Fara í efni

Sjóðheitir sumarilmir

Fegurð - 29. maí 2024

Við elskum að fara í ferðalag með mismunandi ilmum og tengjum ólík ilmvötn og rakspíra við allskonar stórar og smáar stundir í okkar lífi. Hér erum við oftar en ekki fluttar í huganum í átt að Miðjarðarhafinu þar sem ferskir ávextir, sólarolía og kókoshnetur leika við skilningarvitin.

Ítölsk sumarást

Q frá Dolce & Gabbana er á lista yfir sjóðheita sumarilmi af góðri ástæðu. Þegar við gengum framhjá ilmvatnsrekkunum í Hagkaup og lyktuðum af Q fyrst gátum við ekki hætt að hugsa um hann. Það er eitthvað ómótstæðilega djúsí við hann og við mælum með að tékka á honum. Q er með dásamlegum ávaxtakeim en kjarninn er viður í bland við Sikileiskar sítrónur og kirsuber. Jömm, segjum við nú bara.
Rakspírinn í stíl við Q, sem sagt K (Q fyrir Queen og K fyrir King) er með sítrus ívafi í bland við kryddaðan keim, blóðappelsínuilm, sage og fíkju. Ítalskur sumarilmur eins og hann gerist bestur.

Sjóðheitt og seiðandi sexí frá Tom Ford

Ef það er eitthvað sem Tom Ford er þekktur fyrir, hvort sem það er hönnun hans eða ilmirnir, þá er það kynþokki. Við fögnum því heitt og innilega að Tom Ford-ilmirnir séu komnir í verslanir Hagkaups í Smáralind enda einstakir með meiru. Í uppáhaldi hjá okkur eru Eau De Soleil Blanc sem er bókstaflega sumar (og sex) í flösku (pistasíuhnetur, appelsínublóm, sítróna og kókos flytja konu til afskekktrar eyju í huganum). Vanilla Sex er einnig ávanabindandi en er ekki kominn hingað til lands ennþá, við bíðum spenntar!
Sumar og sex í flösku!
Oud Minéral frá Tom Ford er viðarilmur með dassi af ferskum, bleikum piparkornum og sjávarfíling. Sexí og karlmannlegur sumarilmur sem er þess virði að skoða.

Sportí spæs

Við verðum að mæla með því að lykta af Polo 67 frá Ralph Lauren. Á dögunum vorum við að leita að rakspíra til að gefa í útskriftargjöf og fórum hringinn í Hagkaup til að lykta af allnokkrum ilmum en þegar kom að þessum vorum við seld. Það er eitthvað sportí og ferskt við þennan en innblásturinn af ilminum kemur úr amerískum hafnarbolta og þeirri tilfinningu sem skapast við leikinn. Sítrus, ilmappelsína og ananas-keimur gefur honum ferskan blæ sem smellpassar eftir ræktina eða sólríkan dag.

Hlýr sumarilmur

Íslenskar konur þekkja Flowerbomb frá Viktor & Rolf vel en nýjasta viðbótin, Tiger Lily, er einstakur ilmur þar sem kókoshnetumjólk, ilmappelsína, tígrislilja, jasmína og mangó spila skemmtilega saman. Þegar þú sprautar honum fyrst á þig skaltu ekki blekkjast, hann er sterkur til að byrja með en þegar hann nær að fara inn í húðina verður eftir hlýr, ómótstæðilegur sumarilmur sem vekur eftirtekt. Viktor & Rolf vilja höfða til sterkra kvenna sem fara sínar eigin leiðir og þess vegna var val á fyrirsætunni, Emily Ratajkowski, fullkomið.

Enn ein rósin í hnappagatið frá Jean Paul Gaultier

La Belle Paradise Garden er nýjasti ilmurinn frá Jean Paul Gaultier sem er fullkomin blanda af gúrmei-vanillu, blómailmi og púðurkenndum blæ. Þú verður bara að þefa til að skylja!

