjar yfirborð húðarinnar og kemur nú í sérstakri Matcha-útgáfu. Inniheldur þrjú ensím í stað korna. Eitt sem róar húðina, eitt sem nærir hana og annað sem leysir upp dauðar húðfrumur. Best að nota einu sinni til þrisvar í viku en þú munt sjá verulegan mun á húðinni eftir notkun, hún verður ljómandi sem aldrei fyrr!
Clarify & Repair-kremið er einstök lúxusvara frá Guerlain sem vinnur markvisst að því að minnka ásýnd dökkra bletta á húðinni og minnka ásýnd fínna lína. Inniheldur öflugt hunang og C-vítamín sem er þekkt fyrir að styrkja húðina og gefa henni bjartara yfirbragð.