Fara í efni

Heitustu haustlitirnir fyrir heimilið

Heimili & hönnun - 6. nóvember 2023

Við sjáum heimilistrendin fyrir haustið daðra við fortíðina. Retró stemning er allsráðandi þar sem hönnunin er litrík, lífleg og allskyns mynstur fá að njóta sín.

Leikrænir fylgihlutir

Mínimalíski stíllinn er á undanhaldi þetta árið, því óhætt er að segja að mismunandi áferð á veggjum, grafísk form í fylgihlutum og djúsí gólfmottur koma sterkar inn með haustinu.

Vasarnir „Paste“ frá Ferm Living eru sannarlega öðruvísi en við erum vön að sjá. Rétt eins og einhver hafi krotað útlínur á blað og stillt upp á borðið. Vörur frá Ferm Living fást í Epal, Smáralind.
Grafísk form setja sinn svip á heimilið. Þessir flottu stjakar eru frá H&M Home. Takið einnig eftir kertunum sem eru litrík og lífleg!
Spengilegur vasi frá Cooee, 30 cm. Líf og list - 11.960 kr.
Fallega formuð kanna frá Specktrum. Líf og list - 12.980 kr.
Litlir og litríkir blómavasar. Søstrene Grene - 538 kr.

Litur ofan á lit

Það hefur vart farið framhjá neinum að litir hafa verið mjög áberandi í innanstokksmunum. Litir sem prýða veggi, húsgögn og áklæði þetta haustið minna óneitanlega á kryddhilluna í eldhúsinu - við sjáum appelsínugulan, sinnepsgulan, brúnan, dökkbláan, flauelsrauðan og jafnvel bleikan.

Bleikur velúrstóll með viðarfótum. Søstrene Grene - 14.300 kr.
Fallegir haustlitir hjá H&M Home.
Regnboginn sjálfur í kertaformi frá HAY. Epal - 3.700 kr.
Veggspjald í mjúkum litatónum. Søstrene Grene - 914 kr.
Íslensk hönnun! Dolce-vasinn frá Önnu Þórunni fæst í Epal - 14.900 kr.
Servíettur með grafísku mynstri frá Marimekko. Epal - 650 kr.

Sinnep og grænir díteilar

Sinnepsgulur er ákveðinn nostalgíulitur sem ratar óspart inn á heimilið í ýmsum „dulagervum“. Og það er vart til betri viðbót við gula litinn en sá græni. Grænn kallar fram náttúruna í sínu besta formi og við tökum fagnandi á móti.

Fagurgrænn skemill. Søstrene Grene - 13.770 kr.
Slitsterk og sinnepsgul dyramotta, lífgar upp á heimkomuna. Dúka - 8.990 kr.
Snagar frá HAY, koma tveir í pakka. Penninn Eymundsson - 3.799 kr.

Rauður og blár - óútreiknanlegt par

Litirnir rauður og blár hafa sést víða saman, en hér um ræðir litaval fyrir hugrakka. Eflaust öruggt val að nota það í smærri einingum, til að fá ekki leið á því fljótt. 

Tauservíetta gefur borðhaldinu lit! Þessi er frá Søstrene Grene - 598 kr.
Fagurblátt teppi frá HAY. Epal - 15.900 kr.
Lyklakippa í nýjustu trendlitunum! Penninn Eymundsson - 2.999 kr.
Hliðarborð sem sker sig úr. Søstrene Grene - 7.260 kr.
Skemmtilegar hillur sem setja svip á rýmið. Sænsk hönnun frá Maze, fáanleg í fleiri litum. Dúka - frá 8.950 kr.

Litað gler er móðins

Við göngum vart inn í húsbúnaðarverslun án þess að verða var við litað gler í vösum, skálum, karöflum og jafnvel borðlömpum. Þetta trend er ekkert á förum, það mun bara vaxa ef eitthvað er. 

Kastehelmi-diskarnir frá Iittala fást í mörgum litum. Líf og list - 3.450 kr.
Skálar, karafla og glös frá Ferm Living í reyklituðu gleri. Fæst í Epal.
Led-borðlampi með riffluðu gleri. Søstrene Grene - 3.170 kr.
H&M Home býður upp á breitt vöruúrval af lituðum glervörum.

Motta er miðpunkturinn

Mottur og teppi eru ómissandi á haustin, þegar lægðirnar byrja að banka á gluggana heima - og við þráum ekkert meira en að hafa það hlýtt og kósí. Motta eða teppi í heitum haustlitum ætti að vera skyldukaup ef þið spyrjið okkur. 

Mottur eru ekki einungis hagnýtar á gólfið, því þær eru líka töff upp á vegg - eins og við sjáum hér.
Fallegt frá H&M Home. Takið eftir blómavasanum og skálinni á borðinu - djúsí gólfmottunni og myndunum á veggnum sem setja sinn svip á rýmið. Hér er litapallettan einnig alveg upp á tíu!

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home