Fara í efni

Hannaðu þitt eigið hlýja heimili

Heimili & hönnun - 9. nóvember 2020

Ef þig vantar innblástur eða hjálp við að finna það sem gerir þig hamingjusama heima fyrir er bókin This Is Home: The Art Of Simple Living málið. Í henni eru fimmtán heimili víðsvegar um heiminn heimsótt og hún er stútfull af fallegum myndum, þýðingamiklum sögum og praktískum ráðum sem hjálpa við að hanna heimili sem endurspegla þarfir og stíl hvers og eins.

This Is Home fjallar um einfaldleikann og hvernig hægt er að fókusera á lífsgildin sem skipta okkur máli til að hanna heimili sem er fyllt gleði. Höfundurinn, Natalie Walton, heimsækir fimmtán heimili víðsvegar um heiminn og kynnist fólkinu sem þar býr. Bókin er stútfull af yndislega fallegum myndum, þýðingamiklum sögum og praktískum ráðum.

Penninn Eymundsson, 6.999 kr.
Dimmblátt og dulúðlegt. Síða úr bókinni This Is Home: The Art Of Simple Living.
Gullfalleg stofa þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum og hver hlutur hefur hlutverki að gegna.
Smartheit og þægindi geta auðveldlega farið saman eins og sést hér á þessu heimili úr bókinni.
Hér fær sköpunargleðin lausan tauminn og litagleðin allsráðandi.
Klassísk innanhússhönnun og tímalaus húsgögn njóta sín til fullnustu í þessu rými.
Svolítið sveitó og sætt. Bitarnir í loftinu gera heilmikið fyrir heildarmyndina hér.

Hér er gott dæmi um þegar hið „ófullkomna“ er fullkomið.

Hér setur steinaveggurinn heldur betur svip sinn á stofuna.
Bjart og fallegt eldhús úr einu innlitanna í bókinni This Is Home: The Art Of Simple Living.

Finndu það sem gerir þig hamingjusama heima fyrir og leitastu eftir að hanna heimili sem endurspeglar þínar þarfir og þinn stíl.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Stjörnustílistinn Þórunn Högna elskar að skreyta fyrir jólin

Heimili & hönnun

Glæstar hugmyndir á hátíðarborðið

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið