Fara í efni

Home&you opnar í Smáralind

Heimili & hönnun - 28. nóvember 2023

Home&you hefur opnað nýja og stórglæsilega verslun í Smáralind. Um er að ræða keðju af húsbúnaðarverslunum með heimilis- og gjafavöru en verslanirnar eru orðnar hátt í 200 talsins í Evrópu og vöxturinn verið afar hraður síðustu ár. Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Home&you á Íslandi segir það einna helst vera vegna hagstæðs vöruverðs og hversu fjölbreytt úrvalið er í verslununni. HÉR ER kynnti sér þessa nýju og spennandi viðbót við verslunarflóruna í Smáralind.

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Home&you á Íslandi.

„Það ættu allir að geta fundið línu í versluninni sem höfðar til þeirra. Það sem helst aðgreinir okkur er frábært úrval af smávöru, við erum lítið í stærri húsgögnum en ef þú ert að leita að frábærum gjöfum eða vilt lífga upp á eigið heimili eru allar líkur á að þú finnir réttu hlutina hjá okkur. Fólk hefur oft komið inn til að finna góða gjöf en labbað svo út með gjöfina og fullan poka í viðbót fyrir sjálft sig," segir Ingibjörg,

Baðherbergið

Ef þú ert að leita leiða til að poppa upp á baðherbergið er ferð í Home & You við hæfi.
Fylgihlutirnir fyrir baðherbergin hafa verið mjög vinsælir og þá sérstaklega línurnar sem glitra, við íslendingar getum verið svo miklir hrafnar inn við beinið, glitrandi vörurnar eru að grípa fólk mikið, við höfum stundum sagt það sé hægt að koma til okkar og „blinga“ upp heimilið!
Gylltur glamúr inni á baðherbergi.
Handklæðin eru einna vinsælust í Home&you en þau eru svo þykk og mjúk og haldast ótrúlega vel í þvotti.

Skipulagið

Hjá Home&you á hver hlutur sinn stað, eitthvað fyrir þau sem vilja hafa skipulagið á heimilinu á hreinu.
Sniðug lausn fyrir þau sem vilja vera með skipulagið á hreinu úr Home & You.

Jólin

Verslunin fær nýjar vörulínur fjórum sinnum ár ári þannig að þar eru alltaf eitthvað nýtt og spennandi að skoða. Nú fyrir jólin verður hægt að fá fallega smáhluti sem skreyta heimilið og gefur hlýlega og jólalega stemningu.
Hversu sætar eru þessar jólalegu kertaluktir?
Þú færð allskyns jólalega smáhluti til að skreyta heimilið með í Home&you.

Fallegur borðbúnaður

Gullfalleg skál með gylltum fæti.
Grafísk og geggjuð glös úr Home&you.
Látlausar en fallegar krukkur og skálar úr Home&you.
Mínimalískur skandí-stíll.
Það sem helst aðgreinir okkur er frábært úrval af smávöru, við erum lítið í stærri húsgögnum en ef þú ert að leita að frábærum gjöfum eða vilt lífga upp á eigið heimili eru allar líkur á að þú finnir réttu hlutina hjá Home & You.

Kósí

Þú getur fengið kósíslopp og teppi í Home&you.
Dásamlega mjúkt teppi sem gott er að hjúfra sig undir á köldum vetrardögum.
Þú færð rúmföt á hagstæðu verði í Home&you í Smáralind.

Myndir úr Home&you í Smáralind

Eins og sést á meðfylgjandi myndum er úrvalið fjölbreytt í stórri og glæsilegri verslun Home&you í Smáralind.
Home&you hefur opnað 400 fm2 verslun í Smáralind sem er staðsett á móti Lyfju og A4 á fyrstu hæð. Hlökkum til að sjá ykkur!

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home