Fara í efni

Undraefnið sem allir geta notað

Fegurð - 27. október 2020

Húðin er stærsta líffærið okkar og það er mikilvægt að hugsa vel um hana og setja saman rútínu sem hentar þinni húðgerð. Í dag er mikið talað um alls konar innihaldsefni og líklega mörgum sem finnst flókið og erfitt að átta sig á því í hvaða röð á að nota hvaða innihaldsefni og hvaða vörur á að nota. Okkur langar að reyna að einfalda þetta fyrir ykkur.

Hýalúronsýra eða Hyaluronic Acid er innihaldsefni sem allir geta notað en það er náttúrulegt efni sem finnst í húðinni. Þegar við fæðumst er hún stútfull af því en þegar við eldumst þá minnkar náttúrulegt magn af efninu í húðinni okkar.

En hvað er Hyaluronic Acid? Því er best lýst sem rakamiklu innihaldsefni sem gerir húðina þrýstna og fulla af raka. Þannig getur það virkað vel fyrir bæði þurra húð og til að draga úr einkennum öldrunar í húðinni þar sem eitt af fyrstu einkennunum er þurrkur og rakatap. Þess vegna er þetta innihaldsefni sem tilvalið er að nota frekar snemma á lífsleiðinni.

En tölum nú um vörur með Hyaluronic Acid sem geta nýst ykkar húð og hvernig þær virka.

Serum

Með því að nota serum með Hyaluronic Acid fer sýran djúpt inn í húðina og fyllir hana af raka innan frá. Húðin verður því þrýstnari og fær notalega tilfinningu.

Revitalift Filler Serum frá L‘Oréal Paris fæst í Hagkaup og Lyfju, Smáralind.

Hyalu B5-línan frá La Roche-Posay fæst í Lyfju, Smáralind.

Augnkrem

Hyaluronic Acid gefur augnsvæðinu þægilega tilfinningu og styrkir þunnu húðina sem er í kringum augun. Augnsvæðið verður því frísklegra með hverjum deginum sem líður.

Margir hyljarar eru líka komnir með virk innihaldsefni eins og nýju Eye Cream in a Concealer-hyljararnir frá L´Oréal Paris. Þeir fást í Hagkaup og Lyfju, Smáralind.

Dagkrem

Að nota dagkrem með Hyaluronic Acid er sérstaklega gott fyrir rakaþurra húð á hvaða aldri sem er því það veitir húðinni þægindi yfir daginn og auka raka.

Revitalift Filler-línan frá L´Oréal Paris er þekkt fyrir að fylla húðina með Hyaluronic Acid. Vörurnar fást í Hagkaup og Lyfju, Smáralind.

Næturkrem

Almennt eru næturkrem ríkari af virkum innihaldsefnum þar sem það er meira pláss fyrir þau, því næturkrem innihalda t.d ekki sólarvörn sem tekur að sjálfsögðu pláss í mörgum kremum. Með því að nota næturkrem með Hyaluronic Acid fyllist húðin því af raka yfir nóttina.

Ef þú hefur ekki kynnst þessu töfra innihaldsefni getur líka verið sniðugt að prófa ampúlur með Hyaluronic Acid sem gefur húðinni extra mikinn raka. Þú finnur t.d Revitalift Filler-ampúlurnar í Hagkaup og Lyfju, Smáralind.

Nú er tíminn til að gefa húðinni góðan raka fyrir komandi kaldan vetur og rakaþurrk sem getur fylgt íslensku loftslagi.

Meira úr fegurð

Fegurð

Förðunarfræðingurinn okkar mælir með á Tax Free

Fegurð

Nýi ilmurinn hennar Kylie er kominn til landsins!

Fegurð

Dulúðleg og grípandi haustlína Chanel 2024

Fegurð

Förðunar­fræðingurinn okkar mælir með nýjum og spennandi snyrtivörum á Tax Free

Fegurð

Nýtt frá Chanel

Fegurð

Þetta er klippingin sem allar kúl stelpurnar verða með á næstunni

Fegurð

Förðunarfræðingur mælir með frá MAC

Fegurð

Best í brúnku! Nýjar og ljómandi snyrtivörur á Tax Free