Fara í efni

50 skuggar af grænu

Heimili & hönnun - 15. júní 2022

Fagurgrænir litatónar verða áfram og raunar enn meira áberandi í innanhússhönnun, innréttingum, húsgögnum, textíl og öðrum heimilismunum næstu misserin.

Litrófið fagurgræna er svo dásamlegt því það spannar allt frá köldum mosagrænum blæbrigðum, djúpum smaragðsgrænum út í umferðaljósa-neongræna og ljósa salvíutóna. Og þrátt fyrir mismunandi smekk fólks þá eru fáir sem fíla ekki þennan erkilit náttúrunnar.

Grænn tendrar náttúrubarnið í okkur. Hann heilar, nærir og kemur jafnvægi á umhverfið.

Húsgögn

Líklega er græni tónninn sjaldgæfari í húsgögnunum sjálfum en smærri hlutum en það er einmitt það sem gerir það svo sérstakt og öðruvísi að velja sér stærri munina í grænum tónum. Um leið fara þeir afar vel með viðarhúsgögnum, leðri, taui og hverju sem er og því auðvelt að leyfa sér að velja græn húsgögn inn á heimilið.

Tulou sófaborð - Epal, 31.000 kr.
3 sæta sófi frá Hay - Penninn, 559.708 kr.
Grace sófi frá Bolia - Snúran, 504.800 kr.
Stóll frá Ferm Living - Epal, 44.000 kr.
Bekkur frá Hay - Penninn Eymundsson, 73.557 kr.
Vitra stóll - Penninn Eymundsson, 62.375 kr.
Wegner stóll úr beyki - Epal, 85.000 kr.
Stóll frá Muuto - Epal, 46.000 kr.
Spegill frá Reflection Copenhagen - Snúran, 158.900kr.
Borð með skúffum frá Kartell - Dúka, 29.900 kr.
Kollur/borð frá Simon Legald - Epal, 35.900 kr.
Kollur frá Jakobsdals - Snúran, 55.900 kr.
Rúmgafl frá Jakobsdals - Snúran, 179.900kr.

Textíll

Textíll er eftirlætis verslunarvara margra, enda mottur, púðar, teppi og slíkt það sem gefur heimilinu alls kyns grófari áferð og hlýleika um leið. Grænn textíll er yndislegur því það er pínulítið eins og að hleypa grófu grænu grasi inn á heimilið eða pínu hrjúfri nú eða mjúkri náttúru inn í stofu.

Veggteppi frá Ferm Living - Epal, 19.950 kr.
Motta frá Bolia - Snúran, 32.000 kr.
OYOY MINI motta - Snúran, 16.500 kr.
Púði frá Hay - Epal, 11.500 kr.
Púðar - Snúran, 11.900 kr.
Jakobdals dúkur - Snúran, 14.900 kr.
Motta frá Linie Design - Epal, 51.900 kr.
Teppi frá Hay - Epal, 10.500 kr.
Teppi Miami frá Silkeborg - Líf og list, 28.990 kr.
Rúmföt frá HAY - Epal, 12.500 kr.
Rúmföt frá HAY - Epal, 12.500 kr.
Rúmteppi frá Takk - Epal, 17.900 kr.

Gler og keramik

Fátt er fegurra í heimi hér en ljós sem smýgur í gegnum litað gler, og ekki er verra ef birtan verður grænleit. Græni liturinn sést víða í vösum en einnig keramík, takið eftir mosa- og myntutónum í keramikinni, sérlega fallegt.

Vasi eftir Önnu Þórunni - Epal, 14.900 kr.
Kokteilglös,frá Specktrum - Dúka, 3.490 kr.
Vasi frá Knabstrub Keramik - Líf og list, 4.780 kr.
Kertastjaki frá Reflections Copenhagen - Snúran, 22.900 kr.
Blómavasi frá Ro collection - Epal, 19.700 kr.
Emerald kokteilglös - Líf og list, 11.860 kr.
Vasi frá Ferm Living - Epal, 16.700 kr.

Lýsing

Græni liturinn veitir okkur mikla ró, minnkar streitu og hjálpar við að slaka á. Hann nýtur sín einstaklega vel á smekklegum lömpum og ljósum.

Borðlampi frá Leitmotiv - Líf og list, 13.450 kr.
Borðlampi frá Hay - Epal, 33.900 kr.
Flowerpot lampi - Epal, 26.900 kr.
Ballroom veggljós - Snúran, 65.900 kr.
Lampi frá Hay - Penninn Eymundsson, 49.256 kr.
Hengilampi frá Muuto - Epal, 24.500 kr.
Louis Poulsen hengilampi - Epal, 92.000 kr.
Frandsen Grace Loftljós - Dúka, 39.900 kr.
Lampi frá Iittala - Líf og list, 48.360 kr.

Blómstrandi

Það er varla meira við hæfi en hafa vasa undir fagurgrænar plöntur og blóm í samskonar litaþema.

Grænn táknar vöxt, öryggi, ferskleika og sátt.
Blómapottur frá Bolia - Snúran 8.000 kr.
Blómapottur frá KINTO - Epal, 5.400 kr.
Blómapottur frá Ferm Living - Epal, 6.300 kr.
Blómapottar frá Rosendahl - Dúka, verð frá 1.690 kr.
Blómapottur frá Iittala - Líf og list, 11.950 kr.
Vasi/stjaki frá FÓLK - Epal, 9.500 kr.

Smámunir

Það besta við smámuni heimilisins er að það eru einmitt þeir sem eiga helst að vera í lit. Og það góða við græna litinn er að flestum líður vel innan um hann en samt poppar hann upp stílinn!
Veggpjald, Snúran - 8.290 kr.
Vaðfugl eftir Sigurjón Pálsson - Epal, 7.150 kr.
Þurrkuð blóm - Epal, 2.900 kr.
Vasi frá Cooee - Líf og list, 5.920 kr.
Karfa, Epal - 7.500 kr.
Fatahengi Vitra - Penninn Eymundsson, 34.632 kr.
Blaðra frá By on - Snúran, 5.690 kr.
Iittala viskastykki - Snúran, 2.250 kr.
Hitakanna frá Evu Solo -Líf og list, 17.950 kr.
Bakki frá Architectmade - Epal, 25.800 kr.
Bitz kanna - Snúran, 5.890 kr.
Diskur frá Finnsdóttur - Snúran, 6.900 kr.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home