Fara í efni

Gerðu barnaherbergið hlýlegt á einfaldan hátt

Heimili & hönnun - 30. september 2022

Að stíga fram úr rúminu á köldum vetrarmorgnum getur verið áskorun. Það er þó einfaldara ef það er mjúk og hlýleg motta sem bíður og litlir fætur kunna einkum vel að meta það. Og ekki er verra ef mottan gleður augað um leið.

Gólfmottur gefa barnaherberginu karakter og hlýju og poppa upp gólfefni sem eru kaldari. Þær eru líka sniðugar til að afmarka rými, eins og fyrir leiksvæði.
Motta frá Lorena Canals, Epal, 25.000 kr.
Rengbogamotta frá OYOY, Snúran, 19.990 kr.
Motta úr H&M Home, Smáralind.
Þessi skemmtilega regnbogamotta rammar svefnsvæðið fallega inn.
Motta frá Sebra, Epal, 12.000 kr.
Motta úr H&M Home, Smáralind.
Fjögurra laufa smári, motta frá OYOY, Snúran, 16.500 kr.
Ávextir eru áberandi í mottuskreytingum í barnaherbergi og ágætis áminning um að gleyma ekki sínum fimm á dag.
Motta frá Ferm Living, Epal, 12.500 kr.
Ekki má gleyma að mottur geta auðveldlega verið partur af leik barnanna, sér í lagi ef kirsuber fær að vera með!
Kirsuberjamotta frá OYOY, Snúran, 14.990 kr.
Jarðarberjamotta, Epal, 12.900 kr.
Perumotta frá Ferm Living, Epal, 11.900 kr.
Það er auðvelt að freistast til að spjalla aðeins við svona sætan svepp áður en farið er á fætur.
Sveppamotta frá OYOY, Snúran, 14.990 kr.
Að láta mottuna liggja hálfa undir rúminu gefur herberginu mjög gott flæði.
Bastmotta, Snúran, 14.900 kr.
Motta, Söstrene Grene, 3.098 kr.
Motta, Söstrene Grene, 4.380 kr.
Dýramottur geta verið hálfgerðir vinir í barnaherberginu og líka verndað svefnstaðinn eins og þetta föngulega ljón.
Sniðugt er að setja stærri mottur upp við rúmið þannig að þær nýtast bæði til að taka á móti þreyttum litlum einstaklingum á morgnana og svo við leik á daginn.
Motta frá Sass and Belle, Líf og list, 2.950 kr.
Motta frá OYOY, Dúka, 16.990 kr.
Það er ógurlega fagurt að láta textíl á vegg kallast á við textíl á gólfi og einstaklega vel heppnað hér með regnbogateppi og ljónamottu.
Motta frá OYOY, Dúka, 16.990 kr.
H&M Home, Smáralind.
Motta frá OYOY, Dúka, 16.990 kr.
Klassísku röndóttu motturnar eru alltaf sígildar.
Motta frá HAY, Penninn Eymundsson, 9.839 kr.
Motta frá Lorena Canals, Epal, 24.900 kr.
Jörðin hún snýst um sólina...
Motta frá Ferm Living, Epal, 10.900 kr.
Hnötturinn býður upp á ævintýraleg ferðalög fyrir litla fætur.
Motta úr H&M Home, Smáralind.
Motta frá OYOY, Dúka, 20.990 kr.
Ótrúlega skemmtileg útfærsla: Borð, stólum, blöðum og skriffærum komið fyrir á mottu með bókstöfum. Þá er alltaf hægt að kíkja á mottuna í leit að rétta stafnum til að æfa.
Motta úr H&M Home, Smáralind.
Motta frá Lorena Canals, Epal, 26.900 kr.
Motta frá OYOY, Snúran, 12.690 kr.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home