Lúxus fyrir minna
Það má auðveldlega spara aurinn er við skreytum heimilið - við viljum þó alltaf að fagurfræðin, gæðin og notagildið fari saman. Til að ná fram lúxusstemningu heimafyrir, er gott að halda í endurtekningar. Þá með því að endurtaka form, liti eða efni, sem skapa þennan rauða þráð í gegnum heimilið.
Tips!
- Hengið upp myndir/málverk í samskonar svarta ramma. Það skapar samræmi á veggjunum, þó að myndirnar sjálfar séu í allskyns útfærslum.
- Frískið upp á stofuna með púðum í sömu litum og finna má í listaverkum eða öðrum skrautmunum heimilisins - það gefur góða heildarmynd.
Fjárfestu í gæðum
Það getur verið skynsamlegt að fjárfesta í nokkrum klassískum og gæðalegum munum, sem standast tímans tönn - það er ákveðinn sparnaður í því. Sófi sem þolir álag heimilisins, sem og borðstofuborð eða rúm ef því er að skipta. Þannig skapar þú traustan grunn sem auðvelt er að uppfæra með aukahlutum á viðráðanlegu verði.
Eos kúpan er úr gæsafjöðrum en hún gefur frá sér afar milda og notalega birtu sem er æðisleg í stofuna eða svefnherbergið. Kúpan er fáanleg í 6 stærðum en þessa stærð er hægt að fá í hvítu, gráu, ljósbleiku eða brúnu. Kúpan er seld stök en hægt er að velja um kaup á gólf- eða borðfótum eða snúrusetti en þannig er hægt að gera úr henni annað hvort loftljós eða lampa.
Endurnýta og endurnýta
Áður en þú stekkur út í næstu verslun til að kaupa eitthvað nýtt, skaltu líta í kringum þig heimafyrir og skoða hvað þú átt nú þegar. Er eitthvað sem þarfnast alúðar, sem auðvelt er að græja með málningarpensil á lofti? Annars eru mörg fyrirtæki í dag farin að framleiða vörur sem huga eingöngu að endurvinnslu og sjálfbærinni hönnun - og eru að gera það einstaklega vel.
Það getur borgað sig að kíkja á útsölurnar í Smáralind!