Søstrene Grene er einn af allra uppáhaldsstöðunum okkar þegar páskarnir nálgast, því þá fyllist verslunin af sætu páskaskrauti. Systurnar eru líka duglegar við að koma með hugmyndir að því hvernig hægt er að föndra með börnunum á einfaldan hátt og við urðum að deila hrikalega sætu páskaföndri með ykkur hér.