Eitt það skemmtilegasta við að skreyta hátíðarborðið er að leyfa sér að nota sparileg kerti og kertastjaka til hátíðarbrigða.
Þessi kertastjaki frá IIttala er góður undir klassísk kerti, sprittkerti og kubbakerti. Armarnir fjórir eru fallegir undir kerti allt árið um kring en líka tilvaldir til að skreyta og nýta sem aðventukrans yfir hátíðarnar.
Borðspjöld eru góð til hátíðarbrigða.
Kransa má nýta á marga vegu hvort sem er á veisluborðið, hurðina eða sem veggskraut.
Ekki má gleyma að á jólum þarf að bera fram ýmiskonar konfekt og smáveitingar og því nauðsynlegt að huga að fallegum bökkum og skálum.
Hvítt, stílhreint postulín stenst tímans tönn. Klassískt, hátíðlegt og passar við allt.
Að skapa hátíðlegt veisluborð setur tóninn fyrir eftirminnilegustu kvöldstundir ársins. Fyrir mörgum eru jól ekki jól nema kerti og stell séu hvít og það glitti í gyllta tóna.
Gyllt borðáhöld fara einstaklega vel með hvítu matarstelli og undirstrika hátíðleikann.
Það er gaman að taka fram falleg kokteilglös því bæði er hægt að nota þau fyrir fordrykkinn eða undir eftirréttinn!