Barnaherbergi fara ekki varhluta af tískunni fremur en önnur rými á heimilinu og því er kannski ekki úr vegi að byrja á því að spyrja hvaða straumar og stefnur setji helst mark sitt á þau um þessar mundir?
„Þetta fer auðvitað algjörlega eftir aldri barna,“ segir Sverirr Þór Viðarsson innanhússarkitekt. „Ef við tökum Skandinavíu sem dæmi þá sér maður að Sebra-rúmin svokölluðu eru víða og mikið um jarðliti í húsgögnum og dóti fyrir yngri börnin, allt voða „beige“ eitthvað. Það er greinilega verið að verja fjármunum í þessi rými.“
Hann segir að þegar kemur að því að innrétta barnaherbergi skipti þó mestu máli að skapa umhverfi sem barninu líður vel í.
„Það þarf að búa til aðlaðandi rými fyrir barnið sjálft,“ segir hann, „rými þar sem því líður vel. Þetta á ekki að vera eins og útstilling í hönnunarblaði þar sem má varla leika sér og aðgengi að dóti og bókum er ábótavant þar sem hillum er stillt of hátt upp, sem dæmi.“
Það þarf að búa til aðlaðandi rými fyrir barnið sjálft, rými þar sem því líður vel.
Stella Birgisdóttir innanhússhönnuður, hjá Béton Studio arkitekta- og innanhússhönnunar stúdíó, tekur í sama streng.
„Já, það gilda svolítið önnur lögmál þegar kemur að því að innrétta barnaherbergi. Í fyrsta lagi þarf að hugsa um öryggi þeirra og þjóna þeirra þörfum,“ bendir hún á. „Herbergið þarf að vera þægilegt í umgengni og efnisval náttúrulegt. Svo er góð regla að hafa ekki of mikið í kringum börn, heldur frekar að skipta leikföngum reglulega út því í grunninn þurfa þau ekki mikið til að láta hugmyndaflugið ráða.“
Gott skipulag gulls ígildi
Sverrir og Stella eru sammála að gott skipulag hafi mikil áhrif á vellíðan barnsins og því sé mikilvægt að hafa það í lagi. En hver er lykillinn að góðu skipulagi?
„Það er gott að geta haft hlutina í röð og reglu, eins og hægt er,“ nefnir Stella. „Það er því gott að brýna fyrir barninu að hver hlutur eigi sér sinn stað í herberginu og svo er ekki úr vegi að kenna því að meta færri og vandaðri hluti, enda er of mikið dót oft ávísun á drasl og óreiðu.“
Undir þau orð tekur Helga Sigurbjarnadóttir innanhússarkitekt.
„Það er mjög gott að hlutirnir eigi sinn stað og í því samhengi koma kassar og box að góðum notum,“ segir hún. „Að sama skapi er mikilvægt að aðgengi að dóti og öðru sem er í herberginu sé auðvelt.
Stella kinkar kolli.
„Já, börn þurfa að geta nálgast leikföngin sín sjálf og geta gengið frá eftir að þau hafa leikið sér, það er hluti af góðu skipulagi.“
Það er gott að brýna fyrir barninu að hver hlutur eigi sér sinn stað í herberginu og svo er ekki úr vegi að kenna því að meta færri og vandaðri hluti, enda er of mikið dót oft ávísun á drasl og óreiðu.
Undir þau orð tekur Helga Sigurbjarnadóttir innanhússarkitekt.
„Það er mjög gott að hlutirnir eigi sinn stað og í því samhengi koma kassar og box að góðum notum,“ segir hún. „Að sama skapi er mikilvægt að aðgengi að dóti og öðru sem er í herberginu sé auðvelt.
Stella kinkar kolli.
„Já, börn þurfa að geta nálgast leikföngin sín sjálf og geta gengið frá eftir að þau hafa leikið sér, það er hluti af góðu skipulagi.“
Helga ítrekar að nauðsynlegt sé að herbergið mæti fyrst og fremst þörfum barnsins. „Gott rúm, gott aðgengi að fötum hvort sem það er fataskápur eða kommóða og góðar hirslur fyrir dót,“ telur hún upp. „Það er líka sniðugt að notast við snaga en á þá er auðveldlega hægt að hengja föt og annað sem oft endar á gólfinu.“
Hún bendir á að eins sé snjallt að reyna að hafa sem mest gólfpláss, sérstaklega í minni rýmum, en það sé hægt til dæmis með því að hafa hillur og aðrar hirslur vegghengdar.
Vönduð húsgögn og öryggi í fyrirrúmi
Sverrir segir að einnig þurfi að gæta þess að húsgögn hæfi aldri og stærð barnsins hverju sinni og því sé gott að reyna að kaupa vönduð húsgögn sem geta „vaxið“ með barninu.
Að mati Helgu gildir það ekki hvað síst um barnarúm. „Það er mjög sniðugt að velja rúm sem stækka með barninu. Góð dýna er líka nauðsynleg og svo gefur það alltaf hlýleika að hafa fallega himnasæng, sérstaklega hjá yngri börnum.“
„Einmitt, rúmið er stór partur af herberginu og það getur þar af leiðandi verið skemmtilegt að hafa himnasæng,“ segir Stella, „eða bangsa og litríka púða til að gera rúmið ævintýralegra.“
„Svo skiptir auðvitað miklu máli að rúmið sé öruggt og henti aldri barnsins,“ segir Helga með áherslu.
Það er alltaf gott að huga að góðu skipulagi þegar kemur að því að raða inn í barnaherbergi en það eykur líkurnar á því að barninu líði vel þar inni.
Spurð hvort henni finnist skrifborð nauðsynlegt segir Helga það vera mjög persónubundið. „Að mínu mati er alveg eins gott að sleppa því og vera frekar með meira hillupláss.“
„Eins og String-hillur,“ tekur Sverrir sem dæmi. „Það er auðvelt að breyta þeim og aðlaga eftir aldri barnsins.“
„Já, það er svo mikilvægt að hlutir í herberginu hæfi þroskastigi barnsins hverju sinni,“ segir Stella og brosir.
Notalegir litir og mýkri gólfefni
Öll eru þau á því að sniðugt sé að barnaherbergi taki að einhverju leyti mið af persónuleika og áhugamálum barnsins. „Já það tel ég mikilvægt, þegar þau hafa þroska til að hafa einhverja skoðun á því,“ segir Sverrir. „Enda líður barninu tvímælalaust betur í því umhverfi sem það tengir við og hefur áhuga á.“
Þetta eigi til að mynda við þegar til standi að mála herbergið. Þá sé gott að barnið sé haft með í ráðum og því leyft að hafa skoðun á sínu eigin rými. „Herbergið þarf ekkert endilega að endurspegla heildarútlit húsnæðisins,“ segir hann, „en það eru mun meiri líkur á að barninu líði vel í umhverfi sem það á þátt í að skapa.“
Hvað liti varðar segir Sverrir jarðlitina fyrrnefndu og „beige“ eða drapplitaðan vera enn í tísku.
„Mjúkir, notalegir litir, hlýleg efni og gott skipulag er það sem oftast virkar,“ skýtur Helga inn í.
„Svo er auðvitað gaman að leika sér með veggfóður,“ bætir hún við. „Sérstaklega ef hægt er að finna eitthvað sem snýr að áhugamáli barnsins.“
Herbergið þarf ekkert endilega að endurspegla heildarútlit húsnæðisins, en það eru mun meiri líkur á að barninu líði vel í umhverfi sem það á þátt í að skapa.
Hvað gólfefni varðar segir Sverrir mikilvægt að velja efni sem eru „alls ekki of hörð“, eins og flísar eða flotað steingólf eru.
Hvað gólfefni varðar segir Sverrir mikilvægt að velja efni sem eru „alls ekki of hörð“, eins og flísar eða flotað steingólf eru.
„Það er ekki þægilegt að leika sér á því,“ útskýrir hann, „auk þess sem hljóðvistin verður verri. Ég mæli því með að fólk setji mjúka mottu í herbergið, til dæmis ef parket er á gólfinu, þar sem barnið getur leikið sér.“
Hvernig lýsingu á að velja?
Hvað með lýsingu, hvernig er best að haga henni? Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður og eigandi lýsingarhönnunarstofunnar Hildiberg, tekur við keflinu. „Það skiptir máli að miða hana við aldur barnsins,“ segir hann. „Það er nefnilega ekki það sama sem hentar litlum börnum og svo eldri krökkum og unglingum.“
Kristján útskýrir að yngstu börnin skynji birtu betur og því geti of mikil lýsing verið mjög truflandi fyrir þau. Hann mælir því með jafnri birtu fyrir yngstu börnin sem gefi „mjúka skugga og mikla dreifingu“.
„Á kvöldin getur svo verið sniðugt að vera með annað „atmo“, huggulega birtu sem gefur til kynna að það sé kominn háttatími, en þeim áhrifum sem má ná fram fram bæði með „dimmer“ og / eða kósí gólf- eða borðlampa,“ bendir hann á.
Við notum einfaldar lausnir í barnaherbergjum til að hægt sé að laga hlutina að breyttum forsendum eftir því sem börnin eldast. Gerum sem dæmi ráð fyrir utanáliggjandi loft- og veggljósum og eins tenglum fyrir gólf- og vegglampa.
Ef dimmer er notaður þurfi þó að tryggja að ljósið flökti ekki, því glýja frá ljósabúnaði geti truflað yngri börn mikið. „Og best er að sleppa næturljósi þar sem jafnvel minnsta birta hefur áhrif á gæði svefns,“ segir hann.
Önnur lögmál gildi um eldri krakka. Þau séu meira í herberginu sínu en þau yngri og nota það öðruvísi. Það kalli á annars konar ljós og lýsingu; kastara, sem varpa ljósi á myndir á veggjum, veggljós, borð- og /eða gólflampa, í stað jöfnu birtunnar sem henti yngri börnum. Og þegar þau eldri komist á þann aldur að fara að spila tölvuleiki verði ljósaperur með breytanlegum lit og ljósaborðar gjarnan að einskonar staðalbúnaði.
„Þannig að það fer eftir aldri hvernig lýsingu börn vilja og þurfa á að halda,“ segir Kristján, „en í öllum tilvikum er gott að taka samtalið og láta börnunum finnast þau vera með í ákvarðanatökunni.“