Vertuo, er virkilega spennandi fyrir kaffiáhugafólk og vélin, Vertuo Next, er eins og við er að búast, einkar glæsileg, en Nespresso vélarnar hafa hlotið fjölda Red Dot verðlauna í gegnum tíðina.
Vertuo dregur fram það besta í kaffinu og lyftir gömlu góðu uppáhellingunni upp á hærra plan. Uppáhellingartæknin er byltingarkennd en í grunninn byggir hún á miðflóttaafli (e.centerefusion) sem gerir það að verkum að kaffifroðan (e.crema) verður mjög mikil og undirstrikar gæðin í kaffinu. Vélin býður einnig upp á enn meiri fjölbreytni sem endurspeglast meðal annars í að sérstök karafla fyrir uppáhellt hágæðakaffi er kynnt til leiks.
Einfalt og umhverfisvænt
Á hylkjunum er sérstakt strikamerki sem vélin les og veit þá nákvæmlega hversu mikið vatn þarf í hvern bolla, hvert hitastigið á vatninu á að vera og snúningshraði við uppáhellingu. Þetta skilar sér sannarlega í frábærum bolla en ekki síður í því að þarna notar vélin nákvæmlega það magn af vatni og rafmagni sem til þarf og ekkert fer til spillis. Vélin sjálf er svo framleidd úr 54% endurunnu plasti.
Nespresso leggur gríðarlega mikið upp úr því að vörur þeirra séu umhverfisvænar og hvetur viðskiptavini okkar ávallt til endurvinnslu og taka á móti notuðum hylkjum á öllum verslunum sínum sem og afhendigarstöðum vefpantana. Hylkin eru úr áli sem er 100% endurvinnanlegt og hefur þar að auki þann kost að varðveita gæðin í kaffinu.
Kaffi að hætti atvinnukaffibarþjóna
Nespresso hefur verið leiðandi undanfarin 40 ár þegar kemur að því að bjóða upp á hágæða kaffi heima við. Hugmyndafræði fyrirtækisins er einföld og hverfist um að allir geti útbúið sér kaffibolla heima hjá sér eða á vinnustaðnum, sem er á pari við það sem atvinnukaffibarþjónar bjóða upp á.
Nespresso hefur í gegnum tíðina unnið markvisst að því að fullkomna þessa hugmynd og í dag er vörumerkið samnefnari fyrir kaffi í mjög háum gæðaflokki í endurvinnanlegum álhylkjum og kaffivélar sem eiga sér engan líkan í kaffiheiminum.