Línan ber heitið Harmony og inniheldur ný húsgögn og alls kyns hluti fyrir heimilið úr náttúrulegum efnum og mjúkum litatónum sem systurnar hafa skapað en megintilgangurinn er að njóta augnabliksins. Í línunni er einnig að finna keramik- og glervörur auk nýrra veggskreytinga og veggspjalda sem gerð eru úr FSC®-vottuðum pappír. Vörurnar fara í sölu í Søstrene Grene í Smáralind um miðjan september.
Trendin í haust
Línan endurspeglar vel helstu trend haustsins en mjúkir litatónar og náttúruleg efni halda áfram að ráða ríkjum. Ljós úr hríspappír í alls kyns útgáfum hafa sjaldan verið vinsælli og því stærri því betri! Bast í alls kyns birtingarmyndum heldur áfram að vera vinsælt og grófar en mjúkar handofnar mottur eru málið í haust. Litað gler heldur einnig áfram að vera vinsælt.

Þessi lampi fer beint á óskalistann okkar! Litapallettan í vor. Dásamlega falleg hangandi ljós í nýju haustlínunni.
Himinn og jörð
Vinsælustu litirnir í haust eru jarðlitir ásamt ljósbláum litatónum. Þar má með sanni segja að himinn og jörð mætist á skemmtilegan hátt. Jarðlitir í mjúkum tónum hafa verið mjög vinsælir síðustu misseri en blái liturinn virkar eins og hressandi vítamínsprauta með þeim tónum.

Skemill/sófaborð með kósí áferð. Hlýlegt haust hjá systrunum. Stóllinn er sérlega trendí.
Tími kerta, kósíheita og samverustunda
Eftir síðasta ár hafa margir áttað sig á því hversu mikilvægt það er að geta notið samverunnar heima við. Áhugi almennings á innanhússhönnun hefur aukist mjög og endurspegla trendin þann áhuga sem miðast helst við að heimilið sé griðastaður sem ýtir undir afslappað andrúmsloft og skiptir þar lita- og efnisval öllu máli. Tími kertanna er svo sannarlega hafinn enda eru þau góð leið til þess að lýsa upp skammdegið sem framundan er. Snúin kerti halda áfram að vera vinsæl og það gera kerti með rifflaðri áferð einnig.



Hlýlegt og fallegt fyrir eldhúsið
Skemmtilegir skrautmunir fyrir eldhúsið eru áberandi í haustlínunni.

Fallegur vasi og glös.
Náttúruleg form og keramik-munir halda vinsældum áfram.

Haustlína Søstrene Grene kemur í verslunina í Smáralind um miðjan september.