Hollywood goðsögn fyrir Chanel

Hinn sjóðheiti og hæfileikaríki Timothée Chalamet er nýtt andlit Bleu De Chanel sem er tímalaus og óvanalegur ilmur sem hefur slegið í gegn hjá íslenskum körlum. Þessi kryddaði viðarilmur er alger elegans í flösku eins og Chanel er von og vísa og eitthvað sem klikkar ekki við sparileg tilefni.
Timothée Chalamet leikur í nýrri auglýsingu Bleu De Chanel sem enginn annar en Martin Scorsese leikstýrir.

Miðjarðarhafsstemning

Acqua di Gioia EDP Intense er nýjasti meðlimur Giorgio Armani-fjölskyldunnar og eins og sést á auglýsingamyndinni er stemningin suðræn og seiðandi. Ímyndaðu þér skærblátt Miðjarðarhafið og ilminn af ferskum ávöxtum á ítalskri strönd. Flaskan er svo listaverk út af fyrir sig.

Prada er með þetta

Prada Luna Rossa Ocean Eau de Parfum er jarðbundinn viðarilmur sem hefur einnig greip og vanilluívaf sem spilar snilldarlega saman svo úr verður sportí en fágaður ilmur í anda Prada. Þessi er þess virði að skoða!

Ungt, ferskt og frumlegt frá Marc Jacobs

Daisy-ilmirnir hafa verið vinsælir, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni og ekki skrítið þegar litið er til umbúðanna og auglýsingaherferðanna þeirra. Litagleði, ferskleiki og frumlegheit eru í fyrirrúmi en við mælum með að skoða nýjustu viðbæturnar: Daisy Pop, Eau So Fresh Pop, Daisy Love Pop og Daisy Wild frá Marc Jacobs ef þið eruð á höttunum eftir gjöf sem gleður yngri konurnar í ykkar lífi. Sá síðastnefndi er í uppáhaldi hjá okkur, sætur sumarilmur sem klikkar ekki! Umbúðirnar eru svo listaverk út af fyrir sig.

Notaleg nostalgía

Við sem ólumst upp á tíunda áratugnum berum sérstakar tilfinningar til CK One frá Calvin Klein. Nú er komin ný kynslóð sem elskar þennan unisex-ilm og skal engan undra. Nýjasta viðbótin heitir Ck One Reflections og minnir um margt á þann gamla, góða með sítrónu, engiferi, grænu tei og mösk-blöndu sem er sturlað næs.

Sólsetur á Santorini

Hver man ekki eftir Escada frá því á tíunda áratugnum? Ef þú ert að leita að sætum sumarilmi þá myndum við skoða þá nýjustu frá Escada en Santorini Sunset er okkar uppáhald. Eins og nafnið gefur til kynna flytur hann konu til grískra eyja á núlleinni þar sem hann ilmar af ilmappelsínu, mandarínum, jasmínu og með dassi af kryddi til að setja punktinn yfir i-ið.

Goðsagnakenndir og geggjaðir

Guerlain er eitt elsta ilmvatnshús heims og reynslan skín í gegn þar sem vandvirkni og gæði er gegnumgangandi. Aqua Allegoria Florabloom er nýr ilmur úr þeirra röðum sem heillar með blöndu af mangó, möndlum, mandarínum, rósarilmi, kókoshnetu og sandelvið. Þessi er fyrir fágaða.

Très Chic

Miss Dior parfum er elegansinn uppmálaður þar sem unnið er með upprunalega ilminn frá árinu 1947 þar sem jasmína, rósarilmur, viður og dass af mandarínu spila fallega saman, ekta franska sinfoníu. Þessi er fyrir þroskaða og elegant konu sem veit hvað hún vill.
Ilmirnir í greininni fást allir í Hagkaup, Smáralind.

Meira úr fegurð

Fegurð

Nýi ilmurinn hennar Kylie er kominn til landsins!

Fegurð

Dulúðleg og grípandi haustlína Chanel 2024

Fegurð

Förðunar­fræðingurinn okkar mælir með nýjum og spennandi snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Nýtt frá Chanel

Fegurð

Þetta er klippingin sem allar kúl stelpurnar verða með á næstunni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með frá MAC

Fegurð

Best í brúnku! Nýjar og ljómandi snyrtivörur á Tax Free

Fegurð

Nýjar og spennandi snyrtivörur á Tax Free