Fara í efni

Heimilistrend á góðum díl

Heimili & hönnun - 11. júlí 2024

Heimilistrend á góðum díl er þema dagsins! Við sækjum innblástur í útsölur og góð tilboð sem munu fegra heimilið á léttan máta.

Lúxus fyrir minna

Það má auðveldlega spara aurinn er við skreytum heimilið - við viljum þó alltaf að fagurfræðin, gæðin og notagildið fari saman. Til að ná fram lúxusstemningu heimafyrir, er gott að halda í endurtekningar. Þá með því að endurtaka form, liti eða efni, sem skapa þennan rauða þráð í gegnum heimilið.

Stór keramík bakki með handföngum. Líf og list - 5.625 kr.
Flaska með loki frá Frederik Bagger. Líf og list - 3.075 kr.
Hlébarðapúðaver frá Iittala. Líf og list - 3.375 kr.

Tips!
- Hengið upp myndir/málverk í samskonar svarta ramma. Það skapar samræmi á veggjunum, þó að myndirnar sjálfar séu í allskyns útfærslum.

- Frískið upp á stofuna með púðum í sömu litum og finna má í listaverkum eða öðrum skrautmunum heimilisins - það gefur góða heildarmynd.

 

 

Viðarskápur frá Søstrene Grene - 54.400 kr.
Svartir viðarrammar fást í Søstrene Grene - 2.840 kr.
Púsluspil frá Printworks fæst í Epal - 1.475 kr.
Teppið Melar frá IHANNA HOME, er nú á 50% afslætti í Epal - 11.250 kr.
Viskastykki frá Design Letters. Líf og list - 1.910 kr.
Espressobollar frá Bitz. Líf og list - 3.725 kr.
Rifflaður vasi frá Specktrum. Dúka - 3.295 kr.
Bolli "LOVE" með handfangi. Epal - 1.975 kr.
Það finnast margir flottir kertastjakar, sem og aðrir fylgihlutir á frábæru verði í H&M Home Smáralind.

Fjárfestu í gæðum

Það getur verið skynsamlegt að fjárfesta í nokkrum klassískum og gæðalegum munum, sem standast tímans tönn - það er ákveðinn sparnaður í því. Sófi sem þolir álag heimilisins, sem og borðstofuborð eða rúm ef því er að skipta. Þannig skapar þú traustan grunn sem auðvelt er að uppfæra með aukahlutum á viðráðanlegu verði.

Eos kúpan er úr gæsafjöðrum en hún gefur frá sér afar milda og notalega birtu sem er æðisleg í stofuna eða svefnherbergið. Kúpan er fáanleg í 6 stærðum en þessa stærð er hægt að fá í hvítu, gráu, ljósbleiku eða brúnu. Kúpan er seld stök en hægt er að velja um kaup á gólf- eða borðfótum eða snúrusetti en þannig er hægt að gera úr henni annað hvort loftljós eða lampa. 

 

Vandaður ketill frá Evu Solo sem virkar á allar tegundir helluborða. Líf og list - 10.780 kr.
Röndóttur blómapottur frá OYOY. Dúka - 4.995 kr.
Marmarabakki frá Normann Cph. Líf og list - 5.290 kr.
Blaðagrind í rauðum lit. Líf og list - 9.345 kr.
Frederik Bagger glös úr ryðfríu stáli fást í Epal á sumarútsölunni - 5.250 kr.
Svartur lampi er smart á vegginn. Líf og list - 39.930 kr.
Kertastjaki, Home & You, 1.490 kr.
Málverk, Home & You, 12.990 kr.
Fjögurra arma kertastjaki frá Ferm Living. Epal - 8.750 kr.

Endurnýta og endurnýta

Áður en þú stekkur út í næstu verslun til að kaupa eitthvað nýtt, skaltu líta í kringum þig heimafyrir og skoða hvað þú átt nú þegar. Er eitthvað sem þarfnast alúðar, sem auðvelt er að græja með málningarpensil á lofti? Annars eru mörg fyrirtæki í dag farin að framleiða vörur sem huga eingöngu að endurvinnslu og sjálfbærinni hönnun - og eru að gera það einstaklega vel.

Falleg og tímalaus hilla frá FÓLK Reykjavík. Hillurnar eru hannaðar af Jóni Helga Hólmgeirssyni vöruhönnuði. Við hönnun hillanna var naumhyggja höfð að leiðarljósi, og því er hægt, með því að bæta við aukahlutum, að nota hillurnar á mjög fjölbreyttan hátt í öllum herbergjum heimilisins. Vörur frá FÓLKi fást í Epal.
Fjölnota körfurnar ´Restore´ frá MUUTO eru framleiddar úr endurunnum vatnsflöskum. Þær koma í ótal litum og stærðum - og frábærar undir allskyns óþarfa. 
Það getur borgað sig að kíkja á útsölurnar í Smáralind!

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home

Heimili & hönnun

Stílistinn mælir með þessu á pallinn í sumar

Heimili & hönnun

Gjafa­hugmyndir fyrir útskriftar­nemann