Fara í efni

Nýjar og spennandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð - 3. maí 2024

Við erum alltaf eins og krakkar í nammibúð þegar Tax free-dagar skella á en hér eru nýjar og sjúklega spennandi snyrtivörur sem förðunarfræðingurinn okkar er með augastað á. Risa Tax free-dagar standa yfir í Hagkaup, Smáralind út 8. maí. (Tax free jafngildir 19,36% afslætti.)

Ljómavörur

Hvað er fallegra en ljómandi húð? Ekki margt, ef þú spyrð okkur. Hér eru snyrtivörur sem kitla okkur sem framkalla sólkysst, ljómandi og sexí útlit fyrir sumarið.
Ljómandi húð fylgir óneitanlega sumrinu og stundum þarf meira en bara sólarvörn til að framkalla ljómann!

Dior kom nýverið á markað með tvær ljómavörur sem við vitum að eiga eftir að slá í gegn. Forever Glow Star Filter er farðagrunnur í anda Hollywood Flawless Filter frá Charlotte Tilburry en með enn meiri ljóma og helst betur á húðinni yfir daginn, ef þú spyrð okkur.

Forever Glow Star Filter fæst í Hagkaup, Smáralind og kemur í nokkrum litatónum.
Hér má sjá áferðina á Forever Glow Star Filter.

Forever Glow Maximizer frá Dior er nýr highlighter sem gefur húðinni extra „bling“!

Kemur einnig í nokkrum mismunandi litatónum og fæst í Hagkaup, Smáralind.
Kinnbein sem sjást alla leið frá geimnum!

Guerlain er þekkt fyrir fallega áferð á sólarpúðrunum sínum og Métériories-púðrið er einstakt „setting“-púður frá þeim sem litaleiðréttir og framkallar settlegan ljóma á húðina. Hver perla er handgerð og með mismunandi litatón sem jafnar húðlitinn á fallegan hátt. Ekki skemma umbúðirnar fyrir sem eru að sjálfsögðu endurnýtanlegar.

Météorites-púðrið fæst í Hagkaup, Smáralind.
Best er að nota Météorites-púðrið frá Guerlain til að setja farða og yfir allt andlitið í lokinn.
Nú hefur SENSAI sent frá sér nýja formúlu af „fótósjopp“-púðrinu svokallaða eða Total Finish, sem íslenskar konur sjá ekki sólina fyrir. Þetta silkimjúka púður verður eitt með húðinni og hylur einstaklega vel, eins og húðin hafi verið fótósjoppuð. Verður alltaf að vera til í töskunni okkar og best fyrir „touch up “ yfir daginn. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Total Finish frá SENSAI gefur húðinni silkimatta áferð sem lítur út eins og þín húð, nema betri.

Kinnalitur er inni

Það þarf ekki að skrolla lengi á samfélagsmiðlum til að átta sig á því að kinnaliturinn á mikla endurkomu.

Chanel kom nýverið á markað með N°1 De Chanel Lip and Cheek Balm sem gerir kinnar og varir extra „djúsí“. Litatónarnir eru einstaklega fallegir og formúlan gefur kremaða áferð sem er svo falleg, ekki skemma innihaldsefnin fyrir en varan inniheldur olíur rauða kamelíu-blómsins sem hefur nærandi áhrif og húðin fær frísklegt yfirbragð.

N°1 De Chanel Lip and Cheek Balm kemur í mörgum litatónum þannig að allir ættu að finna sinn lit. Einföld en áhrifarík snyrtivara. Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Hér má sjá fyrirsætuna Vittoria Ceretti með vara- og kinnalitaformúluna frá Chanel.
Notaðu fingurnar til að dúmpa kremuðum kinnalit efst á epli kinnanna, hitinn frá fingrunum fær formúluna til að verða eitt með húðinni.
Frísklegar kinnar voru áberandi á tískusýningarpalli Chanel fyrir vor/sumar 2024.

Guerlain heldur áfram að vinna með vinningsformúlu og sendi frá sér kinnaliti í dásamlegum litatónum fyrir sumarið.

The Healthy Glow Powder Blush-kinnalitirnir frá Guerlain eru unnir úr 90% hreinum innihaldsefnum og gefa okkur útitekið útlit sem við sækjumst svo gjarnan eftir. Fást í Hagkaup, Smáralind.
Hér má svo sjá nokkra litatóna á módelum.

Glossaðar varir

Glossinn er heldur betur búinn að sækja í sig veðrið og keppast snyrtivöruframleiðendur við að senda frá sér nærandi og glossaðar formúlur.
Varaglossinn nýtur sín vel hér með varalitablýanti á Kendall Jenner sem sýndi nýjustu tísku Versace fyrir vor/sumar 2024.

Clarins á vinninginn þegar kemur að varaolíum en snyrtivörugúrúar á samfélagsmiðlum halda vart vatni yfir Lip Comfort Oil. Varaolían nærir, gefur smávegis lit og glossaða áferð án klístursins sem við flest viljum forðast.

Hversu fallegt varaolíu-sett frá Clarins? Komið í verslanir á góðum tíma fyrir mæðradaginn! Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Honey Tint Lip-olíurnar frá Guerlain koma í mörgum fallegum litatónum og gefa vörunum hrikalega djúsí útlit.

Sólkysst útlit

Við þurfum kannski ööörlitla hjálp þegar kemur að sólkysstu útliti þegar við búum á norðurhjara veraldar.

Við erum með augun á nýja sólarpúðrinu frá YSL, hvernig er annað hægt, eruð þið að sjá umbúðirnar? Að öllu gamni slepptu, þá höfum við ekki prófað snyrtivörur frá þeim sem við fílum ekki. Þessi fer kannski, líklega í innkaupakörfuna okkar á Tax Free.

