Í eina sæng
Sængurföt eru tilvalin brúðargjöf fyrir verðandi brúðhjón. Eitthvað sem mun seint enda uppi í skáp og safna ryki. Falleg rúmföt gefa ekki bara fögur fyrirheit um rómantískar kúrustundir heldur skapa hlýlegt andrúmsloft.
Þar sem hjartað slær
Líklega eru engar gjafir notaðar jafnmikið og þær sem rata í eldhúsið. Svo ef brúðkaupsgestir vilja vera 100% á því að gjafirnar séu nýttar til hins ítrasta er nokkuð öruggt að veðja á áhöld og búnað sem töfrar fram kaffibolla, hnallþórur og matarveislur framtíðarinnar.
Le Creuset framleiðir hágæða eldhúsvörur. Vörulínan þeirra kemur í fjölmörgum litatónum, svo það er leikur einn að finna þann rétta.
Með því að útbúa okkar eigið sódavatn stuðlum við ekki bara að betra umhverfi heldur spörum við líka ferðir í endurvinnsluna!
Með vaxandi ást
Það má þó ekki gleyma því, þrátt fyrir notagildissjónarmið að stundum eru munir bara svo fagrir að það er bara bónus ef hægt er að setja kerti í þá eða blóm. Sannkölluð stofustáss er klassísk og eilíf gjöf.
Lífsins ferðalag
Fáir ganga í hnapphelduna án þess að ætla í einhverskonar ferðalag í framhaldinu. Að geta gengið að fallegum og góðum ferðatöskum og ferðabúnaði er ómetanlegt og þannig verðið þið jú ofurlítið með þeim í för.
Góða ferð!