Fara í efni

Haustlegt og huggulegt að hætti Þórunnar Högna

Heimili & hönnun - 22. ágúst 2023

Nú fer að síga á haustið og margir farnir að spá í að hressa aðeins upp á heimilið. En hvernig er hægt að bæta og gera breytingar heima fyrir án þess að það kosti fúlgu fjár? HÉR ER leitar ráða hjá fagurkeranum og stjörnustílistanum Þórunni Högna sem lumar á nokkrum skotheldum ráðum.

Þórunni finnst tilvalið að breyta aðeins til á heimilinu þegar tekur að hausta.

„Haustið er í miklu uppáhaldi hjá mér, enda einhver skemmtilegur sjarmi sem fylgir því,“ lýsir Þórunn brosandi þegar hún hittir á okkur á HÉR ER, og bætir við að fyrir henni sé haustið líka árstími sem tilval­ið sé að nota til að breyta aðeins til á heimil­inu og bæta, án þess þó að það þurfi endilega að umbylta öllu eða kosta miklu til. „Það þarf nefnilega ekki að kaupa allt nýtt til að breyta til,“ bendir hún á.

Þórunn nefnir að sem dæmi geti verið sniðugt að endurraða reglulega í ýms­um rým­um til að „hressa upp á heimilið“. Nokkuð sem hafi reynst henni vel í gegnum árin.

„Smekkur manna er auðvitað misjafn,“ tekur hún fram, „en það er alltaf snjöll hugmynd að færa til húsmuni og auðvitað að létta á hillum, gluggakistum, sófa­borð­um og fleiru.“

Haustið er í miklu uppáhaldi hjá mér, enda einhver skemmtilegur sjarmi sem fylgir því.

Þórunn Högna veit svo sannarlega hvað hún syngur.

Gamlir hlutir á nýjum stað

Sjálf segist Þórunn vera mjög dugleg að færa til heima hjá sér og finna nýja staði fyrir alls konar húsmuni, eða gefa göml­um hlutum nýjan stað á heimilinu eins og hún kýs að kalla það. Oft breyti það meiru en fólk gerir sér grein fyrir.

Til að mynda sé tilvalið að skipta reglulega út stólum við eldhúsborðið eða borðstofu­borðið; snúa sófan­um; færa til skápa, lampa og spegla. Skipta um rúmteppi „og gera meira kósí“. Skipta út handklæð­um inni á baðherbergi. Færa til mottur og svo framvegis. „Stundum getur nefnilega verið alveg nóg að skipta út hlutum og húsmunum, færa hluti til eða endur­raða,“ segir hún. Útkoman geti komið fólki skemmti­lega á óvart.

Trjágreinar, góður ilmur og kósí teppi

Þá eru nokkrir hlutir sem Þórunn mælir sérstaklega með að fólki geri til að flikka upp á heimilið á haust­in.

„Mér finnst stór kerti í fallegum vasa eða á disk með fæti alltaf minna skemmtilega á haustið. Svo geta stóra greinar, til dæmis af Euctalyptus, verið töff í vösum og einstaklega haustlegar. Erikur má líka hafa inni á heimilinu, en þær minna alltaf á haustið. Góður híbýlailmur eða ilmkerti er líka möst inn á öll heimili,“ telur hún upp, „og svo eru „throw” kósí teppi alltaf vinsæl og viðeigandi á þessum árstíma.“

Ofangreind atriði megi öll nota til að sýna árstíðaskiptin með skemmtilegum og fallegum hætti.

Svo geta stóra greinar, til dæmis af Euctalyptus, verið töff í vösum og einstaklega haustlegar.

Bjútífúl blómvendir

Líf og list, 5.650 kr.
Líf og list, 6.250 kr.
Søstrene Grene, 3.790 kr.

Hlýleiki og almenn huggulegheit

Auk þess segir Þórunn að á haustin sé tilvalið að taka fram fallega púða og teppi. „Já, það er alltaf sniðug hugmynd að nota falleg teppi á stóla og sófa.“ Það ljái heimilinu extra hlýleika og hugguleg­heit.

Og vilji fólk breyta til geti komið vel út að skipta um áklæði á húsgögnum, en oft nægi þó að færa púða til í stað þess að skipta alveg um áklæði og nota fallegan textíl. „Það getur verið nóg að skipta út púðum eða púðaveri fyrir annað mynstur,“ segir hún, „færa teppið til eða raða púðum öðruvísi en áður.“ Oft þurfi ekki mik­ið til.

