Húsgögn
Líklega er græni tónninn sjaldgæfari í húsgögnunum sjálfum en smærri hlutum en það er einmitt það sem gerir það svo sérstakt og öðruvísi að velja sér stærri munina í grænum tónum. Um leið fara þeir afar vel með viðarhúsgögnum, leðri, taui og hverju sem er og því auðvelt að leyfa sér að velja græn húsgögn inn á heimilið.
Textíll
Textíll er eftirlætis verslunarvara margra, enda mottur, púðar, teppi og slíkt það sem gefur heimilinu alls kyns grófari áferð og hlýleika um leið. Grænn textíll er yndislegur því það er pínulítið eins og að hleypa grófu grænu grasi inn á heimilið eða pínu hrjúfri nú eða mjúkri náttúru inn í stofu.
Blómstrandi
Það er varla meira við hæfi en hafa vasa undir fagurgrænar plöntur og blóm í samskonar litaþema.
Grænn táknar vöxt, öryggi, ferskleika og sátt.
Smámunir
Það besta við smámuni heimilisins er að það eru einmitt þeir sem eiga helst að vera í lit. Og það góða við græna litinn er að flestum líður vel innan um hann en samt poppar hann upp stílinn!