All Hours Hyper Bronze-sólarpúður frá YSL fæst í Hagkaup, Smáralind.
Hér má sjá litatónana í All Hours Hyper Bronze-sólarpúðrinu frá YSL.
Gulfallegt, sólkysst útlit hjá Dolce & Gabbana fyrir vor/sumar 2024.
SENSAI var að senda frá sér nýja og silkimjúka formúlu af brúnkukremi sem við mælum heilshugar með. Það gefur náttúrulegan lit sem byggist fallega upp og smýgur inn í húðina á núlleinni. Fæst í Hagkaup, Smáralind.

Nýjar og spennandi húðvörur

Við erum alltaf á höttunum eftir því nýjasta og besta þegar kemur að húðvörum. Hér eru nokkrar spennandi, nýjar formúlur sem gaman er að segja frá.
Olíur rauða kamelíublómsins lofa eilífri æsku, eða svo til en blómið er ólíkt öllum öðrum með einstaka orkugefandi eiginleika. Chanel hefur þróað nýjar formúlur með þessu undri sem er gegnumgangandi í húðvörunum og snyrtivörunum frá þeim. N°1 De Chanel-serumið smýgur fljótt inn í húðina, gefur henni samstundis fallegt yfirbragð og hjálpar til við að vernda gegn umhverfisáhrifum. Vert að skoða! Fæst í Hagkaup, Smáralind.
Líkamsserum sem kemur í sprayformi er einnig partur af nýrri N°1-línu Chanel.
Rakabomba úr röðum Chanel í formi maska, fæst í Hagkaup, Smáralind.
Við mælum með því að skoða Multi-Active línuna frá Clarins er hún inniheldur meðal annars undraefnið Niacinamide sem gefur húðinni ljóma og vinnur á fínum línum. Clarins er á 30% afslætti þessa dagana í Hagkaup, Smáralind.

Japanirnir kunna þetta þegar kemur að húðvörum! Peeling púðrið frá SENSAI veitir húðinni bæði raka og sefar á meðan það endurnýjar yfirborð húðarinnar og kemur nú í sérstakri Matcha-útgáfu. Inniheldur þrjú ensím í stað korna. Eitt sem róar húðina, eitt sem nærir hana og annað sem leysir upp dauðar húðfrumur. Best að nota einu sinni til þrisvar í viku en þú munt sjá verulegan mun á húðinni eftir notkun, hún verður ljómandi sem aldrei fyrr!

Þú getur hitt á SENSAI-ráðgjafa í Hagkaup, Smáralind sem kann vel inn á vörurnar og geta svarað spurningum sem kunnu að vakna.

Clarify & Repair-kremið er einstök lúxusvara frá Guerlain sem vinnur markvisst að því að minnka ásýnd dökkra bletta á húðinni og minnka ásýnd fínna lína. Inniheldur öflugt hunang og C-vítamín sem er þekkt fyrir að styrkja húðina og gefa henni bjartara yfirbragð.

Guerlain-vörurnar fást í Hagkaup, Smáralind.

Kynþokkafullir ilmir

Í hvert einasta sinn sem við spreyjum My Way frá Giorgio Armani á okkur fáum við að heyra að það sé góð lykt af okkur. Nú bætist Nectar-útgáfa í My Way-hópinn og hann er mjög viðeigandi á þessum árstíma. Þess virði að þefa af þessum þegar þið eigið leið hjá snyrtivörudeildinni í Hagkaup, Smáralind.
Ginza eau de parfum er nýr ilmur úr röðum Shiseido sem kemur skemmtilega á óvart. Ef þú ert á höttunum eftir seiðandi sumarkvöldsilmi þá myndum við mæla með að skoða þennan.
Talandi um sexí ilmi, þá er Paradoxe frá Prada ofarlega á lista en nú er einnig í boði Paradoxe Intense sem við erum með augastað á.

Litadýrð

Nú er tíminn til að leika sér með liti, sérstaklega á augunum en snyrtivöruframleiðendur eru duglegir að spotta trendin og senda frá sér litaða augnblýanta og maskara í tonnavís.
Falleg útgáfa af lilluðum eyeliner baksviðs hjá Beccaria vor/sumar 2024.
Við mælum með eyelinerunum frá GOSH sem koma í mörgum litum og eru á viðráðanlegu verði.
Ef þú ert á höttunum eftir einhverju klassískara þá myndum við skoða 4 lita augnskuggapalletturnar frá Clarins. Augnskuggarnir eru allir sjúklega klæðilegir og auðveldir í notkun. Þessi heitir Fairy Tale Nude Gradation. Minnum á 30% afslátt af Clarins í Hagkaup, Smáralind.
Þú getur framkallað allt frá hversdagslúkki yfir í létt smokey með Clarins-augnskuggapallettunum.
Ef þú ert að leita að sólarvörn sem auðvelt er að toppa á yfir daginn þá breytir þessi sólarvörn í spreyformi frá SENSAl heldur betur leiknum.

Meira úr fegurð

Fegurð

Sumartrendin í förðun og Gosh á 20% afslætti

Fegurð

Bestu snyrtivörurnar á 20-40% afslætti

Fegurð

Vetrarsport er innblásturinn af nýrri Winter Glow-línu Chanel

Fegurð

Heitustu förðunar­trendin og spennandi snyrtivörur á afslætti

Fegurð

Heitustu hártrendin 2024

Fegurð

Bestu farðar ársins á 23% afslætti á Áramótabombu

Fegurð

Hugmyndir að dekurjólagjöfum á 20% afslætti

Fegurð

Snyrtivörur sem fengu förðunarfræðinginn okkar til að segja VÁ!