„Síðan finnst mér falleg uppröðun á bókum með uppáhaldsilmkertinu ofan á alltaf fallegt.“

Það getur verið nóg að skipta út púðum eða púðaveri fyrir annað mynstur, færa teppið til eða raða púðum öðruvísi en áður.

Prýðilegir púðar

Haustlína H&M Home.
Haustlína H&M Home.
Epal, 12.500 kr.
Epal, 12.500 kr.

Ekki endilega málið að elta öll tískutrend

Við stöndumst ekki mátið og spyrjum hvort einhverjir sérstakir tískulitir séu í gangi um þessar mundir sem gæti verið gaman að innleiða á heimilið. „Oft einkennist haustið af allskyns jarðlitum og núna er pínu 70´s fílingur í litunum,“ svarar Þórunn. „En persónulega finnst mér að fólk eigi bara að finna sér fallegan lit, til dæmis ef það hefur hug á því að mála heima hjá sér, en ekki endilega vera að elta öll tískutrend.“

Persónulega finnst mér að fólk eigi bara að finna sér fallegan lit, til dæmis ef það hefur hug á því að mála heima hjá sér, en ekki endilega vera að elta öll tískutrend.

Kaffiborðsbækur eru góðar til að grípa í yfir góðum kaffibolla en líka mikil heimilisprýði!

Penninn Eymundsson, 12.899 kr.
Penninn Eymundsson, 13.999 kr.

Lýsing, lýsing og aftur lýsing

Eins segir Þórunn góða lýsingu ekki aðeins mikilvæga þegar tekur að rökkva heldur skipti hún sköpum til að skapa notalegt og afslappað andrúmsloft á heimilinu. „Lýsing skiptir klárlega miklu máli og falleg birta af lömpum og kertaljósum getur gefið skemmtilega hauststemningu þegar fer að dimma.“

Sjálf segist hún elska lýsinguna sem lampar gefa frá sér. „Ég slekk helst öll önnur ljós og hef bara kveikt á lampa og kveiki á kertum,“ upplýsir hún og bendir á að einmitt geti verið sniðugt að setja kerti á staði hér og þar um heimilið, því eftir annasaman dag sé einstaklega notalegt að koma heim og kveikja á kerti.

Lýsing skiptir klárlega miklu máli og falleg birta af lömpum og kertaljósum getur gefið skemmtilega hauststemningu þegar fer að rökkva.

Lekkerir lampar

Líf og list, 16.450 kr.
Dúka, 35.900 kr.
Dúka, 54.900 kr.
Epal, 36.900 kr.
Líf og list, 69.990 kr.
Epal, 49.900 kr.
Ljósið frá Rosendahl kallar fram notalega stemmningu á heimilinu og með Soft Spot LED-lampa skapar þú skemmtilega huggulega birtu. LED lampinn varpar rólegum, flöktandi bjarma sem er hugsaður sem valkostur við kerti. Borðlampinn fæst í þremur litum og tveimur stærðum og er hönnun Mariu Berntsen fyrir Rosendahl.
Líf og list frá 7.450 kr.
Góður híbýlailmur eða ilmkerti er möst inn á öll heimili að mati Þórunnar.

„Enda er held ég fátt betra á haustin en að liggja uppi í sófa undir teppi með góðan kaffibolla og uppáhaldstímaritið eða vandaða bók í hönd, við kertaljós og ljúfa tónlist,“ segir hún brosandi. Og ef arinn er á heimilinu þá sé bæði notalegt og kósí að kveikja upp í honum.

Ilmur af hausti

Epal Smáralind.
Epal, 6.200 kr.
Líf og list, 1.640 kr.
Dúka, 2.690 kr.
H&M Home, Smáralind.
Prófið að skipta út handklæð­um inni á baðherbergi, það getur breytt miklu.
Smáatriðin skipta máli.
Smart gólfmotta getur gert heilmikið.

Mjúkar mottur

Eðal, 78.800 kr.
Epal, 94.900 kr.
Søstrene Grene, 16.960 kr.
H&M Home, Smáralind.
Það er alltaf sniðug hugmynd að draga fram falleg teppi, púða og sessur á haustin.

Trufluð teppi

Epal, 21.500 kr.
Dúka, 15.900 kr.
Søstrene Grene, 8.730 kr.
Það þarf ekki að umbylta öllu til að breyta til. Stundum er bara nóg að færa til skápa, lampa og spegla.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home