Fara í efni

Brilljant brúðar­gjafa­hug­myndir

Heimili & hönnun - 20. júlí 2022

Brúðargjafir eru svo dásamlegar að því leyti að gefendur vita að bæði munu þær til framtíðar minna brúðhjónin á daginn gleðilega og stuðla að góðu heimilislífi þar sem fallegir og nytsamlegir munir prýða híbýlin. Brúðargjafir eru því engar venjulegar gjafir.

Í eina sæng

Sængurföt eru tilvalin brúðargjöf fyrir verðandi brúðhjón. Eitthvað sem mun seint enda uppi í skáp og safna ryki. Falleg rúmföt gefa ekki bara fögur fyrirheit um rómantískar kúrustundir heldur skapa hlýlegt andrúmsloft.
Stílhrein og falleg rúmföt falla aldrei úr tísku.
Sængurföt frá Södahl.
Líf og list, 15.450 kr.
Sængurver frá Ernu, Epal, 19.900 kr.
Rúmfötin frá Ernu eru úr 300 þráða satínefni sem er ofið úr lífrænni bómull.
Sængurföt frá IHanna Home, Epal, 15.500 kr.
Rúmteppi eru tilvalin til að skapa ró og jafnvægi í svefnherberginu.
Rúmteppi frá Ferm Living, Epal, 28.000 kr.
Rúmteppi frá Juna, Líf og list, 21.500 kr.
Rúmteppi frá Mette Ditmer, Snúran, 21.900 kr.

Þar sem hjartað slær

Líklega eru engar gjafir notaðar jafnmikið og þær sem rata í eldhúsið. Svo ef brúðkaupsgestir vilja vera 100% á því að gjafirnar séu nýttar til hins ítrasta er nokkuð öruggt að veðja á áhöld og búnað sem töfrar fram kaffibolla, hnallþórur og matarveislur framtíðarinnar.
Gjafir fyrir eldhúsið eru praktískar og verða líklegast mikið í notkun hjá nýju brúðhjónunum.
Le Creuset framleiðir hágæða eldhúsvörur. Vörulínan þeirra kemur í fjölmörgum litatónum, svo það er leikur einn að finna þann rétta.
Le Creuset-pottur, Líf og list, 64.990 kr.
Koparpanna frá Blomsterberg, Líf og list, 19.750 kr.
Bistro pottjárnspottur, Dúka, 14.990 kr.
Uppþvottamotta frá OYOY.
Dúka, 5.990 kr.
Flora-línan frá Royal Copenhagen.
Kaffibolli frá Royal Copenhagen, Líf og list, 8.690 kr.
Vatnsflaska frá Blomus úr Snúrunni.
Snúran, 9.700 kr.
Salatáhöld úr eik frá Georg Jensen, Líf og list, 8.980 kr.
Hnífaparasett frá Rosendahl, Dúka, 32.990 kr.
Bollar frá HAY 2stk, Penninn Eymundsson, 8.479 kr.
Marmarabakki frá Norman Copenhagen, Líf og list, 10.490 kr.
Stelton-hraðsuðuketill, Epal, 13.000 kr.
Hraðsuðuketill frá HAY, Penninn Eymundsson, 16.699 kr.
Pressukanna frá HAY, Penninn Eymundsson, 10.499 kr.
Vertuo Next kaffivél, Nespressó, 32.995 kr.
Aarke-kolsýrutæki, Líf og list, 32.990 kr.
Með því að útbúa okkar eigið sódavatn stuðlum við ekki bara að betra umhverfi heldur spörum við líka ferðir í endurvinnsluna!

Með vaxandi ást

Það má þó ekki gleyma því, þrátt fyrir notagildissjónarmið að stundum eru munir bara svo fagrir að það er bara bónus ef hægt er að setja kerti í þá eða blóm. Sannkölluð stofustáss er klassísk og eilíf gjöf.
Chamber vasi frá HAY, Penninn Eymundsson, 14.499 kr.
Kertastjaki frá HAY, Penninn Eymundsson, 9.899 kr.
Kertastjaki frá Cooee, Líf og list, 14.950 kr.
Blómapottur frá AYTM.
Epal, 14.900 kr.
Vasi frá Muuto.
Epal, 31.000 kr.
Vasi frá Cooee.
Líf og list, 9.950 kr.
Stoff Nagel-vösunum/kertastjökunum er hægt að stafla saman en þannig geta þeir vaxið með hverju brúðkaupsafmælinu, líkt og ástin.
Stoff Nagel-vasi, Dúka, verð frá 4.190 kr.

Lífsins ferðalag

Fáir ganga í hnapphelduna án þess að ætla í einhverskonar ferðalag í framhaldinu. Að geta gengið að fallegum og góðum ferðatöskum og ferðabúnaði er ómetanlegt og þannig verðið þið jú ofurlítið með þeim í för.
Ferðataska er brilljant brúðkaupsgjöf!
Handfarangurstaska frá Samsonite, A4, 39.990 kr.
Ferðataska frá Travelite, Penninn Eymundsson, 43.999 kr.
Ferðataska frá Delsey, Penninn Eymundsson, 57.749 kr.
Góða ferð!

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home