Gólfmottur gefa barnaherberginu karakter og hlýju og poppa upp gólfefni sem eru kaldari. Þær eru líka sniðugar til að afmarka rými, eins og fyrir leiksvæði.
Þessi skemmtilega regnbogamotta rammar svefnsvæðið fallega inn.
Ekki má gleyma að mottur geta auðveldlega verið partur af leik barnanna, sér í lagi ef kirsuber fær að vera með!
Það er auðvelt að freistast til að spjalla aðeins við svona sætan svepp áður en farið er á fætur.
Dýramottur geta verið hálfgerðir vinir í barnaherberginu og líka verndað svefnstaðinn eins og þetta föngulega ljón.
Það er ógurlega fagurt að láta textíl á vegg kallast á við textíl á gólfi og einstaklega vel heppnað hér með regnbogateppi og ljónamottu.
Klassísku röndóttu motturnar eru alltaf sígildar.
Jörðin hún snýst um sólina...
Hnötturinn býður upp á ævintýraleg ferðalög fyrir litla fætur.
Ótrúlega skemmtileg útfærsla: Borð, stólum, blöðum og skriffærum komið fyrir á mottu með bókstöfum. Þá er alltaf hægt að kíkja á mottuna í leit að rétta stafnum til að æfa.