Litakortið fyrir haustið
Róandi litir og fjölnota húsgögn eru orð sem óma í hönnunarheiminum þetta haustið. Þar sem þægindin eru í fyrirrúmi, en skapa jafnframt stílhreint yfirbragð og almenn huggulegheit. Litakortið er innblásið af náttúrunni, eða í brúnum tónum, „terracotta“, djúpum grænum og mjúkum gráum. Þessir mettuðu tónar kalla fram hlýju og notalegheit.
Haustið ögrar
Trendin fyrir haustið eru ögrandi - fyrir suma! Margir húsgagnaframleiðendur hafa kynnt til leiks húsgögn í áberandi litatónum og mynstrum, ásamt þungum gólfmottum og gardínum. Vefnaðarvörur hafa sjaldan verið jafn áberandi og nú, og þá ekki bara í nýjum vörum, heldur líka á gömlum klassískum húsgögnum. Gardínur eru ekki lengur bara skermur fyrir gluggann, því þær eru næstum "plássfrekar" ef svo mætti segja - þá djarfar í efnisvali og litum og úr lúxusefnum eins og flaueli.
TIPS!
- Byrjið á að bjóða hlýrri litum og áferðum inn á heimilið. Það má til dæmis bæta við púðum í haustlitum í sófann í stofunni.
- Skiptið léttum sumarfatnaði út fyrir þykkari peysur, dragið teppin fram og kveikið á kertum. Kerti með kryddilmum eða kanil, kalla á komandi árstíð.
- Prófið að mála vegg í hlýjum jarðlit og stillið upp fallegum vasa, stól eða öðrum húsmunum í svipuðum lit, eða haldið í jarðtenginguna með basti, leðri og jafnvel keramík - til að kalla fram náttúrulegu tónana.
- Opnar hillur í eldhúsið, viðarskurðarbretti, keramík diskar, skál full af eplum og jafnvel þurrkuð blóm - gefa haustlega stemningu.
- Ljósir kremaðir litir ásamt gráum tónum, eru áberandi í svefnherbergið þetta haustið. Þar sem nóg af púðum og rúmteppi eru fremst í flokki.
Handunnin keramík, skrautlegir vasar og listaverk eru lykilþættir í að skapa sjarma og persónulegan blæ inn á heimilið - og munu án efa gera hvert rými meira lifandi. Kerti og þá sér í lagi ilmkerti, gefa angan af haustinu.
Hér má sjá jarðtóna í húsgögnum sem og í fylgihlutum. Takið eftir hvað golfmottan gerir mikið fyrir rýmið og færir aukna hlýju.
Nostalgían heilsar
Stál og glansandi málmar eru áberandi þessi misserin og í svo miklu mæli að brass er á ákveðnu undanhaldi. Við sjáum sófaborð, stóla og aðra skrautmuni í glansandi endurkomu áttunda áratugarins við miklar undirtektir.
Silfursófi frá Eilersen vakti athygli í sumar á sýningu í Kaupmannahöfn. Sófinn verður settur á uppboð seinna á árinu, og mun ágóðinn renna til góðgerðarmála - þar sem þægindi og góð samviska haldast í hendur.
Silfursófi frá Eilersen vakti athygli í sumar á sýningu út í Kaupmannahöfn. Sófinn verður settur á uppboð seinna á árinu, og mun ágóðinn renna til góðgerðarmála - þar sem góð þægindi og góð samviska haldast í hendur. Epal er endursöluaðili Eilersen hér á landi.
Umvefjum okkur hlýju og tökum á móti haustinu með opnum örmum.