Hýalúronsýra eða Hyaluronic Acid er innihaldsefni sem allir geta notað en það er náttúrulegt efni sem finnst í húðinni. Þegar við fæðumst er hún stútfull af því en þegar við eldumst þá minnkar náttúrulegt magn af efninu í húðinni okkar.
En hvað er Hyaluronic Acid? Því er best lýst sem rakamiklu innihaldsefni sem gerir húðina þrýstna og fulla af raka. Þannig getur það virkað vel fyrir bæði þurra húð og til að draga úr einkennum öldrunar í húðinni þar sem eitt af fyrstu einkennunum er þurrkur og rakatap. Þess vegna er þetta innihaldsefni sem tilvalið er að nota frekar snemma á lífsleiðinni.
En tölum nú um vörur með Hyaluronic Acid sem geta nýst ykkar húð og hvernig þær virka.
Serum
Með því að nota serum með Hyaluronic Acid fer sýran djúpt inn í húðina og fyllir hana af raka innan frá. Húðin verður því þrýstnari og fær notalega tilfinningu.
Augnkrem
Hyaluronic Acid gefur augnsvæðinu þægilega tilfinningu og styrkir þunnu húðina sem er í kringum augun. Augnsvæðið verður því frísklegra með hverjum deginum sem líður.
Dagkrem
Að nota dagkrem með Hyaluronic Acid er sérstaklega gott fyrir rakaþurra húð á hvaða aldri sem er því það veitir húðinni þægindi yfir daginn og auka raka.
Næturkrem
Almennt eru næturkrem ríkari af virkum innihaldsefnum þar sem það er meira pláss fyrir þau, því næturkrem innihalda t.d ekki sólarvörn sem tekur að sjálfsögðu pláss í mörgum kremum. Með því að nota næturkrem með Hyaluronic Acid fyllist húðin því af raka yfir nóttina.
Nú er tíminn til að gefa húðinni góðan raka fyrir komandi kaldan vetur og rakaþurrk sem getur fylgt íslensku loftslagi.