Dúkar í fallegum djúpum litum, gulum, grænum eða rauðum tónum leggja drög að stemningunni og dekka borðið með nostalgíu.
Árstíðabundin hátíðarlína frá Royal Copenhagen. Skreytt grenilengjum, rauðum slaufum, gullbjöllum og öðru skrauti sem minnir á gamla tíma. Fullkomið sparistell á jólunum og skemmtilegt að blanda með öðrum stellum.
Það er vel við hæfi að bera fram heimagerðar smákökur eða konfekt í þessum fallegu smákökuboxum frá Rosenthal sem minna á liðna tíð.
Það er vissulega ákveðin nostalgía sem fylgir glösum og könnum í stíl sjöunda og áttunda áratugarins. Margir ólust einmitt upp við að jólaölið væri borið fram í Ultima Thule-könnu.
Sparilegar servíettur eru ómissandi á hátíðarborðið og slá tóninn fyrir borðhaldið. Ekki verra að hafa þær skemmtilega retró.
Gamaldags kertastjakar njóta sín vel á jólunum með kertum í öllum regnbogans litum.
Georg Jensen framleiðir ár hvert jólaskraut í silfri og húðuðu gulli. Klassísk hönnun sem er sérstaklega hátíðleg og töfrar fram fortíðarljóma á veisluborðið.
Fléttað jólaskraut úr basti minnir á skandinavískar jólaskreytingar frá síðustu öld.
Pappírsskraut var fyrirferðarmikið á síðustu öld og gefur jólunum ákveðinn fortíðarblæ í allri sinni dýrð.
Jólaborðið lifnar við með fígúrum sem við tengjum sérstaklega við jólin, ævintýralegt fyrir unga sem aldna.
Svo er það glansið og glitrið, næfurþunnt og viðkvæmt jólaskrautið sem við umgöngumst með virðingu og varkárni til að bróta ekki. Eiginlega ómótstæðilegt.